Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2024 13:18 Unnið að viðgerð á Njarðvíkurlögn í vetur. Vísir/Ívar Fannar Undirbúningur gengur vel við Rockville borholuna á Reykjanesi og standa vonir til að hún verði tilbúin til notkunar í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í morgun. Þegar svokölluð Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur í febrúar á þessu ári vegna hraunflæðis raungerðist sú erfiða staða að Suðurnesin voru heitavatnslaus. „Í kjölfarið tóku stjórnvöld forystu um leit að heitu vatni á Reykjanesi. Lagður var til 1 milljarður kr. í jarðhitaleit á Suðurnesjum til að tryggja neyðarhitaveitu á svæðinu. Árangur átaksins benti til þess að svonefnd Rockville borhola lofaði góðu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Í kjölfarið var sett af stað vinna við borholuna og stóðu vonir til að hún yrði komin í notkun í lok desember. Vegna seinkunar í afhendingu á sértækum búnaði er hins vegar nú gert ráð fyrir að borholan verði komin í notkun í janúar 2025. „Vinna er þó í fullum gangi og er þegar er búið að setja upp spennistöð fyrir rafmagn við borstæðið, gufukatlar sem leigðir voru eru á leið til landsins og unnið er að lagningu stofnlagna. Þá er gert ráð fyrir að álagsprófunum verði lokið um áramótin.“ Með Rockville borholunni til forhitunar og einni varmaskiptistöð, sem kynnt er með olíuknúnum gufukötlum, áætla sérfræðingar Verkís að hægt verði að framleiða samtals um 50 l/sek. af 80-85°C heitu vatni, sem nægir til að halda veitukerfi HS Orku frostfríu. Um 150-200 l/sek. af 80-85°C heitu vatni þarf hins vegar til að halda húsnæði á Suðurnesjum frostfríu, og er nú unnið að undirbúningi þess að leigja fleiri gufukatla svo hægt sé að bregðast við, komi sú staða upp aftur að virkjunarinnar í Svartsengi njóti ekki við. „Mikil vinna hefur átt sér stað frá því Njarðvíkurlögnin frá Svartsengi fór í sundur síðastliðinn vetur og erum við betur í stakk búin en áður til að mæta slíkum vanda. Jarðhitaleitin sem farið var í skilaði okkur Rockville borholunni, sem komast ætti í notkun strax í upphafi næsta árs og verður þá góð viðbót við jarðhita á Suðurnesjunum. Ítarleg kortlagning verkefna og sá lærdómur sem við höfum dregið af eldgosum undanfarinna missera hefur líka skilað sínu. Þannig hefur sú ákvörðun að fergja lagnir með jarðvegslagi til að mynda skilað því að þær eru betur varðar en áður og hefur sú einangrun haldið enn sem komið er, þó hraun hafi runnið yfir Njarðvíkurlínu í þessu gosi. Þessari vinnu er þó ekki lokið og þurfa stjórnvöld, ásamt sveitarfélögum og orkufyrirtækjum að halda áfram að bæta orkuöryggi á Suðurnesjum og fylgjast grannt áfram með framvindu mála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Orkumál Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Þegar svokölluð Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur í febrúar á þessu ári vegna hraunflæðis raungerðist sú erfiða staða að Suðurnesin voru heitavatnslaus. „Í kjölfarið tóku stjórnvöld forystu um leit að heitu vatni á Reykjanesi. Lagður var til 1 milljarður kr. í jarðhitaleit á Suðurnesjum til að tryggja neyðarhitaveitu á svæðinu. Árangur átaksins benti til þess að svonefnd Rockville borhola lofaði góðu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Í kjölfarið var sett af stað vinna við borholuna og stóðu vonir til að hún yrði komin í notkun í lok desember. Vegna seinkunar í afhendingu á sértækum búnaði er hins vegar nú gert ráð fyrir að borholan verði komin í notkun í janúar 2025. „Vinna er þó í fullum gangi og er þegar er búið að setja upp spennistöð fyrir rafmagn við borstæðið, gufukatlar sem leigðir voru eru á leið til landsins og unnið er að lagningu stofnlagna. Þá er gert ráð fyrir að álagsprófunum verði lokið um áramótin.“ Með Rockville borholunni til forhitunar og einni varmaskiptistöð, sem kynnt er með olíuknúnum gufukötlum, áætla sérfræðingar Verkís að hægt verði að framleiða samtals um 50 l/sek. af 80-85°C heitu vatni, sem nægir til að halda veitukerfi HS Orku frostfríu. Um 150-200 l/sek. af 80-85°C heitu vatni þarf hins vegar til að halda húsnæði á Suðurnesjum frostfríu, og er nú unnið að undirbúningi þess að leigja fleiri gufukatla svo hægt sé að bregðast við, komi sú staða upp aftur að virkjunarinnar í Svartsengi njóti ekki við. „Mikil vinna hefur átt sér stað frá því Njarðvíkurlögnin frá Svartsengi fór í sundur síðastliðinn vetur og erum við betur í stakk búin en áður til að mæta slíkum vanda. Jarðhitaleitin sem farið var í skilaði okkur Rockville borholunni, sem komast ætti í notkun strax í upphafi næsta árs og verður þá góð viðbót við jarðhita á Suðurnesjunum. Ítarleg kortlagning verkefna og sá lærdómur sem við höfum dregið af eldgosum undanfarinna missera hefur líka skilað sínu. Þannig hefur sú ákvörðun að fergja lagnir með jarðvegslagi til að mynda skilað því að þær eru betur varðar en áður og hefur sú einangrun haldið enn sem komið er, þó hraun hafi runnið yfir Njarðvíkurlínu í þessu gosi. Þessari vinnu er þó ekki lokið og þurfa stjórnvöld, ásamt sveitarfélögum og orkufyrirtækjum að halda áfram að bæta orkuöryggi á Suðurnesjum og fylgjast grannt áfram með framvindu mála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Orkumál Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira