Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 10:30 Formúla 1 vill efla sinn hlut á bandaríska markaðnum og þá er vissulega gott að tefla fram Cadillac liði. Getty/Antoine Antoniol Liðunum mun fjölga í Formúlu 1 frá og með 2026 tímabilinu en þetta var opinberað í gær. Formúla 1 gaf það þá formlega að samkomulag hafi náðst við General Motors en bílaframleiðandinn ætlar að tefla fram Cadillac liði eftir tvö ár. Það var vissulega mjög mikilvægt fyrir útbreiðslu íþróttarinnar í Bandaríkjunum að fá öflugan bandarískan bílaframleiðanda inn í keppnina. „Formúla 1 stefnir á meiri vöxt í Bandaríkjunum og við höfum alltaf trúað á það sé rétt að bjóða öflugu bandarísku fyrirtæki eins og GM/Cadillac til ganga til liðs við okkur. Aðkoma General Motors mun bæði auka virði og efla áhugann á íþróttinni í Bandaríkjunum,“ sagði Greg Maffei, forstjóri Liberty Media sem er rétthafi formúlunnar. „Við hrósum stjórnendum General Motors og þeirra samstarfsaðilum fyrir að stíga nauðsynleg skref í áttina að vera hluti af formúlu 1. Við erum því mjög ánægð með að halda áfram með umsóknina fyrir GM/Cadillac liðið um að það keppi á heimsmeistaramótinu 2026,“ bætti Maffei við. Fulltrúar General Motors voru í Las Vegas um helgina og þar fóru viðræður fram. Bílaframleiðandinn hefur unnið að því í nokkur ár að fá sæti í Formúlu 1. Nú virðist sú vinna vera að skila sér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Formúla 1 gaf það þá formlega að samkomulag hafi náðst við General Motors en bílaframleiðandinn ætlar að tefla fram Cadillac liði eftir tvö ár. Það var vissulega mjög mikilvægt fyrir útbreiðslu íþróttarinnar í Bandaríkjunum að fá öflugan bandarískan bílaframleiðanda inn í keppnina. „Formúla 1 stefnir á meiri vöxt í Bandaríkjunum og við höfum alltaf trúað á það sé rétt að bjóða öflugu bandarísku fyrirtæki eins og GM/Cadillac til ganga til liðs við okkur. Aðkoma General Motors mun bæði auka virði og efla áhugann á íþróttinni í Bandaríkjunum,“ sagði Greg Maffei, forstjóri Liberty Media sem er rétthafi formúlunnar. „Við hrósum stjórnendum General Motors og þeirra samstarfsaðilum fyrir að stíga nauðsynleg skref í áttina að vera hluti af formúlu 1. Við erum því mjög ánægð með að halda áfram með umsóknina fyrir GM/Cadillac liðið um að það keppi á heimsmeistaramótinu 2026,“ bætti Maffei við. Fulltrúar General Motors voru í Las Vegas um helgina og þar fóru viðræður fram. Bílaframleiðandinn hefur unnið að því í nokkur ár að fá sæti í Formúlu 1. Nú virðist sú vinna vera að skila sér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira