Tárvotur Nadal kvaddi: „Góð manneskja frá litlum bæ“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 09:32 Rafael Nadal þerrar tárin á kveðjustundinni í Málaga í gærkvöld. Getty/Clive Brunskill Spænska tennisgoðsögnin Rafa Nadal kvaddi með tár á hvarmi, og sömuleiðis mátti sjá tár í augum áhorfenda, eftir að hann spilaði sinn síðasta leik í gærkvöld. Nadal, sem vann 22 risamót á sínum frábæra ferli, tilkynnti í október að hann hygðist leggja tennisspaðann á hilluna. Á glæsilegum ferli settu meiðsli stórt strik í reikninginn síðustu misserin. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Hinn 38 ára gamli Nadal lauk 23 ára ferli sem atvinnumaður á því að spila með spænska landsliðinu í Davis Cup, á heimavelli í Málaga. Hann endaði á tapi gegn Botic van de Zandschulp frá Hollandi í 8-liða úrslitum, 6-4 og 6-4. „Hringnum er þar með lokað“ „Ég tapaði fyrsta leiknum mínum á Davis Cup og núna þeim síðasta. Hringnum er þar með lokað,“ sagði Nadal við blaðamenn í gærkvöld eftir að aðdáendur höfðu kyrjað nafn hans og hyllt hann. Rafa Nadal with tears in his eyes as he says goodbye to tennis. His family is in tears. We’re all in tears for this man. The greatest fighter in history… Rafael Nadal Parera.You. Are. Infinite. 🥹🇪🇸❤️🇪🇸 pic.twitter.com/mMCrqESpLR— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) November 19, 2024 „Sannleikurinn er sá að maður vill aldrei að það komi að þessum tímapunkti. Ég er ekki þreyttur á að spila tennis en líkaminn minn vill ekki spila lengur og maður verður að sætta sig við það,“ sagði Nadal en bætti við að það væru forréttindi að hafa getað spilað svona lengi. Aðspurður hvernig hann vildi að sín yrði minnst svaraði Spánverjinn geðugi: „Ég myndi óska að fólk myndi eftir mér sem góðri manneskju frá litlum bæ í Mallorca. Að ég hefði átt þetta líf. Ég átti frænda sem var tennisþjálfari í bænum mínum þegar ég var lítill krakki. Bara krakki sem að elti drauminn sinn og lagði allt í sölurnar til að ná þangað sem ég hef náð. Það er þannig að margir leggja hart að sér, reyna sitt allra besta alla daga. Ég er einn af þeim sem varð heppinn,“ sagði Nadal. Tennis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Nadal, sem vann 22 risamót á sínum frábæra ferli, tilkynnti í október að hann hygðist leggja tennisspaðann á hilluna. Á glæsilegum ferli settu meiðsli stórt strik í reikninginn síðustu misserin. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Hinn 38 ára gamli Nadal lauk 23 ára ferli sem atvinnumaður á því að spila með spænska landsliðinu í Davis Cup, á heimavelli í Málaga. Hann endaði á tapi gegn Botic van de Zandschulp frá Hollandi í 8-liða úrslitum, 6-4 og 6-4. „Hringnum er þar með lokað“ „Ég tapaði fyrsta leiknum mínum á Davis Cup og núna þeim síðasta. Hringnum er þar með lokað,“ sagði Nadal við blaðamenn í gærkvöld eftir að aðdáendur höfðu kyrjað nafn hans og hyllt hann. Rafa Nadal with tears in his eyes as he says goodbye to tennis. His family is in tears. We’re all in tears for this man. The greatest fighter in history… Rafael Nadal Parera.You. Are. Infinite. 🥹🇪🇸❤️🇪🇸 pic.twitter.com/mMCrqESpLR— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) November 19, 2024 „Sannleikurinn er sá að maður vill aldrei að það komi að þessum tímapunkti. Ég er ekki þreyttur á að spila tennis en líkaminn minn vill ekki spila lengur og maður verður að sætta sig við það,“ sagði Nadal en bætti við að það væru forréttindi að hafa getað spilað svona lengi. Aðspurður hvernig hann vildi að sín yrði minnst svaraði Spánverjinn geðugi: „Ég myndi óska að fólk myndi eftir mér sem góðri manneskju frá litlum bæ í Mallorca. Að ég hefði átt þetta líf. Ég átti frænda sem var tennisþjálfari í bænum mínum þegar ég var lítill krakki. Bara krakki sem að elti drauminn sinn og lagði allt í sölurnar til að ná þangað sem ég hef náð. Það er þannig að margir leggja hart að sér, reyna sitt allra besta alla daga. Ég er einn af þeim sem varð heppinn,“ sagði Nadal.
Tennis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira