Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 12:45 Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir efst á verðlaunapallinum í Finnlandi í gær. SKÍ Ólympíufarinn Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á svigmóti í Finnlandi í gær. Hólmfríður Dóra var með rásnúmer 16 en náði öðrum besta tímanum eftir fyrri ferð og endaði sem sigurvegari eftir báðar ferðirnar. Frábær byrjun á keppnistímabilinu hjá Hófí Dóru, eins og hún er oft kölluð, og bætti hún FIS punktana sína verulega. Hún endaði 68/100 úr sekúndu á undan hinni frönsku Cassandre Peizerat og samtals 4,15 sekúndum á undan Tabitha Milkins frá Bretlandi sem hlaut brons. „Ég er mjög ánægð að byrja tímabilið á sigri hér í Finnlandi,“ segir Hófí Dóra á vef Skíðasambands Íslands, ánægð með byrjunina á vetrinum eftir að hafa nýtt sumarið í að ljúka BS-gráðu í líftækni. View this post on Instagram A post shared by HOFI DORA (@hofidora) „Það er alltaf frábær tilfinning að sjá mikla vinnu skila sér. Reynslan nýttist mér líka vel þar sem þurfti að halda góðri einbeitingu í gegnum brautirnar,“ segir Hófí Dóra um mótið í Finnlandi. Hún er 26 ára gömul en margir keppenda voru aðeins 16 og 17 ára. Aðstæður voru afar krefjandi og féll sú úr leik sem var fyrst eftir fyrri ferðina. „Aðstæður voru góðar en mikill ís og nokkuð sleipur klaki stóran hluta brautarinnar sem gerði þetta afar krefjandi. Það var skemmtilegt að fylgjast með yngstu stelpunum sem eru að keppa á sínu fyrsta ári í FIS, skíða með sjálfstraust niður ísilagðan brattann. Virkilega hvetjandi fannst mér og minnir mann á hversu mikill hæfileiki er innan íþróttarinnar og hversu spennandi framtíð alpagreina er. Annars er ég verulega spennt fyrir keppnistímabilinu og vona að fólk fylgist með okkur í íslenska landsliðinu í vetur,“ segir Hófí Dóra. Skíðaíþróttir Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Hólmfríður Dóra var með rásnúmer 16 en náði öðrum besta tímanum eftir fyrri ferð og endaði sem sigurvegari eftir báðar ferðirnar. Frábær byrjun á keppnistímabilinu hjá Hófí Dóru, eins og hún er oft kölluð, og bætti hún FIS punktana sína verulega. Hún endaði 68/100 úr sekúndu á undan hinni frönsku Cassandre Peizerat og samtals 4,15 sekúndum á undan Tabitha Milkins frá Bretlandi sem hlaut brons. „Ég er mjög ánægð að byrja tímabilið á sigri hér í Finnlandi,“ segir Hófí Dóra á vef Skíðasambands Íslands, ánægð með byrjunina á vetrinum eftir að hafa nýtt sumarið í að ljúka BS-gráðu í líftækni. View this post on Instagram A post shared by HOFI DORA (@hofidora) „Það er alltaf frábær tilfinning að sjá mikla vinnu skila sér. Reynslan nýttist mér líka vel þar sem þurfti að halda góðri einbeitingu í gegnum brautirnar,“ segir Hófí Dóra um mótið í Finnlandi. Hún er 26 ára gömul en margir keppenda voru aðeins 16 og 17 ára. Aðstæður voru afar krefjandi og féll sú úr leik sem var fyrst eftir fyrri ferðina. „Aðstæður voru góðar en mikill ís og nokkuð sleipur klaki stóran hluta brautarinnar sem gerði þetta afar krefjandi. Það var skemmtilegt að fylgjast með yngstu stelpunum sem eru að keppa á sínu fyrsta ári í FIS, skíða með sjálfstraust niður ísilagðan brattann. Virkilega hvetjandi fannst mér og minnir mann á hversu mikill hæfileiki er innan íþróttarinnar og hversu spennandi framtíð alpagreina er. Annars er ég verulega spennt fyrir keppnistímabilinu og vona að fólk fylgist með okkur í íslenska landsliðinu í vetur,“ segir Hófí Dóra.
Skíðaíþróttir Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira