Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2024 10:35 Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins og frambjóðandi, fékk sér á dögunum húðflúr af íslenskum vöfflum og merki Framsóknarflokksins á handlegginn. Þetta er annað húðflúr þingmannsins. Þetta kemur fram í skoplegu myndskeiði sem að Jóhann birti á Youtube-síðu sinni í dag sem má berja augum í spilaranum hér að neðan: „Létt grín“ Jóhann Friðrik staðfesti í samtali við Vísi að um alvöru húðflúr væri að ræða og segist hafa gert þetta til að hleypa jákvæðni og gríni í kosningabaráttuna. Í myndskeiðinu er tekið viðtal við Jóhann með kímnu og hnyttnu ívafi. Spyrillinn bendir þá á að Jóhann sé af mörgum þekktur sem „vöfflumaðurinn“ og spyr hvað valdi þessu. „Þetta var létt grín hérna sem fór um veraldarvefinn fyrir mörgum árum síðan. Ég er búinn að vera gera ýmislegt síðan. Auðvitað búinn að vera í bæjarstjórn í Reykjanesbæ og búinn að vera þrjú ár á þingi núna,“ segir Jóhann í myndskeiðinu. Fjölskyldan tók vel í húðflúrið Jóhann segist í myndskeiðinu hafa unnið ýmis góð störf á þingi. Þá er einnig bent á að hann hafi samið slagorð sem skilaði góðum árangri meðal kjósenda í síðustu þingkosningum: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“. Þá spyr spyrillinn hann ítrekað hvað hann ætli gera til að tryggja sig inn á þing í yfirstandandi kosningabaráttu og endar myndskeiðið á því að sýna nýtt húðflúr þingmannsins. Listamaðurinn sem gerði húðflúrið er vinkona dóttur Jóhanns.Skjáskot „Þetta er skemmtilegt. Við vildum fara aðeins út fyrir boxið. Í aðdraganda kosninga er kannski erfitt að ná í gegn með eitthvað skemmtilegt. Þegar allt kemur til alls þá er mikilvægt að halda í gleðina og njóta þess að vera til þó að verkefnin geti verið ærin,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann segir það mikilvægt fyrir þingmenn að koma sér á framfæri og láta vita hvaða störf þeir hafa verið að vinna á þingi og telur húmorinn vera vænlega leið til þess. Hvernig er það að venjast að vera með þetta nýja húðflúr? „Það er bara fínt, maður passar bara vel upp á það og hugsar vel um það. Fjölskyldunni finnst þetta bara gaman. Dóttir mín er reyndar húðflúr listamaður, en hún gerði reyndar ekki þetta húðflúr. Hún gerði fyrsta húðflúrið sem ég er með sem er skjaldarmerkið.“ Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Húðflúr Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í skoplegu myndskeiði sem að Jóhann birti á Youtube-síðu sinni í dag sem má berja augum í spilaranum hér að neðan: „Létt grín“ Jóhann Friðrik staðfesti í samtali við Vísi að um alvöru húðflúr væri að ræða og segist hafa gert þetta til að hleypa jákvæðni og gríni í kosningabaráttuna. Í myndskeiðinu er tekið viðtal við Jóhann með kímnu og hnyttnu ívafi. Spyrillinn bendir þá á að Jóhann sé af mörgum þekktur sem „vöfflumaðurinn“ og spyr hvað valdi þessu. „Þetta var létt grín hérna sem fór um veraldarvefinn fyrir mörgum árum síðan. Ég er búinn að vera gera ýmislegt síðan. Auðvitað búinn að vera í bæjarstjórn í Reykjanesbæ og búinn að vera þrjú ár á þingi núna,“ segir Jóhann í myndskeiðinu. Fjölskyldan tók vel í húðflúrið Jóhann segist í myndskeiðinu hafa unnið ýmis góð störf á þingi. Þá er einnig bent á að hann hafi samið slagorð sem skilaði góðum árangri meðal kjósenda í síðustu þingkosningum: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“. Þá spyr spyrillinn hann ítrekað hvað hann ætli gera til að tryggja sig inn á þing í yfirstandandi kosningabaráttu og endar myndskeiðið á því að sýna nýtt húðflúr þingmannsins. Listamaðurinn sem gerði húðflúrið er vinkona dóttur Jóhanns.Skjáskot „Þetta er skemmtilegt. Við vildum fara aðeins út fyrir boxið. Í aðdraganda kosninga er kannski erfitt að ná í gegn með eitthvað skemmtilegt. Þegar allt kemur til alls þá er mikilvægt að halda í gleðina og njóta þess að vera til þó að verkefnin geti verið ærin,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann segir það mikilvægt fyrir þingmenn að koma sér á framfæri og láta vita hvaða störf þeir hafa verið að vinna á þingi og telur húmorinn vera vænlega leið til þess. Hvernig er það að venjast að vera með þetta nýja húðflúr? „Það er bara fínt, maður passar bara vel upp á það og hugsar vel um það. Fjölskyldunni finnst þetta bara gaman. Dóttir mín er reyndar húðflúr listamaður, en hún gerði reyndar ekki þetta húðflúr. Hún gerði fyrsta húðflúrið sem ég er með sem er skjaldarmerkið.“
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Húðflúr Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira