Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 21. nóvember 2024 12:15 Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og verja réttindi og kjör einyrkja og sjálfstætt starfandi. Staða þess hóps getur verið mjög misjöfn en í mjög mörgum tilfellum er gengið á réttindi þeirra. Einyrkjar og sjálfstætt starfandi sem starfa mikið fyrir stór fyrirtæki eða stofnanir geta oft illa varist sterkri samningsstöðu stóru aðilanna, geta ekki verðlagt sig eftir eigin verðleikum og hafa oftar en ekki litla stjórn á sínum vinnutíma og aðstæðum. Stjórnmálamenn þurfa því að huga sérstaklega að kjörum og aðstæðum þeirra og við í Samfylkingunni höfnum hvers kyns hugmyndum um að einyrkjar og sjálfstætt starfandi séu skattlagðir umfram aðra hópa. Kvikmyndageirinn skiptir landið miklu máli enda mikil verðmætasköpun sem þar fer fram. Við höfum upp á fjölmargt að bjóða sem gerir okkur eftirsótt. Þá er það ekki bara okkar fallega land heldur eru það sérfræðingarnir, kvikmyndagerðarfólkið, sem hafa framúrskarandi hæfileika sem er langstærsti þátturinn sem erlend stórfyrirtæki sækja í. Okkur ber að tryggja þessu frábæra fólki viðunandi starfsaðstæður og starfskjör. Gigg- eða deilihagkerfið hefur sína kosti og galla. Það getur verið eftirsóknarvert að taka upp nýjar aðferðir við atvinnusköpun en sporin hræða. Það er mjög brýnt að tryggja hagsmuni fólksins þegar nýjungar eru teknar upp. Hver tryggir fólki veikindaréttinn þegar þú ert verkefnaráðinn? Hver er uppsagnarfresturinn þinn? Færðu fæðingarorlof og hvernig er með sumarorlofið þitt? Því miður er neikvæða hlið deilihagkerfisins sú að þessir grundvallarþættir eru oft hunsaðir og hreinlega tapast. Það viljum við ekki. Við sem norrænt velferðarsamfélag eigum að styðja hvert annað þegar á reynir. Hvað þarf að gera til að verja stöðu einyrkja og sjálfstætt starfandi? Það þarf að tryggja að ákvæði kjarasamninga verkalýðsfélaga séu virt í einu og öllu og að tekið sé tillit til þeirra réttinda sem kjarasamningar kveða á um. Við þurfum að tryggja að sterkir aðilar geti ekki haft hamlandi áhrif á samkeppni á íslenskum vinnumarkaði. Þá verður að tryggja að samkeppnislög séu virt en ekki á kostnað launafólks, einyrkja eða sjálfstætt starfandi. Styrkja þarf verulega Samkeppniseftirlitið enda er það megin forsenda þess að mögulegt sé að bregðast við grunsemdum um brot á samkeppnislögum að eftirlitið hafi fjármagn og mannafla til að beita sér í þeim málum. Raunin er hins vegar sú að Samkeppniseftirlitið hefur verið fjársvelt á undanförnum árum. Tryggja þarf að einyrkjar og sjálfstætt starfandi einstaklingar geti leitað til aðila sem geta veitt stuðning þegar grunur er um að á þeim sé brotið. Félagsleg undirboð verður að stöðva hvar sem þau er að finna. Stöndum vörð um réttindi fólksins! Höfundur er formaður RSÍ, fyrrv. forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og verja réttindi og kjör einyrkja og sjálfstætt starfandi. Staða þess hóps getur verið mjög misjöfn en í mjög mörgum tilfellum er gengið á réttindi þeirra. Einyrkjar og sjálfstætt starfandi sem starfa mikið fyrir stór fyrirtæki eða stofnanir geta oft illa varist sterkri samningsstöðu stóru aðilanna, geta ekki verðlagt sig eftir eigin verðleikum og hafa oftar en ekki litla stjórn á sínum vinnutíma og aðstæðum. Stjórnmálamenn þurfa því að huga sérstaklega að kjörum og aðstæðum þeirra og við í Samfylkingunni höfnum hvers kyns hugmyndum um að einyrkjar og sjálfstætt starfandi séu skattlagðir umfram aðra hópa. Kvikmyndageirinn skiptir landið miklu máli enda mikil verðmætasköpun sem þar fer fram. Við höfum upp á fjölmargt að bjóða sem gerir okkur eftirsótt. Þá er það ekki bara okkar fallega land heldur eru það sérfræðingarnir, kvikmyndagerðarfólkið, sem hafa framúrskarandi hæfileika sem er langstærsti þátturinn sem erlend stórfyrirtæki sækja í. Okkur ber að tryggja þessu frábæra fólki viðunandi starfsaðstæður og starfskjör. Gigg- eða deilihagkerfið hefur sína kosti og galla. Það getur verið eftirsóknarvert að taka upp nýjar aðferðir við atvinnusköpun en sporin hræða. Það er mjög brýnt að tryggja hagsmuni fólksins þegar nýjungar eru teknar upp. Hver tryggir fólki veikindaréttinn þegar þú ert verkefnaráðinn? Hver er uppsagnarfresturinn þinn? Færðu fæðingarorlof og hvernig er með sumarorlofið þitt? Því miður er neikvæða hlið deilihagkerfisins sú að þessir grundvallarþættir eru oft hunsaðir og hreinlega tapast. Það viljum við ekki. Við sem norrænt velferðarsamfélag eigum að styðja hvert annað þegar á reynir. Hvað þarf að gera til að verja stöðu einyrkja og sjálfstætt starfandi? Það þarf að tryggja að ákvæði kjarasamninga verkalýðsfélaga séu virt í einu og öllu og að tekið sé tillit til þeirra réttinda sem kjarasamningar kveða á um. Við þurfum að tryggja að sterkir aðilar geti ekki haft hamlandi áhrif á samkeppni á íslenskum vinnumarkaði. Þá verður að tryggja að samkeppnislög séu virt en ekki á kostnað launafólks, einyrkja eða sjálfstætt starfandi. Styrkja þarf verulega Samkeppniseftirlitið enda er það megin forsenda þess að mögulegt sé að bregðast við grunsemdum um brot á samkeppnislögum að eftirlitið hafi fjármagn og mannafla til að beita sér í þeim málum. Raunin er hins vegar sú að Samkeppniseftirlitið hefur verið fjársvelt á undanförnum árum. Tryggja þarf að einyrkjar og sjálfstætt starfandi einstaklingar geti leitað til aðila sem geta veitt stuðning þegar grunur er um að á þeim sé brotið. Félagsleg undirboð verður að stöðva hvar sem þau er að finna. Stöndum vörð um réttindi fólksins! Höfundur er formaður RSÍ, fyrrv. forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar