„Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 08:01 Craig Bellamy veifaði fingri þegar Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, mótmælti þriðja marki Wales í gær. Davíð Snorri fékk að lokum gult spjald, eins og Bellamy hafði reyndar fengið fyrr í leiknum. Getty/Nick Potts Craig Bellamy stýrði Wales til 4-1 sigurs gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta í gærkvöldi og þar með vann Wales sinn riðil í B-deildinni, og komst beint upp í A-deild. Hann er stoltur af sjálfum sér og vill sýna fólki að hann sé enginn brjálæðingur. Bellamy komst stundum í fréttirnar fyrir vafasama hluti utan vallar, þegar hann var sjálfur leikmaður hjá Liverpool og Manchester City. Frægast er kannski þegar hann réðst á liðsfélaga sinn í Liverpool, John Arne Riise, og lamdi hann með golfkylfu. Sem landsliðsþjálfari Wales hefur Bellamy hins vegar verið yfirvegaður og sannfærandi, og eins og íslenskir blaðamenn geta vottað einnig vinalegur og duglegur við að hrósa andstæðingum í viðtölum. Eftir að hafa verið aðstoðarmaður Vincent Kompany, fyrrverandi liðsfélaga síns, hjá bæði Anderlecht og Burnley, tók Bellamy við velska liðinu í júlí og undir hans stjórn hefur Wales ekki tapað einum einasta leik. „Mér finnst líklega mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur – ég er alveg með fullu viti,“ sagði Bellamy eftir sigurinn gegn Íslandi í gær. „Fólk hélt að ég myndi vera hlaupandi út á völl að ýta dómaranum og eitthvað slíkt, fá rautt spjald,“ sagði Bellamy sem fékk að vísu gult spjald fyrir mótmæli á leiknum í gær, líkt og Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari Íslands. En það var ekkert óvenjulegt við hegðun Bellamy. Þið hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ „Það ýtti mér líklega út í þjálfun að vilja sýna að ég sé ekki svona [brjálæðingur sem ýtir dómaranum]. Fólk var oft að tala um skapið mitt. „Já en hvað með skapið í honum?“ Þá hugsaði ég: „Í alvöru? Núna fáið þið að sjá þessa hlið á mér.““ Bellamy, sem á sínum tíma var landsliðsfyrirliði Wales, bætti við: „En þið [fjölmiðlar] höfðuð áhyggjur og hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ Ég get alveg skilið það. En ég verð enn rólegri og vinalegri þegar hlutirnir ganga illa. Núna er versti tíminn til að ná mér því tilfinningarnar mínar eru úti um allt. En treystið mér, maður kemst ekkert áfram með því að vera þannig,“ sagði Bellamy sem gerir sér grein fyrir því að einhvern tímann mun Wales tapa leik undir hans stjórn: „Ég er ekki það einfaldur að halda að þessar stundir komi ekki. Ég veit ekki hvenær en það mun gerast. Mér finnst eins og að sumir séu að bíða eftir því. Ég veit þetta og verð að vera rólegur yfir því,“ saðgi Bellamy. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Sjá meira
Bellamy komst stundum í fréttirnar fyrir vafasama hluti utan vallar, þegar hann var sjálfur leikmaður hjá Liverpool og Manchester City. Frægast er kannski þegar hann réðst á liðsfélaga sinn í Liverpool, John Arne Riise, og lamdi hann með golfkylfu. Sem landsliðsþjálfari Wales hefur Bellamy hins vegar verið yfirvegaður og sannfærandi, og eins og íslenskir blaðamenn geta vottað einnig vinalegur og duglegur við að hrósa andstæðingum í viðtölum. Eftir að hafa verið aðstoðarmaður Vincent Kompany, fyrrverandi liðsfélaga síns, hjá bæði Anderlecht og Burnley, tók Bellamy við velska liðinu í júlí og undir hans stjórn hefur Wales ekki tapað einum einasta leik. „Mér finnst líklega mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur – ég er alveg með fullu viti,“ sagði Bellamy eftir sigurinn gegn Íslandi í gær. „Fólk hélt að ég myndi vera hlaupandi út á völl að ýta dómaranum og eitthvað slíkt, fá rautt spjald,“ sagði Bellamy sem fékk að vísu gult spjald fyrir mótmæli á leiknum í gær, líkt og Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari Íslands. En það var ekkert óvenjulegt við hegðun Bellamy. Þið hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ „Það ýtti mér líklega út í þjálfun að vilja sýna að ég sé ekki svona [brjálæðingur sem ýtir dómaranum]. Fólk var oft að tala um skapið mitt. „Já en hvað með skapið í honum?“ Þá hugsaði ég: „Í alvöru? Núna fáið þið að sjá þessa hlið á mér.““ Bellamy, sem á sínum tíma var landsliðsfyrirliði Wales, bætti við: „En þið [fjölmiðlar] höfðuð áhyggjur og hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ Ég get alveg skilið það. En ég verð enn rólegri og vinalegri þegar hlutirnir ganga illa. Núna er versti tíminn til að ná mér því tilfinningarnar mínar eru úti um allt. En treystið mér, maður kemst ekkert áfram með því að vera þannig,“ sagði Bellamy sem gerir sér grein fyrir því að einhvern tímann mun Wales tapa leik undir hans stjórn: „Ég er ekki það einfaldur að halda að þessar stundir komi ekki. Ég veit ekki hvenær en það mun gerast. Mér finnst eins og að sumir séu að bíða eftir því. Ég veit þetta og verð að vera rólegur yfir því,“ saðgi Bellamy.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Sjá meira