Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 23:17 Neymar er að renna út á samning hjá Al-Hilal næsta sumar en hann hefur lítið sem ekkert spilað með liðinu vegna meiðsla. Getty/Yasser Bakhsh Framtíð brasilíska knattspyrnumannsins Neymars er í mikilli óvissu samkvæmt erlendum fjölmiðlum þar sem hann hefur lítið getað spilað í Sádí Arabíu vegna meiðsla. Hann sleit fyrst krossband og meiddist síðan strax í öðrum leik eftir að hann kom til baka eftir langa fjarveru. Nú þykir líklegast að hann framlengi ekki samning sinn hjá sádi-arabíska félaginu Al Hilal. Samningurinn hans rennur út í sumar. Fjölmiðlamenn hafa verið duglegir að vakta kaup kappans á íbúðum til að fá einhverja vísbendingar um næstu skref. Hann átti að hafa keypt sér íbúð á Miami sem átti að þýða að hann væri á leiðinni til Inter Miami. Neymar hefur einnig verið orðaður við endurkomu til uppeldisfélagsins Santos. Nýjustu íbúðarkaup hans eru hins vegar í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Neymar keypti sér þar 54 milljón dollara þakíbúð í nýju og glæsilegu háhýsi en það er íbúð upp á 7,4 milljarða íslenskra króna. Háhýsið er á besta stað í miðborg Dúbæ. Íbúðin er full af nýjustu tækni og þykir vera eins flott og þær finnast í þessum heimi lúxusíbúða. Mesta athygli hefur vakið að Neymar hefur ekki aðeins einkalyftu upp í íbúð sína heldur getur hann einnig tekið bílinn sinn með upp í íbúð. Byggingafélagið Bugatti vakti athygli á þessum kaupum Neymars. Það eru 182 lúxusíbúðir í húsinu og þarna má finna einkaströnd, sundlaug, líkamsræktarklúbb og sérstakan klúbb sem er aðeins fyrir íbúa hússins. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato) Sádiarabíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Hann sleit fyrst krossband og meiddist síðan strax í öðrum leik eftir að hann kom til baka eftir langa fjarveru. Nú þykir líklegast að hann framlengi ekki samning sinn hjá sádi-arabíska félaginu Al Hilal. Samningurinn hans rennur út í sumar. Fjölmiðlamenn hafa verið duglegir að vakta kaup kappans á íbúðum til að fá einhverja vísbendingar um næstu skref. Hann átti að hafa keypt sér íbúð á Miami sem átti að þýða að hann væri á leiðinni til Inter Miami. Neymar hefur einnig verið orðaður við endurkomu til uppeldisfélagsins Santos. Nýjustu íbúðarkaup hans eru hins vegar í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Neymar keypti sér þar 54 milljón dollara þakíbúð í nýju og glæsilegu háhýsi en það er íbúð upp á 7,4 milljarða íslenskra króna. Háhýsið er á besta stað í miðborg Dúbæ. Íbúðin er full af nýjustu tækni og þykir vera eins flott og þær finnast í þessum heimi lúxusíbúða. Mesta athygli hefur vakið að Neymar hefur ekki aðeins einkalyftu upp í íbúð sína heldur getur hann einnig tekið bílinn sinn með upp í íbúð. Byggingafélagið Bugatti vakti athygli á þessum kaupum Neymars. Það eru 182 lúxusíbúðir í húsinu og þarna má finna einkaströnd, sundlaug, líkamsræktarklúbb og sérstakan klúbb sem er aðeins fyrir íbúa hússins. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato)
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira