Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. nóvember 2024 20:31 Eiríkur Rafn Stefánsson, faðir sem verður fyrir áhrifum verkfallsins. vísir/BJarni Lykildagar eru fram undan í kjaraviðræða og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir hittust á fundi í Karphúsinu í dag í fyrsta sinn í sautján daga og hefur annar fundur verið boðaður í fyrramáli. „Við erum svolítið að horfa á það að dagarnir næstu verði lykildagar og vonandi komust við lengra. Það eru allskonar hlutir í kollinum á okkur sem eiga að færa okkur nær því marki að við klárum þetta verkefni,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Verkfallsaðgerðir kennara hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Foreldrar leikskólabarna sem hafa nú verið heima í þennan tíma mættu í Ráðhús Reykjavíkur í dag þegar borgarstjórnarfundur stóð yfir til að hvetja forystufólk borgarinnar til að beita sér fyrir því að samið verði. Erfitt ástand á heimilinu Einn þeirra sem hefur verið heima með leikskólabarn síðustu vikurnar er Eiríkur Rafn Stefánsson. Hann segir síðustu vikur hafa verið erfiðar og haft áhrif á starf hans. „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu og hjá öllum tilfinningalega og allskonar.“ Alls eru kennarar í tíu skólum í verkfalli í framhalds-, grunn-, leik- og tónlistarskólum í verkfalli. Flest verkfallanna eru tímabundin en á leikskólunum eru þau ótímabundin. Við það eru foreldrar leikskólabarna ósáttir. „Ég hefði alveg verið til í að taka slaginn í þrjár fjórar vikur en ekki ótímabundið. Mér finnst það verst af öllu,“ segir Ingibjörg Finnsdóttir Vonast til að deilan leysist Magnús segir kennara meðvitaða um stöðuna og vonast til að kjaradeilan fari að leysast. „Við gerum okkur grein fyrir því að aðgerðir eru sárar og ég held að það séu fáir sem eigi erfiðara með það heldur en við því við berum metnað fyrir starfinu og hugsum vel um þessi börn. Þegar við fórum af stað fyrir einhverjum viku þá viðurkenni ég það að okkur óraði ekki fyrir því að við værum enn hér og við bara skoðum stöðuna jafnóðum. Við höfum fengið athugasemdir frá foreldrum og skiljum það mjög vel,“ segir Magnús. Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga koma aftur saman til fundar í Karphúsinu í fyrramáli. Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
„Við erum svolítið að horfa á það að dagarnir næstu verði lykildagar og vonandi komust við lengra. Það eru allskonar hlutir í kollinum á okkur sem eiga að færa okkur nær því marki að við klárum þetta verkefni,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Verkfallsaðgerðir kennara hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Foreldrar leikskólabarna sem hafa nú verið heima í þennan tíma mættu í Ráðhús Reykjavíkur í dag þegar borgarstjórnarfundur stóð yfir til að hvetja forystufólk borgarinnar til að beita sér fyrir því að samið verði. Erfitt ástand á heimilinu Einn þeirra sem hefur verið heima með leikskólabarn síðustu vikurnar er Eiríkur Rafn Stefánsson. Hann segir síðustu vikur hafa verið erfiðar og haft áhrif á starf hans. „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu og hjá öllum tilfinningalega og allskonar.“ Alls eru kennarar í tíu skólum í verkfalli í framhalds-, grunn-, leik- og tónlistarskólum í verkfalli. Flest verkfallanna eru tímabundin en á leikskólunum eru þau ótímabundin. Við það eru foreldrar leikskólabarna ósáttir. „Ég hefði alveg verið til í að taka slaginn í þrjár fjórar vikur en ekki ótímabundið. Mér finnst það verst af öllu,“ segir Ingibjörg Finnsdóttir Vonast til að deilan leysist Magnús segir kennara meðvitaða um stöðuna og vonast til að kjaradeilan fari að leysast. „Við gerum okkur grein fyrir því að aðgerðir eru sárar og ég held að það séu fáir sem eigi erfiðara með það heldur en við því við berum metnað fyrir starfinu og hugsum vel um þessi börn. Þegar við fórum af stað fyrir einhverjum viku þá viðurkenni ég það að okkur óraði ekki fyrir því að við værum enn hér og við bara skoðum stöðuna jafnóðum. Við höfum fengið athugasemdir frá foreldrum og skiljum það mjög vel,“ segir Magnús. Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga koma aftur saman til fundar í Karphúsinu í fyrramáli.
Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira