Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 08:01 Efnin fundust í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Myndin er úr safni. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stórfellt fíkniefnamál til rannsóknar þar sem lagt hefur verið hald á tæplega þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum. Í tveimur gæsluvarðhaldsúrskurðum frá því í byrjun mánaðar segir að lögreglan hafi haft upplýsingar um „gríðarlegt magn“ fíkniefna sem væri geymt í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Efnin hafi verið falin í lofti húsnæðisins, en lögreglan skipti þeim út fyrir gerviefni og kom jafnframt fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi 2. októbers síðastliðins hafi þrír menn sótt efnin, en í greinargerð lögreglu segir að það sjáist vel á myndbandsupptöku lögreglu. Eftir að þeir sóttu gerviefnin fóru tveir mannanna í bíl og óku á brott, en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni sem ók í aðra átt. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Lögreglan stöðvaði annan bílinn í Reykjavík, og í bílnum fundust efnin sem lögreglan hafði skipt út. Síðan réðst lögreglan í húsleit á heimili eins mannsins og þar fannst umtalsvert magn meintra fíkniefna sem lagt var hald á. Segjast ekki kannast ekki við fíkniefnin Einn þessara þriggja sakborninga hefur neitað að eiga umrædd fíkniefni. Hann hafi verið að skutla vini sínum heim og sagðist ekki vita hvað hann væri með í fórum sér. Maðurinn hafi verið yfirheyrður í þrígang og ávallt haldið sakleysi sínu fram. Hann hafi neitað að tjá sig um myndir sem sýni hann og meinta samverkamenn hans að sækja efnin á falska loftið. Þá hafi hann sagt að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir væru að taka niður úr loftinu. Í málinu hefur verið lagt hald á mikið magn af MDMA. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Að mati lögreglu er framburður hans einkar ótrúverðugur og ekki í neinu samræmi við rannsóknargögn málsins „sem sýna svo hafið sé yfir vafa fram á aðkomu kærða að stórfelldur fíkniefnalagabroti.“ Annar sakborningurinn neitaði að tjá sig í fyrstu skýrslutöku lögreglu, og neitaði að heimila lögreglu að afla bankagagna hans og leyfa henni að skoða síma hans. Í annarri skýrslutöku neitaði hann aftur að tjá sig, en í þriðju skýrslutökunni sagðist hann ekki vita neitt um fíkniefnin, en þekkti sig á myndum úr skýrslu lögreglu. Lögreglan telur framburð hans einnig ótrúverðugan. Myndi valda samfélagslegum óróa að sleppa þeim lausum Í málinu lagði lögreglan hald á 2943 grömm af MDMA-kristöllum. Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja-og eiturefnafræði var styrkur MDMA í sýnum úrefnunum á bilinu 80 til 81 prósent, sem samsvarar 95 til 96 prósent af MDMA-klóríði. Líkt og áður segir lagði lögreglan líka hald á 1781 stykki af MDMA-töflum. Þessir tveir sakborningar voru í byrjun nóvember úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 3. desember næstkomandi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er bent á að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tíu til tólf ára fangelsi. Dómurinn sagði að ætla mætti að verulegar líkur væru á því að það hefði sært réttarvitund almennings og valda samfélagslegum óróa ef mönnunum yrði sleppt úr haldi á því stigi málsins. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Í tveimur gæsluvarðhaldsúrskurðum frá því í byrjun mánaðar segir að lögreglan hafi haft upplýsingar um „gríðarlegt magn“ fíkniefna sem væri geymt í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Efnin hafi verið falin í lofti húsnæðisins, en lögreglan skipti þeim út fyrir gerviefni og kom jafnframt fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi 2. októbers síðastliðins hafi þrír menn sótt efnin, en í greinargerð lögreglu segir að það sjáist vel á myndbandsupptöku lögreglu. Eftir að þeir sóttu gerviefnin fóru tveir mannanna í bíl og óku á brott, en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni sem ók í aðra átt. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Lögreglan stöðvaði annan bílinn í Reykjavík, og í bílnum fundust efnin sem lögreglan hafði skipt út. Síðan réðst lögreglan í húsleit á heimili eins mannsins og þar fannst umtalsvert magn meintra fíkniefna sem lagt var hald á. Segjast ekki kannast ekki við fíkniefnin Einn þessara þriggja sakborninga hefur neitað að eiga umrædd fíkniefni. Hann hafi verið að skutla vini sínum heim og sagðist ekki vita hvað hann væri með í fórum sér. Maðurinn hafi verið yfirheyrður í þrígang og ávallt haldið sakleysi sínu fram. Hann hafi neitað að tjá sig um myndir sem sýni hann og meinta samverkamenn hans að sækja efnin á falska loftið. Þá hafi hann sagt að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir væru að taka niður úr loftinu. Í málinu hefur verið lagt hald á mikið magn af MDMA. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Að mati lögreglu er framburður hans einkar ótrúverðugur og ekki í neinu samræmi við rannsóknargögn málsins „sem sýna svo hafið sé yfir vafa fram á aðkomu kærða að stórfelldur fíkniefnalagabroti.“ Annar sakborningurinn neitaði að tjá sig í fyrstu skýrslutöku lögreglu, og neitaði að heimila lögreglu að afla bankagagna hans og leyfa henni að skoða síma hans. Í annarri skýrslutöku neitaði hann aftur að tjá sig, en í þriðju skýrslutökunni sagðist hann ekki vita neitt um fíkniefnin, en þekkti sig á myndum úr skýrslu lögreglu. Lögreglan telur framburð hans einnig ótrúverðugan. Myndi valda samfélagslegum óróa að sleppa þeim lausum Í málinu lagði lögreglan hald á 2943 grömm af MDMA-kristöllum. Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja-og eiturefnafræði var styrkur MDMA í sýnum úrefnunum á bilinu 80 til 81 prósent, sem samsvarar 95 til 96 prósent af MDMA-klóríði. Líkt og áður segir lagði lögreglan líka hald á 1781 stykki af MDMA-töflum. Þessir tveir sakborningar voru í byrjun nóvember úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 3. desember næstkomandi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er bent á að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tíu til tólf ára fangelsi. Dómurinn sagði að ætla mætti að verulegar líkur væru á því að það hefði sært réttarvitund almennings og valda samfélagslegum óróa ef mönnunum yrði sleppt úr haldi á því stigi málsins.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira