Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar 23. nóvember 2024 09:01 Raforka er sú tegund orku sem kemur upp í huga flestra þegar orku ber á góma. Annars konar orka fær minna pláss, bæði í huga hvers og eins og í almennri umræðu. Þann 9. október síðastliðinn sló Nesjavallavirkjun út og í kjölfarið var sundlaugum höfuðborgarsvæðisins lokað. Það þarf því ekki að líta lengra aftur en þessar örfáu vikur til að rifja upp skort á annarskonar orku en raforku. Hér er ég auðvitað að tala um varmaorku, eða það sem flest okkar kalla einfaldlega heita vatnið í daglegu tali. Heita vatnið er eitthvað sem við hugsum ekki endilega um sem orku og er það sennilegast vegna þess að flest erum við einfaldlega vön því að geta skrúfað frá krananum eða hækkað í ofninum og heitt vatn flæðir. Sama gildir um rafmagnið, það er bara þarna þegar stungið er í samband. Varminn í heita vatninu okkar er ástæðan fyrir því, a.m.k. við sem erum á heitum svæðum þar sem jarðhiti er nýttur til húshitunar, hugsum okkur ekki tvisvar um þegar við kyndum heimilið upp í meira en 20°C til þess eins að geta spásserað um á stuttermabol um hávetur. Það er ekki sjálfgefið að heita vatnið komi úr krananum þegar skrúfað er frá. Mörg átta sig ekki á því að það krefst mikillar vinnu að finna heitt vatn, bora eftir því og loks veita því til íbúa og atvinnulífs. Orka náttúrunnar hefur frá stofnun fyrirtækisins árið 2014 sinnt þessu hlutverki. Fyrirtækið á og rekur tvær stærstu jarðvarmavirkjanir landsins sem báðar eru staðsettar í Henglinum, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun, en samanlagt framleiða þær um 55 milljónir tonna af heitu vatni á ári hverju. Fyrirtækið framleiðir þar með þriðjung af öllu heitu vatni sem framleitt er á landinu. Orka náttúrunnar framleiðir líka raforku en jarðvarmavirkjanirnar okkar í Henglinum framleiða um 3,5 TWst af raforku á ári samhliða heita vatninu. Ofan á þetta á félagið vatnsaflsvirkjun í Andakílsá sem framleiðir um 0,03 TWst á ári. Þetta gerir okkur að næst stærsta raforkuframleiðanda landsins en þessar virkjanir framleiða um 17% af allri raforku landsins. Í raforkunni er Landsvirkjun auðvitað stærst með um 73% af framleiðslunni en HS Orka er þriðja stærst með um 7% framleiðslunnar. Mörg höfum við heyrt söguna af því hvernig hitaveitan bjargaði Reykjavík úr olíukreppu og drulluskýi með því að virkja jarðhitann og koma af stað hitaveitu. Þetta er að sjálfsögðu rétt en leiða má líkur að því að ef við hefðum ekki farið í hitaveituvæðinguna værum við flest, ef ekki öll, með rafhitun, líkt og á svokölluðum köldum svæðum víða um land (þ.e. svæði sem ekki eru með beina hitaveitu). Ef við lítum á framleiðslu Orku náttúrunnar á heitu vatni má ætla að til að svara sömu varmaþörf með rafhitun þyrfti að framleiða um 3,1 TWst af raforku á hverju ári, í ofanálag við alla aðra framleiðslu. Þetta er um þrefalt það rafmagn sem öll heimili landsins nota á ári. Það mætti því ætla að rafmagnsreikningar okkar, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu, væru töluvert hærri, húsin kaldari og sundlaugarnar færri ef ekki væri fyrir auðlindina okkar í Henglinum. Það er því ljóst að Orka náttúrunnar gegnir lykilhlutverki í orkuöflun og tryggir stórum hluta landsmanna aðgang að þeirri orku sem svo mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, bæði heitu vatni og rafmagni. Þess vegna er Orka náttúrunnar ómissandi hluti af þeim lífsgæðum sem við erum vön og verða vonandi óbreytt fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í Orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Raforka er sú tegund orku sem kemur upp í huga flestra þegar orku ber á góma. Annars konar orka fær minna pláss, bæði í huga hvers og eins og í almennri umræðu. Þann 9. október síðastliðinn sló Nesjavallavirkjun út og í kjölfarið var sundlaugum höfuðborgarsvæðisins lokað. Það þarf því ekki að líta lengra aftur en þessar örfáu vikur til að rifja upp skort á annarskonar orku en raforku. Hér er ég auðvitað að tala um varmaorku, eða það sem flest okkar kalla einfaldlega heita vatnið í daglegu tali. Heita vatnið er eitthvað sem við hugsum ekki endilega um sem orku og er það sennilegast vegna þess að flest erum við einfaldlega vön því að geta skrúfað frá krananum eða hækkað í ofninum og heitt vatn flæðir. Sama gildir um rafmagnið, það er bara þarna þegar stungið er í samband. Varminn í heita vatninu okkar er ástæðan fyrir því, a.m.k. við sem erum á heitum svæðum þar sem jarðhiti er nýttur til húshitunar, hugsum okkur ekki tvisvar um þegar við kyndum heimilið upp í meira en 20°C til þess eins að geta spásserað um á stuttermabol um hávetur. Það er ekki sjálfgefið að heita vatnið komi úr krananum þegar skrúfað er frá. Mörg átta sig ekki á því að það krefst mikillar vinnu að finna heitt vatn, bora eftir því og loks veita því til íbúa og atvinnulífs. Orka náttúrunnar hefur frá stofnun fyrirtækisins árið 2014 sinnt þessu hlutverki. Fyrirtækið á og rekur tvær stærstu jarðvarmavirkjanir landsins sem báðar eru staðsettar í Henglinum, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun, en samanlagt framleiða þær um 55 milljónir tonna af heitu vatni á ári hverju. Fyrirtækið framleiðir þar með þriðjung af öllu heitu vatni sem framleitt er á landinu. Orka náttúrunnar framleiðir líka raforku en jarðvarmavirkjanirnar okkar í Henglinum framleiða um 3,5 TWst af raforku á ári samhliða heita vatninu. Ofan á þetta á félagið vatnsaflsvirkjun í Andakílsá sem framleiðir um 0,03 TWst á ári. Þetta gerir okkur að næst stærsta raforkuframleiðanda landsins en þessar virkjanir framleiða um 17% af allri raforku landsins. Í raforkunni er Landsvirkjun auðvitað stærst með um 73% af framleiðslunni en HS Orka er þriðja stærst með um 7% framleiðslunnar. Mörg höfum við heyrt söguna af því hvernig hitaveitan bjargaði Reykjavík úr olíukreppu og drulluskýi með því að virkja jarðhitann og koma af stað hitaveitu. Þetta er að sjálfsögðu rétt en leiða má líkur að því að ef við hefðum ekki farið í hitaveituvæðinguna værum við flest, ef ekki öll, með rafhitun, líkt og á svokölluðum köldum svæðum víða um land (þ.e. svæði sem ekki eru með beina hitaveitu). Ef við lítum á framleiðslu Orku náttúrunnar á heitu vatni má ætla að til að svara sömu varmaþörf með rafhitun þyrfti að framleiða um 3,1 TWst af raforku á hverju ári, í ofanálag við alla aðra framleiðslu. Þetta er um þrefalt það rafmagn sem öll heimili landsins nota á ári. Það mætti því ætla að rafmagnsreikningar okkar, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu, væru töluvert hærri, húsin kaldari og sundlaugarnar færri ef ekki væri fyrir auðlindina okkar í Henglinum. Það er því ljóst að Orka náttúrunnar gegnir lykilhlutverki í orkuöflun og tryggir stórum hluta landsmanna aðgang að þeirri orku sem svo mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, bæði heitu vatni og rafmagni. Þess vegna er Orka náttúrunnar ómissandi hluti af þeim lífsgæðum sem við erum vön og verða vonandi óbreytt fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í Orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun