Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar 26. nóvember 2024 11:22 Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er með mannúðlegustu stefnuna í húsnæðismálum, sem felst meðal annars í því að öruggt og viðráðandi húsnæði á að vera ein af grunnstoðum velferðarkerfisins og sá markaður á ekki að vera leiksvæði fjársterkra braskara, sem hugsa um lítið annað en eigin hag. Það á ekki að vera forréttindi að búa við öruggt húsnæði, það eru og eiga að vera sjálfsögð mannréttindi, óháð búsetu og eða samfélagsþrepa. Í stefnu flokksins í mannréttindamálum segir meðal annars, að ekki skuli mismuna fólki eftir uppruna, efnahag og eða líkamlegu atgervi og að allir séu jafnir í alþjóðlegu samhengi. Þetta þýðir meðal annars að okkur hreinlega ber að taka á móti því fólki sem hingað til lands leitar, eftir alþjóðlegri vernd og veita þeim réttláta og mannúðlega málsmeðferð og án mismununnar. Stefna flokksins í heilbrigðismálum er í stuttu máli sú að heilbrigðisþjónustan eigi að vera gjaldfrjáls, frá vöggu til grafar og öllum til gagns, ekki bara sumum. Umhverfisstefna flokksins segir að við eigum að láta náttúruna njóta vafans og að þessi sjónarmið séu ráðandi, í stað þess að fjárhagslegum eigin gróða stórfyrirtækja og einstaklinga sé í forgangi . Einnig að lýsa skuli yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og að íslensk stjórnvöld bregðist við þeirri vá hratt og örugglega og í samstarfi við aðrar þjóðir. Stefna Sósíalistaflokksins í skattamálum er á þá leið að nýta eigi skattakerfið sem jöfnunartæki. Sem í stuttu máli felst í því að nálgast það fjármagn sem þarf í þá vasa sem geta greitt meira til samfélagslegrar uppbyggingu, það þarf bara að þora að gera það og einnig þarf að stórefla opinbert eftirlit með skatta undanskotum. Setjum því X við J og skilum Rauðu, þann 30.11.24! Höfundur skipar 7. sæti Sósíalista í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er með mannúðlegustu stefnuna í húsnæðismálum, sem felst meðal annars í því að öruggt og viðráðandi húsnæði á að vera ein af grunnstoðum velferðarkerfisins og sá markaður á ekki að vera leiksvæði fjársterkra braskara, sem hugsa um lítið annað en eigin hag. Það á ekki að vera forréttindi að búa við öruggt húsnæði, það eru og eiga að vera sjálfsögð mannréttindi, óháð búsetu og eða samfélagsþrepa. Í stefnu flokksins í mannréttindamálum segir meðal annars, að ekki skuli mismuna fólki eftir uppruna, efnahag og eða líkamlegu atgervi og að allir séu jafnir í alþjóðlegu samhengi. Þetta þýðir meðal annars að okkur hreinlega ber að taka á móti því fólki sem hingað til lands leitar, eftir alþjóðlegri vernd og veita þeim réttláta og mannúðlega málsmeðferð og án mismununnar. Stefna flokksins í heilbrigðismálum er í stuttu máli sú að heilbrigðisþjónustan eigi að vera gjaldfrjáls, frá vöggu til grafar og öllum til gagns, ekki bara sumum. Umhverfisstefna flokksins segir að við eigum að láta náttúruna njóta vafans og að þessi sjónarmið séu ráðandi, í stað þess að fjárhagslegum eigin gróða stórfyrirtækja og einstaklinga sé í forgangi . Einnig að lýsa skuli yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og að íslensk stjórnvöld bregðist við þeirri vá hratt og örugglega og í samstarfi við aðrar þjóðir. Stefna Sósíalistaflokksins í skattamálum er á þá leið að nýta eigi skattakerfið sem jöfnunartæki. Sem í stuttu máli felst í því að nálgast það fjármagn sem þarf í þá vasa sem geta greitt meira til samfélagslegrar uppbyggingu, það þarf bara að þora að gera það og einnig þarf að stórefla opinbert eftirlit með skatta undanskotum. Setjum því X við J og skilum Rauðu, þann 30.11.24! Höfundur skipar 7. sæti Sósíalista í Suðurkjördæmi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar