Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. nóvember 2024 14:20 Körfuboltasérfræðingurinn Hermann Hauksson vaknaði með harðsperrur í morgun eftir áhorf gærkvöldsins. Vísir Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hauksson, sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi, lofar landsliðsmenn karla í hástert eftir frækinn sigur á Ítalíu ytra í gærkvöld. Sigurinn er ekki aðeins merkilegur, heldur einnig þýðingarmikill. Hermann fylgdist með límdur við skjáinn, líkt og margur annar, þegar íslenska liðið mætti því ítalska í gær. Ísland hóf leikinn af gríðarmiklum krafti og náði snemma fínni forystu. Sterkt lið Ítala átti sínar rispur og vann sig inn í leikinn en alltaf áttu strákarnir okkar svar við þeirra áhlaupum. Aðspurður um hvernig honum hafi liðið við áhorfið segir Hermann: „Mér leið alveg stórkostlega. Frá fyrstu mínútu fannst mér þeir koma ótrúlega einbeittir til leiks og þegar kom undir lokin var maður nú eiginlega hálf standandi síðustu fimm mínúturnar í þessum leik. Ég er eiginlega með harðsperrur í dag. En þetta var bara stórkostlegt. Allt við þennan leik var hrikalega vel framkvæmt.“ Með því stærsta sem Ísland hefur afrekað á körfuboltavelli Ítalía mætti, í það minnsta á pappír, með sterkara lið til leiks í gær en í stórsigri þeirra á Íslandi á föstudagskvöldið var. Þeirra stærstu stjörnur, sem leika í EuroLeague, mættu til leiks í gær eftir að hafa verið fjarverandi þegar liðin mættust í höllinni. Hermann segir þennan útisigur á fjórtánda besta liði heims, samkvæmt heimslista FIBA, vera ofarlega yfir þá bestu í sögunni. „Ég held að þetta sé nú bara með því stærsta sem við höfum afrekað á körfuboltavelli sem landslið. Þetta er stórþjóð sem við erum að vinna þarna á útivelli. Við höfum unnið þá hérna heima áður en að vinna þá á útivelli, þar sem þeir tapa ekki mörgum leikjum og stemningin og annað slíkt sem myndast þarna á Ítalíu er mikil. Að sigla þessu í land eftir frekar slæman leik hérna heima um daginn sýnir þvílíkan styrk. Það voru ekki margir sem bjuggust við þessu,“ segir Hermann. Lið sem á skilið að vera á EM Sigurinn er ekki aðeins stór í sögulegu samhengi heldur einnig afskaplega mikilvægur fyrir íslenska liðið í sókninni eftir sæti á Evrópumótinu, EuroBasket. Ísland hefur ekki komist á EM síðan 2017. Ísland er í þriðja sæti riðilsins með sex stig, tveimur á undan Ungverjum sem eru á botninum með fjögur. Tvö stig fást fyrir sigur en eitt fyrir tap. Tyrkir og Ítalir eru þar fyrir ofan með sjö stig og eru bæði örugg á mótið. Þrjú efstu liðin fara á EM og ljóst að Íslandi dugar sigur gegn annað hvort Ungverjum ytra eða Tyrkjum heima í lokaleikjum riðilsins í febrúar til að komast á EM. „Nú erum við bara með þetta í okkar höndum. Það er þannig sem ég veit að þessir strákar vilja hafa þetta. Leikurinn í Ungverjalandi í febrúar og hérna heima á móti Tyrkjum, þetta eru leikir sem að við eigum að geta unnið. Vonandi verða allir klárir í bátana og allir heilir á réttum tímapunkti. Ég veit að það er gríðarleg stemning innan hópsins og þetta er lið sem við þurfum að sjá á EuroBasket, þetta er bara það gott lið,“ segir Hermann, sem er faðir atvinnumannsins Martins Hermannssonar sem missti af Ítalíuleikjunum vegna meiðsla. Martin er kominn á fullt á æfingum með liði sínu Alba Berlín í Þýskalandi og vonast til að hann geti tekið þátt í leikjunum í febrúar. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Hermann fylgdist með límdur við skjáinn, líkt og margur annar, þegar íslenska liðið mætti því ítalska í gær. Ísland hóf leikinn af gríðarmiklum krafti og náði snemma fínni forystu. Sterkt lið Ítala átti sínar rispur og vann sig inn í leikinn en alltaf áttu strákarnir okkar svar við þeirra áhlaupum. Aðspurður um hvernig honum hafi liðið við áhorfið segir Hermann: „Mér leið alveg stórkostlega. Frá fyrstu mínútu fannst mér þeir koma ótrúlega einbeittir til leiks og þegar kom undir lokin var maður nú eiginlega hálf standandi síðustu fimm mínúturnar í þessum leik. Ég er eiginlega með harðsperrur í dag. En þetta var bara stórkostlegt. Allt við þennan leik var hrikalega vel framkvæmt.“ Með því stærsta sem Ísland hefur afrekað á körfuboltavelli Ítalía mætti, í það minnsta á pappír, með sterkara lið til leiks í gær en í stórsigri þeirra á Íslandi á föstudagskvöldið var. Þeirra stærstu stjörnur, sem leika í EuroLeague, mættu til leiks í gær eftir að hafa verið fjarverandi þegar liðin mættust í höllinni. Hermann segir þennan útisigur á fjórtánda besta liði heims, samkvæmt heimslista FIBA, vera ofarlega yfir þá bestu í sögunni. „Ég held að þetta sé nú bara með því stærsta sem við höfum afrekað á körfuboltavelli sem landslið. Þetta er stórþjóð sem við erum að vinna þarna á útivelli. Við höfum unnið þá hérna heima áður en að vinna þá á útivelli, þar sem þeir tapa ekki mörgum leikjum og stemningin og annað slíkt sem myndast þarna á Ítalíu er mikil. Að sigla þessu í land eftir frekar slæman leik hérna heima um daginn sýnir þvílíkan styrk. Það voru ekki margir sem bjuggust við þessu,“ segir Hermann. Lið sem á skilið að vera á EM Sigurinn er ekki aðeins stór í sögulegu samhengi heldur einnig afskaplega mikilvægur fyrir íslenska liðið í sókninni eftir sæti á Evrópumótinu, EuroBasket. Ísland hefur ekki komist á EM síðan 2017. Ísland er í þriðja sæti riðilsins með sex stig, tveimur á undan Ungverjum sem eru á botninum með fjögur. Tvö stig fást fyrir sigur en eitt fyrir tap. Tyrkir og Ítalir eru þar fyrir ofan með sjö stig og eru bæði örugg á mótið. Þrjú efstu liðin fara á EM og ljóst að Íslandi dugar sigur gegn annað hvort Ungverjum ytra eða Tyrkjum heima í lokaleikjum riðilsins í febrúar til að komast á EM. „Nú erum við bara með þetta í okkar höndum. Það er þannig sem ég veit að þessir strákar vilja hafa þetta. Leikurinn í Ungverjalandi í febrúar og hérna heima á móti Tyrkjum, þetta eru leikir sem að við eigum að geta unnið. Vonandi verða allir klárir í bátana og allir heilir á réttum tímapunkti. Ég veit að það er gríðarleg stemning innan hópsins og þetta er lið sem við þurfum að sjá á EuroBasket, þetta er bara það gott lið,“ segir Hermann, sem er faðir atvinnumannsins Martins Hermannssonar sem missti af Ítalíuleikjunum vegna meiðsla. Martin er kominn á fullt á æfingum með liði sínu Alba Berlín í Þýskalandi og vonast til að hann geti tekið þátt í leikjunum í febrúar.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti