Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2024 13:27 Vefsíðan bland.is er eitt vinsælasta vörutorg landsins þar sem notendur selja alls kyns hluti til annarra notenda. Skjáskot Óprúttnir aðilar sendu í síðustu viku skilaboð á notendur Bland.is með þeim það fyrir augum að fá þá til að gefa upp kortaupplýsingar í einkaskilaboðum. Viðbragðsáætlun var virkjuð í kjölfarið og Syndis vinnur nú að allsherjaröryggisúttekt á vefnum. Í tilkynningu frá Sýn, sem á og rekur vefinn Bland.is, segir að einhverjir notendur hafi fengið fölsk tilboð í vörur sem þeir auglýstu til sölu. Voru þeir hvattir til að smella á hlekk og gefa upp kortaupplýsingar. „Við greiningu kom í ljós að óprúttnir aðilar höfðu fundið leið á síðunni til að senda skilaboð til notenda án auðkenningar. Viðbragðsáætlun var í kjölfarið virkjuð, öryggissérfræðingar bland.is og Syndis komu strax að borðinu, greindu vandamálið og hefur verið komið í veg fyrir vandann,“ segir í tilkynningunni. Nú þurfi allir notendur Bland.is að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum og hafi öryggi notenda verið aukið verulega, eins og það er orðað. Nú vinnur Syndis, sem sérhæfir sig í netöryggi, að allsherjaröryggisúttekt á vefnum. „Það er rétt að taka fram að unnið hafði verið að uppfærslu á auðkenningarleið bland.is í síðustu viku en á fimmtudag var óeðlilegur fjöldi tilkynninga sendur út úr kerfinu og var því ákveðið að loka bland.is tímabundið. Vefurinn var niðri í um 30 mínútur. Ekki hafa nein staðfest tilvik komið upp um að notendur hafi gefið upp kortaupplýsingar en þeir sem kunna að hafa gert það skulu hafa samband við sinn viðskiptabanka tafarlaust. Við minnum á að Bland.is biður aldrei um greiðslur eða persónulegar upplýsingar notenda sinna í gegnum tölvupóst eða skilaboð,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Vísir er í eigu Sýnar. Netglæpir Netöryggi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í tilkynningu frá Sýn, sem á og rekur vefinn Bland.is, segir að einhverjir notendur hafi fengið fölsk tilboð í vörur sem þeir auglýstu til sölu. Voru þeir hvattir til að smella á hlekk og gefa upp kortaupplýsingar. „Við greiningu kom í ljós að óprúttnir aðilar höfðu fundið leið á síðunni til að senda skilaboð til notenda án auðkenningar. Viðbragðsáætlun var í kjölfarið virkjuð, öryggissérfræðingar bland.is og Syndis komu strax að borðinu, greindu vandamálið og hefur verið komið í veg fyrir vandann,“ segir í tilkynningunni. Nú þurfi allir notendur Bland.is að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum og hafi öryggi notenda verið aukið verulega, eins og það er orðað. Nú vinnur Syndis, sem sérhæfir sig í netöryggi, að allsherjaröryggisúttekt á vefnum. „Það er rétt að taka fram að unnið hafði verið að uppfærslu á auðkenningarleið bland.is í síðustu viku en á fimmtudag var óeðlilegur fjöldi tilkynninga sendur út úr kerfinu og var því ákveðið að loka bland.is tímabundið. Vefurinn var niðri í um 30 mínútur. Ekki hafa nein staðfest tilvik komið upp um að notendur hafi gefið upp kortaupplýsingar en þeir sem kunna að hafa gert það skulu hafa samband við sinn viðskiptabanka tafarlaust. Við minnum á að Bland.is biður aldrei um greiðslur eða persónulegar upplýsingar notenda sinna í gegnum tölvupóst eða skilaboð,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Vísir er í eigu Sýnar.
Netglæpir Netöryggi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira