Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar 26. nóvember 2024 14:03 Ísland er um margt gott samfélag en í grundvallartriðum stendur það öðrum Norðurlöndum að baki. Þegar kemur að nýtingu auðlinda og afli velferðarkerfisins skilur á milli Íslands og annarra norrænna ríkja. Það þarf að jafna leikinn. Ókeypis nýting auðlinda þjóðarinnar hefur síðustu áratugina alið af sér spillingu og fádæma auðsöfnun fárra einstaklinga. Í skugga þess eykst ójöfnuður og innviðir velferðarkerfisins molna. Stjórnarflokkarnir hafa tekið fyrir það að almenningur ráði sínum ráðum sjálfur um framtíðartengsl þjóðarinnar við Evrópusambandið. Þar með möguleika á upptöku stöðugrar, lágvaxa myntar þar sem verðtrygging þekkist ekki. Þegar að því kemur á þjóðin sjálf að ráða því hvort haldið verði áfram með aðildarviðræðurnar við sambandið. Hinsvegar er grundvallaratriði að ná góðri samstöðu um málið fyrst, bæði á meðal atvinnurekenda og vinnandi fólks. Án slíkrar samstöðu þrömmum við áfram fram og aftur blindgötuna. Almenningur er fastur í fjötrum okurvaxta og mikils óstöðugleika í efnahagsmálum. Nú er tækifæri til þess að breyta íslensku samfélagi í grundvallaratriðum með kjörseðlinum næsta laugardag. Samfylkingin – flokkur jafnaðarfólks – er mætt aftur til leiks öflugri en nokkru sinni fyrr. Flokkurinn boðar nýtt upphaf í velferðar- og efnahagsmálum undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, sem nýtur einstaks trausts langt út fyrir raðir flokksins. Jöfnum leikinn á laugardaginn. Höfundur er fyrrv. alþingismaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ísland er um margt gott samfélag en í grundvallartriðum stendur það öðrum Norðurlöndum að baki. Þegar kemur að nýtingu auðlinda og afli velferðarkerfisins skilur á milli Íslands og annarra norrænna ríkja. Það þarf að jafna leikinn. Ókeypis nýting auðlinda þjóðarinnar hefur síðustu áratugina alið af sér spillingu og fádæma auðsöfnun fárra einstaklinga. Í skugga þess eykst ójöfnuður og innviðir velferðarkerfisins molna. Stjórnarflokkarnir hafa tekið fyrir það að almenningur ráði sínum ráðum sjálfur um framtíðartengsl þjóðarinnar við Evrópusambandið. Þar með möguleika á upptöku stöðugrar, lágvaxa myntar þar sem verðtrygging þekkist ekki. Þegar að því kemur á þjóðin sjálf að ráða því hvort haldið verði áfram með aðildarviðræðurnar við sambandið. Hinsvegar er grundvallaratriði að ná góðri samstöðu um málið fyrst, bæði á meðal atvinnurekenda og vinnandi fólks. Án slíkrar samstöðu þrömmum við áfram fram og aftur blindgötuna. Almenningur er fastur í fjötrum okurvaxta og mikils óstöðugleika í efnahagsmálum. Nú er tækifæri til þess að breyta íslensku samfélagi í grundvallaratriðum með kjörseðlinum næsta laugardag. Samfylkingin – flokkur jafnaðarfólks – er mætt aftur til leiks öflugri en nokkru sinni fyrr. Flokkurinn boðar nýtt upphaf í velferðar- og efnahagsmálum undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, sem nýtur einstaks trausts langt út fyrir raðir flokksins. Jöfnum leikinn á laugardaginn. Höfundur er fyrrv. alþingismaður og ráðherra.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar