Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 07:32 Arne Slot með Mohamed Salah eftir 4-0 sigur Liverpool á Bayer 04 Leverkusen í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Getty/Crystal Pix Arna Slot var auðvitað spurður út í framtíð Mohamed Salah á blaðamannafundi sínum í gær. Liverpool tekur á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Liverpool er á toppi Meistaradeildarinnar en Real Madrid er handhafi titilsins. Liverpool hefur byrjað tímabilið frábærlega en umræðan eftir síðasta sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni hefur að mestu snúist um framtíð Mohamed Salah sem er að renna út á samningi í sumar. Salah skoraði tvívegis í seinni hálfleik á móti Southampton um helgina og sá til þess öðrum fremur að liðið náði átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Salah kveikti í umræðunni með að lýsa yfir vonbrigðum sínum að hafa ekki fengið samningstilboð frá Liverpool. Hann talaði þá um að hann væri meira úti en inni eins og hann orðaði það. Sá egypski taldi þannig meiri líkur á því að hann færi frá Liverpool en að hann skrifaði undir nýjan samning. Salah talar sjaldan við fjölmiðlamenn eftir leiki og var augljóslega með þessu að setja pressu á eigendur Liverpool. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, mætti undirbúinn að blaðamannafund fyrir leikinn því hann vissi auðvitað að hann fengi þar spurningar um framtíð Salah. Slot ákvað að mæta með húmorinn eins og oft áður. Hann kom nefnilega vopnaður Salah brandara á fundinn. Hann sagðist ekkert geta tjáð sig um samningarmálin enda kæmi hann ekkert að þessu. Hann sagði síðan bara geta sagt eitt. „Þegar ég horfi á liðsuppstillinguna mína þá er Mo meira inni en úti,“ sagði Arne Slot og hló. Liverpool hefur unnið fjórtán af sextán fyrstu leikjum sínum undir stjórn Slot í ensku úrvalsdeildinni og og í Meistaradeildinni. Salah hefur spilað alla sextán leikina og er með ellefu mörk og tíu stoðsendingar í þeim. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Sjá meira
Liverpool tekur á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Liverpool er á toppi Meistaradeildarinnar en Real Madrid er handhafi titilsins. Liverpool hefur byrjað tímabilið frábærlega en umræðan eftir síðasta sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni hefur að mestu snúist um framtíð Mohamed Salah sem er að renna út á samningi í sumar. Salah skoraði tvívegis í seinni hálfleik á móti Southampton um helgina og sá til þess öðrum fremur að liðið náði átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Salah kveikti í umræðunni með að lýsa yfir vonbrigðum sínum að hafa ekki fengið samningstilboð frá Liverpool. Hann talaði þá um að hann væri meira úti en inni eins og hann orðaði það. Sá egypski taldi þannig meiri líkur á því að hann færi frá Liverpool en að hann skrifaði undir nýjan samning. Salah talar sjaldan við fjölmiðlamenn eftir leiki og var augljóslega með þessu að setja pressu á eigendur Liverpool. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, mætti undirbúinn að blaðamannafund fyrir leikinn því hann vissi auðvitað að hann fengi þar spurningar um framtíð Salah. Slot ákvað að mæta með húmorinn eins og oft áður. Hann kom nefnilega vopnaður Salah brandara á fundinn. Hann sagðist ekkert geta tjáð sig um samningarmálin enda kæmi hann ekkert að þessu. Hann sagði síðan bara geta sagt eitt. „Þegar ég horfi á liðsuppstillinguna mína þá er Mo meira inni en úti,“ sagði Arne Slot og hló. Liverpool hefur unnið fjórtán af sextán fyrstu leikjum sínum undir stjórn Slot í ensku úrvalsdeildinni og og í Meistaradeildinni. Salah hefur spilað alla sextán leikina og er með ellefu mörk og tíu stoðsendingar í þeim. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Sjá meira