Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. nóvember 2024 12:17 Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Vísir/Ívar Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. Skoðanakannanir Gallup og Prósents sem komu út í gær benda til nokkuð ólíkra niðurstaðna að mati Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálafræðings. Fylgið sé að taka á sig loka mynd og mikið þurfi að koma til svo að drastískar breytingar verði á kjördag. „Sérstaklega á milli kannanna fyrirtækja. Það er stundum svolítið mikill munur á milli þeirra en ef maður skoðar kannanirnar hverjar fyrir sig innbyrðis þá er þetta örfárra prósenta flökt, sem við erum að sjá hjá einstaka flokkum, grófa myndin er að festa sig í sess.“ Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð Samfylkingin og Viðreisn virðast ætla bera sigur úr býtum en að mati Eiríks er ómögulegt að lesa úr könnunum hvor flokkurinn sé stærri. Viðreisn mældist stærri í skoðanakönnun Prósents þar sem Samfylkingin missti þó nokkuð fylgi en á sama tíma mældist Samfylkingin stærri í könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með sextán prósent fylgi í skoðanakönnun Gallup og 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents sem komu út í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 14,6 prósent fylgi í könnun Maskínu sem kom út á miðvikudag. „Það segir okkur að við vitum bara hreinlega ekki almennilega hvar fylgi Sjálfstæðisflokksins er. Það eru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér að Sjálfstæðisflokkurinn, liggi svo lágt, jafnvel þó að við tökum könnun sem veitir honum mest fylgi þá er þetta gífurlegt afhroð flokksins.“ Mest spennandi kosningar í háa herrans tíð Hann segir það sama gilda um alla stjórnarflokkana og að fróðlegt sé að fjórir flokkar berjist í raun fyrir lífi sínu í fallbaráttu. Sem dæmi mælast Vinstri grænir stöðugt út af þingi og hafa ekki náð yfir fimm prósent þröskuldinn í könnunum síðan að kosningabaráttan hófst. „Framsóknarflokkurinn, það eru kannanir sem sýna hann í bókstaflega í lífshættu og þetta er þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana. Spennan er lang mest þarna í fallbaráttunni. Þú ert með Pírata sem eru að sveiflast um og undir þröskuld. Sósíalistar mælast yfirleitt ofar þröskuldi og það er auðvitað áhugavert þá kæmi nýr flokkur inn á Alþingi og það er alltaf tíðindi í slíku. Þetta eru nú kannski mest spennandi kosningar í mjög langa tíð hjá okkur. Þetta stefnir í sögulega kosningar á Íslandi, um margt. Til að mynda þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana, líka hversu margir eru raunverulega í fallhættu.“ Hann tekur fram að það séu söguleg tíðindi að tveir af hinum svo kallaða fjórflokki séu nú í fallbaráttu sem hafi áður verið taldir til kjölfestu í íslenskum stjórnmálum. „Vinstri Græn og Framsókn eru báðir í fallbaráttunni og það væri auðvitað bara umturnun á flokkakerfinu ef þeir færu báðir út.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Skoðanakannanir Gallup og Prósents sem komu út í gær benda til nokkuð ólíkra niðurstaðna að mati Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálafræðings. Fylgið sé að taka á sig loka mynd og mikið þurfi að koma til svo að drastískar breytingar verði á kjördag. „Sérstaklega á milli kannanna fyrirtækja. Það er stundum svolítið mikill munur á milli þeirra en ef maður skoðar kannanirnar hverjar fyrir sig innbyrðis þá er þetta örfárra prósenta flökt, sem við erum að sjá hjá einstaka flokkum, grófa myndin er að festa sig í sess.“ Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð Samfylkingin og Viðreisn virðast ætla bera sigur úr býtum en að mati Eiríks er ómögulegt að lesa úr könnunum hvor flokkurinn sé stærri. Viðreisn mældist stærri í skoðanakönnun Prósents þar sem Samfylkingin missti þó nokkuð fylgi en á sama tíma mældist Samfylkingin stærri í könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með sextán prósent fylgi í skoðanakönnun Gallup og 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents sem komu út í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 14,6 prósent fylgi í könnun Maskínu sem kom út á miðvikudag. „Það segir okkur að við vitum bara hreinlega ekki almennilega hvar fylgi Sjálfstæðisflokksins er. Það eru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér að Sjálfstæðisflokkurinn, liggi svo lágt, jafnvel þó að við tökum könnun sem veitir honum mest fylgi þá er þetta gífurlegt afhroð flokksins.“ Mest spennandi kosningar í háa herrans tíð Hann segir það sama gilda um alla stjórnarflokkana og að fróðlegt sé að fjórir flokkar berjist í raun fyrir lífi sínu í fallbaráttu. Sem dæmi mælast Vinstri grænir stöðugt út af þingi og hafa ekki náð yfir fimm prósent þröskuldinn í könnunum síðan að kosningabaráttan hófst. „Framsóknarflokkurinn, það eru kannanir sem sýna hann í bókstaflega í lífshættu og þetta er þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana. Spennan er lang mest þarna í fallbaráttunni. Þú ert með Pírata sem eru að sveiflast um og undir þröskuld. Sósíalistar mælast yfirleitt ofar þröskuldi og það er auðvitað áhugavert þá kæmi nýr flokkur inn á Alþingi og það er alltaf tíðindi í slíku. Þetta eru nú kannski mest spennandi kosningar í mjög langa tíð hjá okkur. Þetta stefnir í sögulega kosningar á Íslandi, um margt. Til að mynda þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana, líka hversu margir eru raunverulega í fallhættu.“ Hann tekur fram að það séu söguleg tíðindi að tveir af hinum svo kallaða fjórflokki séu nú í fallbaráttu sem hafi áður verið taldir til kjölfestu í íslenskum stjórnmálum. „Vinstri Græn og Framsókn eru báðir í fallbaráttunni og það væri auðvitað bara umturnun á flokkakerfinu ef þeir færu báðir út.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira