Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar 26. nóvember 2024 11:22 Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er með mannúðlegustu stefnuna í húsnæðismálum, sem felst meðal annars í því að öruggt og viðráðandi húsnæði á að vera ein af grunnstoðum velferðarkerfisins og sá markaður á ekki að vera leiksvæði fjársterkra braskara, sem hugsa um lítið annað en eigin hag. Það á ekki að vera forréttindi að búa við öruggt húsnæði, það eru og eiga að vera sjálfsögð mannréttindi, óháð búsetu og eða samfélagsþrepa. Í stefnu flokksins í mannréttindamálum segir meðal annars, að ekki skuli mismuna fólki eftir uppruna, efnahag og eða líkamlegu atgervi og að allir séu jafnir í alþjóðlegu samhengi. Þetta þýðir meðal annars að okkur hreinlega ber að taka á móti því fólki sem hingað til lands leitar, eftir alþjóðlegri vernd og veita þeim réttláta og mannúðlega málsmeðferð og án mismununnar. Stefna flokksins í heilbrigðismálum er í stuttu máli sú að heilbrigðisþjónustan eigi að vera gjaldfrjáls, frá vöggu til grafar og öllum til gagns, ekki bara sumum. Umhverfisstefna flokksins segir að við eigum að láta náttúruna njóta vafans og að þessi sjónarmið séu ráðandi, í stað þess að fjárhagslegum eigin gróða stórfyrirtækja og einstaklinga sé í forgangi . Einnig að lýsa skuli yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og að íslensk stjórnvöld bregðist við þeirri vá hratt og örugglega og í samstarfi við aðrar þjóðir. Stefna Sósíalistaflokksins í skattamálum er á þá leið að nýta eigi skattakerfið sem jöfnunartæki. Sem í stuttu máli felst í því að nálgast það fjármagn sem þarf í þá vasa sem geta greitt meira til samfélagslegrar uppbyggingu, það þarf bara að þora að gera það og einnig þarf að stórefla opinbert eftirlit með skatta undanskotum. Setjum því X við J og skilum Rauðu, þann 30.11.24! Höfundur skipar 7. sæti Sósíalista í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er með mannúðlegustu stefnuna í húsnæðismálum, sem felst meðal annars í því að öruggt og viðráðandi húsnæði á að vera ein af grunnstoðum velferðarkerfisins og sá markaður á ekki að vera leiksvæði fjársterkra braskara, sem hugsa um lítið annað en eigin hag. Það á ekki að vera forréttindi að búa við öruggt húsnæði, það eru og eiga að vera sjálfsögð mannréttindi, óháð búsetu og eða samfélagsþrepa. Í stefnu flokksins í mannréttindamálum segir meðal annars, að ekki skuli mismuna fólki eftir uppruna, efnahag og eða líkamlegu atgervi og að allir séu jafnir í alþjóðlegu samhengi. Þetta þýðir meðal annars að okkur hreinlega ber að taka á móti því fólki sem hingað til lands leitar, eftir alþjóðlegri vernd og veita þeim réttláta og mannúðlega málsmeðferð og án mismununnar. Stefna flokksins í heilbrigðismálum er í stuttu máli sú að heilbrigðisþjónustan eigi að vera gjaldfrjáls, frá vöggu til grafar og öllum til gagns, ekki bara sumum. Umhverfisstefna flokksins segir að við eigum að láta náttúruna njóta vafans og að þessi sjónarmið séu ráðandi, í stað þess að fjárhagslegum eigin gróða stórfyrirtækja og einstaklinga sé í forgangi . Einnig að lýsa skuli yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og að íslensk stjórnvöld bregðist við þeirri vá hratt og örugglega og í samstarfi við aðrar þjóðir. Stefna Sósíalistaflokksins í skattamálum er á þá leið að nýta eigi skattakerfið sem jöfnunartæki. Sem í stuttu máli felst í því að nálgast það fjármagn sem þarf í þá vasa sem geta greitt meira til samfélagslegrar uppbyggingu, það þarf bara að þora að gera það og einnig þarf að stórefla opinbert eftirlit með skatta undanskotum. Setjum því X við J og skilum Rauðu, þann 30.11.24! Höfundur skipar 7. sæti Sósíalista í Suðurkjördæmi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar