Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:39 Guðni var sérstakur gestur á degi mannréttinda barna á Seltjarnarnesi. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. Guðni sagðist ekki alveg skilja taktík Kennarasambands Íslands í verkföllum sínum en eins og hefur verið ítarlega greint frá eru svokölluð skæruverkföll í gangi í tíu skólum. Fleiri skólar munu bætast við seinna. Grunn- og framhaldsskólar eru í tímabundnum verkföllum en leikskólarnir í ótímabundnum verkföllum. „Ég skil ekki alveg þá taktík sem er í gangi. Verkföll eru nauðsynlegur réttur allra launþega en svo er umhugsunarefni hvernig því vopni er beitt og jafnvel á hverjum það bitnar, saklausum sérstaklega,“ sagði Guðni en að það væri umræðuefni fyrir annan tíma. Hann hafi ætlað sér að vera stuttorður því erfitt sé að keppa við jólasveina og aðra skemmtun. Fjölmargir foreldrar barna sem eru í verkfalli hafa lýst yfir óánægju með taktík kennara. Umboðsmaður barna sagði í tilkynningu fyrr í mánuðinum að verkföllin mismunuðu börnum. Sjá einnig: Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Í ræðu sinni þakkaði Guðni einnig Seltirningum fyrir góða kennslu og uppeldi sem börn hans hlutu í leikskólanum en fjölskyldan var búsett þar áður en þau fluttu á Bessastaði. Í auglýsingu fyrir viðburðinn kom fram að í boði yrðu pizzur og gos frá 107, kökur, andlitsmálning, blöðrudýr og Íþróttaálfurinn. Þá kom einnig fram að Guðni myndi kasta kveðju á hópinn. Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Seltjarnarnes Réttindi barna Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47 Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Tónlistarkonan Salka Sól hélt eldræðu í Ráðhúsi Reykjavíkur af svölum borgarstjórnarsalsins þegar fundur borgarstjórnar fór þar fram í hádeginu í gær. Salka hélt ræðuna fyrir hönd foreldra leikskólabarna vegna verkfalls kennara en hún segir verkfallið hafa djúpstæð áhrif á börnin. 20. nóvember 2024 15:45 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Guðni sagðist ekki alveg skilja taktík Kennarasambands Íslands í verkföllum sínum en eins og hefur verið ítarlega greint frá eru svokölluð skæruverkföll í gangi í tíu skólum. Fleiri skólar munu bætast við seinna. Grunn- og framhaldsskólar eru í tímabundnum verkföllum en leikskólarnir í ótímabundnum verkföllum. „Ég skil ekki alveg þá taktík sem er í gangi. Verkföll eru nauðsynlegur réttur allra launþega en svo er umhugsunarefni hvernig því vopni er beitt og jafnvel á hverjum það bitnar, saklausum sérstaklega,“ sagði Guðni en að það væri umræðuefni fyrir annan tíma. Hann hafi ætlað sér að vera stuttorður því erfitt sé að keppa við jólasveina og aðra skemmtun. Fjölmargir foreldrar barna sem eru í verkfalli hafa lýst yfir óánægju með taktík kennara. Umboðsmaður barna sagði í tilkynningu fyrr í mánuðinum að verkföllin mismunuðu börnum. Sjá einnig: Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Í ræðu sinni þakkaði Guðni einnig Seltirningum fyrir góða kennslu og uppeldi sem börn hans hlutu í leikskólanum en fjölskyldan var búsett þar áður en þau fluttu á Bessastaði. Í auglýsingu fyrir viðburðinn kom fram að í boði yrðu pizzur og gos frá 107, kökur, andlitsmálning, blöðrudýr og Íþróttaálfurinn. Þá kom einnig fram að Guðni myndi kasta kveðju á hópinn.
Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Seltjarnarnes Réttindi barna Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47 Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Tónlistarkonan Salka Sól hélt eldræðu í Ráðhúsi Reykjavíkur af svölum borgarstjórnarsalsins þegar fundur borgarstjórnar fór þar fram í hádeginu í gær. Salka hélt ræðuna fyrir hönd foreldra leikskólabarna vegna verkfalls kennara en hún segir verkfallið hafa djúpstæð áhrif á börnin. 20. nóvember 2024 15:45 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47
Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Tónlistarkonan Salka Sól hélt eldræðu í Ráðhúsi Reykjavíkur af svölum borgarstjórnarsalsins þegar fundur borgarstjórnar fór þar fram í hádeginu í gær. Salka hélt ræðuna fyrir hönd foreldra leikskólabarna vegna verkfalls kennara en hún segir verkfallið hafa djúpstæð áhrif á börnin. 20. nóvember 2024 15:45
Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59