„Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2024 06:29 Svo virðist sem flestir Grindvíkingar sem fluttust á brott séu nú komnir í nýtt húsnæði. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út á fasteignamarkaðnum. Í skýrslunni segir að íbúar sem áttu lögheimili í Grindavík í nóvember 2023 hafi verið að baki einum af hverjum fjórum kaupsamningum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í ár. Alls hafi 714 kaupendur frá Grindavík gengið frá kaupum á árinu um land allt. Á síðustu mánuðum hafi þó dregið úr þessum „áhrifum“ á fasteignamarkaðinn en þinglýstir kaupsamningar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi verið álíka margir í ágúst síðastliðnum og á sama tíma í fyrra og kaupverðsjá bendi til þess að haustið hafi í raun einnig verið svipað og í fyrra. Bilið á leiguverði að breikka Fasteignamarkaðurinn hafi kólnað á haustmánuðum samanborið við vor og sumar en eftirspurn sé engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Framboð hafi aukist en eftirspurn eftir ódýrum íbúðum sé mikið sem bendi til þess að auglýstar íbúðir séu ekki verðlagðar í takt við þarfir markaðarins. Í skýrslunni segir einnig að leiguverð hafi hækkað aftur eftir tveggja mánaða lækkun en greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkað mun hraðar en leiguverð á síðustu árum. Airbnb-íbúðir á markaði voru rúmlega 9.000 talsins í sumar og meirihlutinn skráður á leigusala eða leigumiðlara. „Bilið hefur breikkað á milli markaðsleigu og leiguverðs íbúða sem ekki eru reknar á hagnaðarforsendum á síðasta ári. Íbúðir í eigu einstaklinga og leigusala eru leigðar út á 250 til 350 þúsund krónum á mánuði, á meðan íbúðir í eigu sveitarfélaga og óhagnaðardrifinna leigufélaga eru leigðar út á 100 til 200 þúsund krónum á mánuði,“ segir í skýrslunni. Hér má finna skýrsluna í heild. Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Neytendur Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Í skýrslunni segir að íbúar sem áttu lögheimili í Grindavík í nóvember 2023 hafi verið að baki einum af hverjum fjórum kaupsamningum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í ár. Alls hafi 714 kaupendur frá Grindavík gengið frá kaupum á árinu um land allt. Á síðustu mánuðum hafi þó dregið úr þessum „áhrifum“ á fasteignamarkaðinn en þinglýstir kaupsamningar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi verið álíka margir í ágúst síðastliðnum og á sama tíma í fyrra og kaupverðsjá bendi til þess að haustið hafi í raun einnig verið svipað og í fyrra. Bilið á leiguverði að breikka Fasteignamarkaðurinn hafi kólnað á haustmánuðum samanborið við vor og sumar en eftirspurn sé engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Framboð hafi aukist en eftirspurn eftir ódýrum íbúðum sé mikið sem bendi til þess að auglýstar íbúðir séu ekki verðlagðar í takt við þarfir markaðarins. Í skýrslunni segir einnig að leiguverð hafi hækkað aftur eftir tveggja mánaða lækkun en greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkað mun hraðar en leiguverð á síðustu árum. Airbnb-íbúðir á markaði voru rúmlega 9.000 talsins í sumar og meirihlutinn skráður á leigusala eða leigumiðlara. „Bilið hefur breikkað á milli markaðsleigu og leiguverðs íbúða sem ekki eru reknar á hagnaðarforsendum á síðasta ári. Íbúðir í eigu einstaklinga og leigusala eru leigðar út á 250 til 350 þúsund krónum á mánuði, á meðan íbúðir í eigu sveitarfélaga og óhagnaðardrifinna leigufélaga eru leigðar út á 100 til 200 þúsund krónum á mánuði,“ segir í skýrslunni. Hér má finna skýrsluna í heild.
Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Neytendur Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira