Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:14 Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur Íslands hefur sýknað íslenska ríkið af nokkurra milljarða króna kröfu Reykjavíkurborgar í tengslum við framlög ríkisins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna, sem borgin sagði vangoldið framlag úr svokölluðum Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ágreiningurinn snerist um hvort íslenska ríkið hefði mátt undanskilja Reykjavíkurborg frá jöfnunarframlagi vegna reksturs grunnskóla og framlagi vegna nýbúafræðslu með reglugerð árin 2015 til 2019. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta árs en dómstóllinn dæmdi íslenska ríkið til að greiða borginni 3,4 milljarða króna vegna ógreiddra framlaga úr sjóðnum. Héraðsdómari taldi ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Ríkið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem sneri dóminum við. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Reykjavíkurborg teldi fyrirmæli reglugerðar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum í andstöðu við Stjórnarskrána. Í 78. grein stjórnarskrárinnar segir að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum. Reglugerðin sem um ræðir tók gildi árið 2002 og átti stoð í lögum frá 1996 um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Með lögunum var rekstur grunnskóla færður frá ríki til sveitarfélaga. Hæstaréttardómari rakti aðdraganda flutningsins og tók fram að það hafi verið ótvíræð forsenda fyrir flutningi grunnskóla til sveitarfélaga árið 1996 að kostnaðarauki Reykjavíkurborgar vegna grunnskólanna yrði að fullu fjármagnaður með hækkun útsvars og hann undanskilinn framlögum úr Jöfnunarsjóði. Vegna þeirra forsendna hefðu jöfnunarframlög til Reykjavíkurborgar aldrei verið reiknuð út og engin stjórnvaldsfyrirmæli sett um að fella þau niður. Því taldi Hæstiréttur ekki að löggjafinn hefði framselt ráðherra vald til að meta hvort eða á hvaða grunni Reykjavíkurborg ætti rétt til að njóta framlaganna. Þá féllst Hæstiréttur ekki á það með Reykjavíkurborg að fyrirmæli reglugerðarinnar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum hafi skort stoð í lögum og verið í andstöðu við 78. grein stjórnarskrárinnar. Íslenska ríkið var því sem fyrr segir sýknað af kröfum Reykjavíkurborgar og var borginni gert að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Dómsmál Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna, sem borgin sagði vangoldið framlag úr svokölluðum Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ágreiningurinn snerist um hvort íslenska ríkið hefði mátt undanskilja Reykjavíkurborg frá jöfnunarframlagi vegna reksturs grunnskóla og framlagi vegna nýbúafræðslu með reglugerð árin 2015 til 2019. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta árs en dómstóllinn dæmdi íslenska ríkið til að greiða borginni 3,4 milljarða króna vegna ógreiddra framlaga úr sjóðnum. Héraðsdómari taldi ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Ríkið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem sneri dóminum við. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Reykjavíkurborg teldi fyrirmæli reglugerðar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum í andstöðu við Stjórnarskrána. Í 78. grein stjórnarskrárinnar segir að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum. Reglugerðin sem um ræðir tók gildi árið 2002 og átti stoð í lögum frá 1996 um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Með lögunum var rekstur grunnskóla færður frá ríki til sveitarfélaga. Hæstaréttardómari rakti aðdraganda flutningsins og tók fram að það hafi verið ótvíræð forsenda fyrir flutningi grunnskóla til sveitarfélaga árið 1996 að kostnaðarauki Reykjavíkurborgar vegna grunnskólanna yrði að fullu fjármagnaður með hækkun útsvars og hann undanskilinn framlögum úr Jöfnunarsjóði. Vegna þeirra forsendna hefðu jöfnunarframlög til Reykjavíkurborgar aldrei verið reiknuð út og engin stjórnvaldsfyrirmæli sett um að fella þau niður. Því taldi Hæstiréttur ekki að löggjafinn hefði framselt ráðherra vald til að meta hvort eða á hvaða grunni Reykjavíkurborg ætti rétt til að njóta framlaganna. Þá féllst Hæstiréttur ekki á það með Reykjavíkurborg að fyrirmæli reglugerðarinnar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum hafi skort stoð í lögum og verið í andstöðu við 78. grein stjórnarskrárinnar. Íslenska ríkið var því sem fyrr segir sýknað af kröfum Reykjavíkurborgar og var borginni gert að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Dómsmál Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira