Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 10:30 Formúla 1 vill efla sinn hlut á bandaríska markaðnum og þá er vissulega gott að tefla fram Cadillac liði. Getty/Antoine Antoniol Liðunum mun fjölga í Formúlu 1 frá og með 2026 tímabilinu en þetta var opinberað í gær. Formúla 1 gaf það þá formlega að samkomulag hafi náðst við General Motors en bílaframleiðandinn ætlar að tefla fram Cadillac liði eftir tvö ár. Það var vissulega mjög mikilvægt fyrir útbreiðslu íþróttarinnar í Bandaríkjunum að fá öflugan bandarískan bílaframleiðanda inn í keppnina. „Formúla 1 stefnir á meiri vöxt í Bandaríkjunum og við höfum alltaf trúað á það sé rétt að bjóða öflugu bandarísku fyrirtæki eins og GM/Cadillac til ganga til liðs við okkur. Aðkoma General Motors mun bæði auka virði og efla áhugann á íþróttinni í Bandaríkjunum,“ sagði Greg Maffei, forstjóri Liberty Media sem er rétthafi formúlunnar. „Við hrósum stjórnendum General Motors og þeirra samstarfsaðilum fyrir að stíga nauðsynleg skref í áttina að vera hluti af formúlu 1. Við erum því mjög ánægð með að halda áfram með umsóknina fyrir GM/Cadillac liðið um að það keppi á heimsmeistaramótinu 2026,“ bætti Maffei við. Fulltrúar General Motors voru í Las Vegas um helgina og þar fóru viðræður fram. Bílaframleiðandinn hefur unnið að því í nokkur ár að fá sæti í Formúlu 1. Nú virðist sú vinna vera að skila sér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúla 1 gaf það þá formlega að samkomulag hafi náðst við General Motors en bílaframleiðandinn ætlar að tefla fram Cadillac liði eftir tvö ár. Það var vissulega mjög mikilvægt fyrir útbreiðslu íþróttarinnar í Bandaríkjunum að fá öflugan bandarískan bílaframleiðanda inn í keppnina. „Formúla 1 stefnir á meiri vöxt í Bandaríkjunum og við höfum alltaf trúað á það sé rétt að bjóða öflugu bandarísku fyrirtæki eins og GM/Cadillac til ganga til liðs við okkur. Aðkoma General Motors mun bæði auka virði og efla áhugann á íþróttinni í Bandaríkjunum,“ sagði Greg Maffei, forstjóri Liberty Media sem er rétthafi formúlunnar. „Við hrósum stjórnendum General Motors og þeirra samstarfsaðilum fyrir að stíga nauðsynleg skref í áttina að vera hluti af formúlu 1. Við erum því mjög ánægð með að halda áfram með umsóknina fyrir GM/Cadillac liðið um að það keppi á heimsmeistaramótinu 2026,“ bætti Maffei við. Fulltrúar General Motors voru í Las Vegas um helgina og þar fóru viðræður fram. Bílaframleiðandinn hefur unnið að því í nokkur ár að fá sæti í Formúlu 1. Nú virðist sú vinna vera að skila sér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira