Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. nóvember 2024 20:03 Verkefnastjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði vísar því algjörlega á bug að jólasveinninn í Hellisgerði hafi verið drukkinn um helgina. Vísir/Vilhelm Foreldrar barna í Hafnarfirðinum og víðar hafa sumir farið á samfélagsmiðla og kvartað yfir jólasveini í Hellisgerði í jólaþorpi Hafnarfjarðar. Sumir segja að hann hafi hunsað öll börn sem til hans komu og að hann hafi verið drukkinn, og auk þess hafi hann ekki talað íslensku. Verkefnastjóri jólaþorpsins segir að rekstraraðilar í Hellisgerði hafi viljað hjálpa til og verið með aukajólasvein á sínum snærum, og vísar því á bug að hann hafi verið drukkinn. „Hafa einhverjir fleiri orðið varir við að jólasveinninn í Hellisgerði hagi sér einkennilega?“ var spurt á spjallþræði á netinu og enginn skortur var á svörum. „Úff já sá hann síðustu helgi, var 100% drukkinn, skeggið ekki einu sinni rétt á andlitinu og hann bara frekar krípí,“ segir ein. „Hann var í gær að drekka kaffi og hangandi í símanum á miðju torginu hjá sviðinu og hunsaði öll börn sem komu til hans, finnst það frekar lélegt dæmi!“ segir önnur. Ekki á vegum Hafnarfjarðar og alls ekki drukkinn Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði segir að jólasveinninn hafi ekki verið fullur. „Það er ekki séns.“ Jólasveinninn sem um ræðir sé þó ekki á þeirra vegum og tali þess vegna ekki íslensku. Hún segir að jólasveinar jólaþorpsins séu allir rammíslenskir jólasveinar í ullarpeysum og tali íslensku við börn og taki með þeim myndir. Askasleikir hafi til að mynda skemmt gestum jólaþorpsins um helgina. Jólasveinninn í Hellisgerði sé á vegum veitingastaðarins, og komi frá Brasilíu. „Það er rekstraraðili sem að er með veitingahús í Hellisgerði, þau selja veitingar, kakó, vöfflur og svoleiðis. Þetta er aðili á þeirra vegum sem er að reyna gleðja,“ segir hún. „Þetta er bara blásaklaus maður sem kemur frá Brasilíu sem er þarna upp á skraut, en er kannski ekki að gefa sig að börnunum þarna og fólk er kannski vant því,“ segir hún. Veitingastaðurinn hafi viljað hjálpa til Sunna segir að rekstraraðilar veitingastaðarins séu bara að reyna gera sitt besta og hafi viljað hjálpa til jólaþorpið. „Rekstaraðilarnir eru að reyna setja aukakrydd í flóruna í jólaþorpinu með því að hafa einn amerískan jólasvein líka,“ segir hún, en jólasveinninn í Hellisgerði er sá eini sem er í ameríska rauða jólasveinabúningnum. Hins vegar tali hann hvorki íslensku né ensku. „Hann er bara í búning og skeggið á hans búning er kannski ekki alveg jafnflott og það flottasta í bænum. Þetta er svo leiðinlegt af því að þau eru þvílíkt að reyna gera sitt besta og standa sig svo vel,“ segir Sunna. Hafnarfjörður Jól Jólasveinar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
„Hafa einhverjir fleiri orðið varir við að jólasveinninn í Hellisgerði hagi sér einkennilega?“ var spurt á spjallþræði á netinu og enginn skortur var á svörum. „Úff já sá hann síðustu helgi, var 100% drukkinn, skeggið ekki einu sinni rétt á andlitinu og hann bara frekar krípí,“ segir ein. „Hann var í gær að drekka kaffi og hangandi í símanum á miðju torginu hjá sviðinu og hunsaði öll börn sem komu til hans, finnst það frekar lélegt dæmi!“ segir önnur. Ekki á vegum Hafnarfjarðar og alls ekki drukkinn Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði segir að jólasveinninn hafi ekki verið fullur. „Það er ekki séns.“ Jólasveinninn sem um ræðir sé þó ekki á þeirra vegum og tali þess vegna ekki íslensku. Hún segir að jólasveinar jólaþorpsins séu allir rammíslenskir jólasveinar í ullarpeysum og tali íslensku við börn og taki með þeim myndir. Askasleikir hafi til að mynda skemmt gestum jólaþorpsins um helgina. Jólasveinninn í Hellisgerði sé á vegum veitingastaðarins, og komi frá Brasilíu. „Það er rekstraraðili sem að er með veitingahús í Hellisgerði, þau selja veitingar, kakó, vöfflur og svoleiðis. Þetta er aðili á þeirra vegum sem er að reyna gleðja,“ segir hún. „Þetta er bara blásaklaus maður sem kemur frá Brasilíu sem er þarna upp á skraut, en er kannski ekki að gefa sig að börnunum þarna og fólk er kannski vant því,“ segir hún. Veitingastaðurinn hafi viljað hjálpa til Sunna segir að rekstraraðilar veitingastaðarins séu bara að reyna gera sitt besta og hafi viljað hjálpa til jólaþorpið. „Rekstaraðilarnir eru að reyna setja aukakrydd í flóruna í jólaþorpinu með því að hafa einn amerískan jólasvein líka,“ segir hún, en jólasveinninn í Hellisgerði er sá eini sem er í ameríska rauða jólasveinabúningnum. Hins vegar tali hann hvorki íslensku né ensku. „Hann er bara í búning og skeggið á hans búning er kannski ekki alveg jafnflott og það flottasta í bænum. Þetta er svo leiðinlegt af því að þau eru þvílíkt að reyna gera sitt besta og standa sig svo vel,“ segir Sunna.
Hafnarfjörður Jól Jólasveinar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira