Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:10 Kosningar verða yfirstaðnar eftir viku. Þegar fólk gengur til kosninga þá langar mig til þess að minna fólk á hvaða flokkar það voru sem samþykktu 3ja orkupakkann á Alþingi 2019. Það var Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Vinstri Grænir, Viðreisn, Samfylking og Píratar sem samþykktu þetta, þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga innan Orkunnar okkar. Það var fróðlegt að taka þátt í samtökunum Orkunni okkar, sem var stofnuð með það fyrir augum að fræða almenning um 3ja orkupakkann og reyna að hindra það að Alþingismenn samþykktu hann. Greinarhöfundur var formaður samtakanna á þessum tíma. Það var fróðlegt að upplifa það að vera kölluð kverúlant, sjálfskipaður fullveldissinni, einangrunarsinni, Trumpisti, sviðsljósafíkil, þjóðernisremba, afturhaldssinni, popúlísti svo að eitthvað sé nefnt. Það var fróðlegt að upplifa það að RÚV, ríkisútvarpið, brást skyldu sinni, en RÚV á lögum samkvæmt (lög nr.23, 3.gr) að „Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varðar“ Það var fróðlegt að upplifa það að flokkarnir Vinstri grænir, Píratar og Samfylking vildu markaðsvæða raforkuna, sem þýðir að millliðum fjölgar frá framleiðanda til neytenda, sem þýðir að verð hækkar. Það var fróðlegt að upplifa það að í fréttum RUV var sagt að raforkuverð myndi ekki hækka. Það þarf ekki mjög gáfaðan einstakling til að sjá að ef milliliðum fjölgar þá hefur það áhrif á vöruverð. Það mun hækka og það er einmitt það sem við erum að sjá að er að rætast 5 árum eftir samþykkt orkupakka 3. Eiga heimilin í landinu líka von á 25 % verðhækkun á rafmagni? Það var fróðlegt að upplifa það að mörgum er alveg sama um hvort við missum valdið yfir orkumálum til erlendra aðila. Viljum við fá vindorkutúrbínuver upp um öll fjöll í eigu erlendra aðila, en á teikniborðinu eru um 40 slík verkefni? Verði bókun 35 samþykkt á Alþingi þá munu lög ESB verða rétthærri íslenskum lögum, sem þýðir að við ráðum okkur ekki lengur sjálf. Sjálfstæðismenn hafa lagt ríka áherslu á að bókun 35 verði samþykkt. Viðreisn leggur núna ríka áherslu á að Ísland sæki um aðild að ESB, eða “kíkja í pakkann” eins og sagt er. Það er einhver meinvilla í gangi með að kíkja í þennan ESB pakka og að þar verði einhverjar sér undanþágur fyrir Ísland, en því miður þá eru engar varanlegar undanþágur í ESB. Samfylkingin vill líka sækja um ESB en passar sig á að tala ekki um það því þá missa þeir atkvæði. Ef það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta málefni þá verður spurningin að vera rétt. Viltu að Ísland gangi í ESB? Og svarið er þá annað hvort já eða nei. Ef þú ert í vafa um hvað þú átt að kjósa, gefðu þá Lýðræðisflokki og Arnari Þór möguleika á að breyta hlutunum til batnaðar, heiðarlegri mann er erfitt að finna. Arnar Þór barðist ötullega við hlið Orkunnar okkar árið 2019, og hefur gert það síðan. Eitt af baráttumálum x-L er að standa vörð um fullveldi Íslands á öllum sviðum. Gáðu að því hvar þú setur þitt x á kosningardaginn. www.kjosumxl.is. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, frumkvöðull og í framboði fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður, 3. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kosningar verða yfirstaðnar eftir viku. Þegar fólk gengur til kosninga þá langar mig til þess að minna fólk á hvaða flokkar það voru sem samþykktu 3ja orkupakkann á Alþingi 2019. Það var Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Vinstri Grænir, Viðreisn, Samfylking og Píratar sem samþykktu þetta, þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga innan Orkunnar okkar. Það var fróðlegt að taka þátt í samtökunum Orkunni okkar, sem var stofnuð með það fyrir augum að fræða almenning um 3ja orkupakkann og reyna að hindra það að Alþingismenn samþykktu hann. Greinarhöfundur var formaður samtakanna á þessum tíma. Það var fróðlegt að upplifa það að vera kölluð kverúlant, sjálfskipaður fullveldissinni, einangrunarsinni, Trumpisti, sviðsljósafíkil, þjóðernisremba, afturhaldssinni, popúlísti svo að eitthvað sé nefnt. Það var fróðlegt að upplifa það að RÚV, ríkisútvarpið, brást skyldu sinni, en RÚV á lögum samkvæmt (lög nr.23, 3.gr) að „Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varðar“ Það var fróðlegt að upplifa það að flokkarnir Vinstri grænir, Píratar og Samfylking vildu markaðsvæða raforkuna, sem þýðir að millliðum fjölgar frá framleiðanda til neytenda, sem þýðir að verð hækkar. Það var fróðlegt að upplifa það að í fréttum RUV var sagt að raforkuverð myndi ekki hækka. Það þarf ekki mjög gáfaðan einstakling til að sjá að ef milliliðum fjölgar þá hefur það áhrif á vöruverð. Það mun hækka og það er einmitt það sem við erum að sjá að er að rætast 5 árum eftir samþykkt orkupakka 3. Eiga heimilin í landinu líka von á 25 % verðhækkun á rafmagni? Það var fróðlegt að upplifa það að mörgum er alveg sama um hvort við missum valdið yfir orkumálum til erlendra aðila. Viljum við fá vindorkutúrbínuver upp um öll fjöll í eigu erlendra aðila, en á teikniborðinu eru um 40 slík verkefni? Verði bókun 35 samþykkt á Alþingi þá munu lög ESB verða rétthærri íslenskum lögum, sem þýðir að við ráðum okkur ekki lengur sjálf. Sjálfstæðismenn hafa lagt ríka áherslu á að bókun 35 verði samþykkt. Viðreisn leggur núna ríka áherslu á að Ísland sæki um aðild að ESB, eða “kíkja í pakkann” eins og sagt er. Það er einhver meinvilla í gangi með að kíkja í þennan ESB pakka og að þar verði einhverjar sér undanþágur fyrir Ísland, en því miður þá eru engar varanlegar undanþágur í ESB. Samfylkingin vill líka sækja um ESB en passar sig á að tala ekki um það því þá missa þeir atkvæði. Ef það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta málefni þá verður spurningin að vera rétt. Viltu að Ísland gangi í ESB? Og svarið er þá annað hvort já eða nei. Ef þú ert í vafa um hvað þú átt að kjósa, gefðu þá Lýðræðisflokki og Arnari Þór möguleika á að breyta hlutunum til batnaðar, heiðarlegri mann er erfitt að finna. Arnar Þór barðist ötullega við hlið Orkunnar okkar árið 2019, og hefur gert það síðan. Eitt af baráttumálum x-L er að standa vörð um fullveldi Íslands á öllum sviðum. Gáðu að því hvar þú setur þitt x á kosningardaginn. www.kjosumxl.is. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, frumkvöðull og í framboði fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður, 3. sæti.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun