„Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 08:01 Craig Bellamy veifaði fingri þegar Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, mótmælti þriðja marki Wales í gær. Davíð Snorri fékk að lokum gult spjald, eins og Bellamy hafði reyndar fengið fyrr í leiknum. Getty/Nick Potts Craig Bellamy stýrði Wales til 4-1 sigurs gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta í gærkvöldi og þar með vann Wales sinn riðil í B-deildinni, og komst beint upp í A-deild. Hann er stoltur af sjálfum sér og vill sýna fólki að hann sé enginn brjálæðingur. Bellamy komst stundum í fréttirnar fyrir vafasama hluti utan vallar, þegar hann var sjálfur leikmaður hjá Liverpool og Manchester City. Frægast er kannski þegar hann réðst á liðsfélaga sinn í Liverpool, John Arne Riise, og lamdi hann með golfkylfu. Sem landsliðsþjálfari Wales hefur Bellamy hins vegar verið yfirvegaður og sannfærandi, og eins og íslenskir blaðamenn geta vottað einnig vinalegur og duglegur við að hrósa andstæðingum í viðtölum. Eftir að hafa verið aðstoðarmaður Vincent Kompany, fyrrverandi liðsfélaga síns, hjá bæði Anderlecht og Burnley, tók Bellamy við velska liðinu í júlí og undir hans stjórn hefur Wales ekki tapað einum einasta leik. „Mér finnst líklega mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur – ég er alveg með fullu viti,“ sagði Bellamy eftir sigurinn gegn Íslandi í gær. „Fólk hélt að ég myndi vera hlaupandi út á völl að ýta dómaranum og eitthvað slíkt, fá rautt spjald,“ sagði Bellamy sem fékk að vísu gult spjald fyrir mótmæli á leiknum í gær, líkt og Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari Íslands. En það var ekkert óvenjulegt við hegðun Bellamy. Þið hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ „Það ýtti mér líklega út í þjálfun að vilja sýna að ég sé ekki svona [brjálæðingur sem ýtir dómaranum]. Fólk var oft að tala um skapið mitt. „Já en hvað með skapið í honum?“ Þá hugsaði ég: „Í alvöru? Núna fáið þið að sjá þessa hlið á mér.““ Bellamy, sem á sínum tíma var landsliðsfyrirliði Wales, bætti við: „En þið [fjölmiðlar] höfðuð áhyggjur og hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ Ég get alveg skilið það. En ég verð enn rólegri og vinalegri þegar hlutirnir ganga illa. Núna er versti tíminn til að ná mér því tilfinningarnar mínar eru úti um allt. En treystið mér, maður kemst ekkert áfram með því að vera þannig,“ sagði Bellamy sem gerir sér grein fyrir því að einhvern tímann mun Wales tapa leik undir hans stjórn: „Ég er ekki það einfaldur að halda að þessar stundir komi ekki. Ég veit ekki hvenær en það mun gerast. Mér finnst eins og að sumir séu að bíða eftir því. Ég veit þetta og verð að vera rólegur yfir því,“ saðgi Bellamy. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Bellamy komst stundum í fréttirnar fyrir vafasama hluti utan vallar, þegar hann var sjálfur leikmaður hjá Liverpool og Manchester City. Frægast er kannski þegar hann réðst á liðsfélaga sinn í Liverpool, John Arne Riise, og lamdi hann með golfkylfu. Sem landsliðsþjálfari Wales hefur Bellamy hins vegar verið yfirvegaður og sannfærandi, og eins og íslenskir blaðamenn geta vottað einnig vinalegur og duglegur við að hrósa andstæðingum í viðtölum. Eftir að hafa verið aðstoðarmaður Vincent Kompany, fyrrverandi liðsfélaga síns, hjá bæði Anderlecht og Burnley, tók Bellamy við velska liðinu í júlí og undir hans stjórn hefur Wales ekki tapað einum einasta leik. „Mér finnst líklega mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur – ég er alveg með fullu viti,“ sagði Bellamy eftir sigurinn gegn Íslandi í gær. „Fólk hélt að ég myndi vera hlaupandi út á völl að ýta dómaranum og eitthvað slíkt, fá rautt spjald,“ sagði Bellamy sem fékk að vísu gult spjald fyrir mótmæli á leiknum í gær, líkt og Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari Íslands. En það var ekkert óvenjulegt við hegðun Bellamy. Þið hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ „Það ýtti mér líklega út í þjálfun að vilja sýna að ég sé ekki svona [brjálæðingur sem ýtir dómaranum]. Fólk var oft að tala um skapið mitt. „Já en hvað með skapið í honum?“ Þá hugsaði ég: „Í alvöru? Núna fáið þið að sjá þessa hlið á mér.““ Bellamy, sem á sínum tíma var landsliðsfyrirliði Wales, bætti við: „En þið [fjölmiðlar] höfðuð áhyggjur og hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ Ég get alveg skilið það. En ég verð enn rólegri og vinalegri þegar hlutirnir ganga illa. Núna er versti tíminn til að ná mér því tilfinningarnar mínar eru úti um allt. En treystið mér, maður kemst ekkert áfram með því að vera þannig,“ sagði Bellamy sem gerir sér grein fyrir því að einhvern tímann mun Wales tapa leik undir hans stjórn: „Ég er ekki það einfaldur að halda að þessar stundir komi ekki. Ég veit ekki hvenær en það mun gerast. Mér finnst eins og að sumir séu að bíða eftir því. Ég veit þetta og verð að vera rólegur yfir því,“ saðgi Bellamy.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira