SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2024 18:15 Jakob Jóhann Sveinson er margfaldur Ólympíufari og verkfræðingur en hann stýrði vinnunni á vegum Sundsambands Íslands. Getty/Adam Pretty Sundsamband Íslands hefur sent frá sér niðurstöður úr skýrslu um sundlaugarmannvirki á Íslandi. Margfaldur Ólympíufari stýrði vinnunni. Það kemur meðal annars fram í fréttatilkynningu frá SSÍ að skortur er á innsundlaug hjá tveimur þekktum vöggum sundíþróttarinnar á Íslandi. Þetta þýðir að sundæfingar keppnisfólks sem og innlend og erlend sundmót hafi átt undir högg að sækja á þessum útungarstöðum íslensks keppnisfólks í sundi. Skertar æfingar hafa ekki skilað sundfólkinu tilætluðum árangri. Akranes og Akureyri í vandræðum Nú vantar því sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri þar sem sundkennsla hefur ítrekað verið felld niður vegna veðurs. Margir frábærir sundmenn hafa einmitt komið frá Akranesi og Akureyri í gegnum tíðina. SSÍ telur mikilvægt að koma því sjónarmiði á framfæri að sundíþróttamannvirki séu byggð eða endurgerð með það markmið að styðja við sundkennslu, æfinga- og keppnisfólk. Í því samhengi má nefna mikilvægi þess að hægt sé að stunda kennslu og æfingar allt árið um kring innandyra, til að sporna gegn þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár þar sem loka hefur þurft sundlaugum vegna heitavatnsskorts sem veldur því að sundkennsla og æfingar hafa verið felldar niður. Í þeim tilgangi hefur SSÍ unnið að þarfagreiningu er varðar byggingu sundlaugarmannvirkja hér á landi. Margfaldur Ólympíufari stýrði vinnunni Jakob Jóhann Sveinsson, margfaldur Ólympíufari og verkfræðingur, stýrði vinnunni ásamt þeim Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni Arkitekt og Eyleifi Jóhannessyni yfirmanni landsliðsmála hjá SSÍ. Að auki voru ýmsir aðilar úr sundhreyfingunni fengnir til að gefa álit sitt á einstökum þáttum á sérsviði viðkomandi eins og sundkennslu, dómgæslu á mótum, alþjóðlegra staðla fyrir keppnislaugar og margt fleira. Markmið SSÍ með útgáfu og dreifingu á þessari yfirgripsmiklu skýrslu er að vekja athygli á öllum þeim mikilvægu þáttum sem horfa þarf til við byggingu sundlaugarmannvirkja þannig að þau nýtist til sundkennslu og að byggja upp afreksmenn í sundi samhliða því að gagnast öðrum notendum. Margir fá skýrsluna SSÍ mun senda skýrsluna til allra sveitarfélaga, stofnana og framkvæmdaaðila með von um að hún komi að góðum notum sem uppflettirit þegar ákvarðanir um byggingu næstu sundlauga verða teknar. Í þessu samhengi vill SSÍ koma því á framfæri að gríðarlega mikilvægt er að byggja sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri, en þar hefur sundkennsla ítrekað verið felld niður vegna veðurs auk þess sem skertar æfingar hafa ekki skilað sundfólkinu tilætluðum árangri. Sund Akureyri Akranes Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Sjá meira
Það kemur meðal annars fram í fréttatilkynningu frá SSÍ að skortur er á innsundlaug hjá tveimur þekktum vöggum sundíþróttarinnar á Íslandi. Þetta þýðir að sundæfingar keppnisfólks sem og innlend og erlend sundmót hafi átt undir högg að sækja á þessum útungarstöðum íslensks keppnisfólks í sundi. Skertar æfingar hafa ekki skilað sundfólkinu tilætluðum árangri. Akranes og Akureyri í vandræðum Nú vantar því sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri þar sem sundkennsla hefur ítrekað verið felld niður vegna veðurs. Margir frábærir sundmenn hafa einmitt komið frá Akranesi og Akureyri í gegnum tíðina. SSÍ telur mikilvægt að koma því sjónarmiði á framfæri að sundíþróttamannvirki séu byggð eða endurgerð með það markmið að styðja við sundkennslu, æfinga- og keppnisfólk. Í því samhengi má nefna mikilvægi þess að hægt sé að stunda kennslu og æfingar allt árið um kring innandyra, til að sporna gegn þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár þar sem loka hefur þurft sundlaugum vegna heitavatnsskorts sem veldur því að sundkennsla og æfingar hafa verið felldar niður. Í þeim tilgangi hefur SSÍ unnið að þarfagreiningu er varðar byggingu sundlaugarmannvirkja hér á landi. Margfaldur Ólympíufari stýrði vinnunni Jakob Jóhann Sveinsson, margfaldur Ólympíufari og verkfræðingur, stýrði vinnunni ásamt þeim Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni Arkitekt og Eyleifi Jóhannessyni yfirmanni landsliðsmála hjá SSÍ. Að auki voru ýmsir aðilar úr sundhreyfingunni fengnir til að gefa álit sitt á einstökum þáttum á sérsviði viðkomandi eins og sundkennslu, dómgæslu á mótum, alþjóðlegra staðla fyrir keppnislaugar og margt fleira. Markmið SSÍ með útgáfu og dreifingu á þessari yfirgripsmiklu skýrslu er að vekja athygli á öllum þeim mikilvægu þáttum sem horfa þarf til við byggingu sundlaugarmannvirkja þannig að þau nýtist til sundkennslu og að byggja upp afreksmenn í sundi samhliða því að gagnast öðrum notendum. Margir fá skýrsluna SSÍ mun senda skýrsluna til allra sveitarfélaga, stofnana og framkvæmdaaðila með von um að hún komi að góðum notum sem uppflettirit þegar ákvarðanir um byggingu næstu sundlauga verða teknar. Í þessu samhengi vill SSÍ koma því á framfæri að gríðarlega mikilvægt er að byggja sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri, en þar hefur sundkennsla ítrekað verið felld niður vegna veðurs auk þess sem skertar æfingar hafa ekki skilað sundfólkinu tilætluðum árangri.
Sund Akureyri Akranes Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Sjá meira