Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir, Guðrún Halla Finnsdóttir og Hjörtur Sigurðsson skrifa 27. nóvember 2024 10:52 Hugverkaiðnaður hefur tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum og gegnir sífellt stærra hlutverki í íslensku efnahagslífi. Í dag er greinin ein af fjórum meginstoðum útflutnings á Íslandi, og vöxtur hennar endurspeglar hvernig nýsköpun, frumkvöðlastarf og öflug og hvetjandi starfsskilyrði geta knúið fram verðmætasköpun og aukinn efnahagslegan stöðugleika. Árið 2023 námu útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 264 milljörðum króna, og spáð er að þær fari yfir 300 milljarða króna á þessu ári. Á síðustu fimm árum hafa útflutningstekjur greinarinnar um það bil tvöfaldast. Við lok þessa áratugar gæti hugverkaiðnaður orðið verðmætasta útflutningsstoð Íslands. Hugverkaiðnaður byggir á fjárfestingu í þróun á breiðum grunni sem nær allt frá tölvuleikjagerð og upplýsingatækni til líf- og heilbrigðistækni, lyfjaframleiðslu og hátækni á fjölbreyttum sviðum. Drifkraftur hugverkaiðnaðar Þennan árangur má þakka elju og framlagi þeirra 18.350 einstaklinga sem starfa í greininni. Starfsfólk fyrirtækja í hugverkaiðnaði býr yfir framúrskarandi hæfni en störf í hugverkaiðnaði eru heilt yfir háframleiðnistörf. Þá hefur áhersla stjórnvalda á stuðning við rannsóknir og þróun verið lykilþáttur í hröðum vexti greinarinnar. Með skattahvötum hefur Ísland byggt upp umhverfi þar sem frumkvöðlar fá ríkt tækifæri til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Mikilvægt fyrir framtíð Íslands Áframhaldandi vöxtur hugverkaiðnaðar hefur mikil og jákvæð áhrif á hagkerfið. Aukning í útflutningstekjum og fjölgun starfa í greininni dregur úr sveiflum í hagkerfinu og eykur stöðugleika. Stefnumörkun stjórnvalda á síðustu árum hefur einnig leitt til þess að Ísland er nú í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun. Það var því mjög ánægjulegt að Alþingi skyldi festa í sessi áframhaldandi stuðning við hugverkaiðnað. Slíkur stuðningur skapar nauðsynlegan fyrirsjáanleika fyrir fyrirtæki til að fjárfesta og stækka. Næsta ríkisstjórn ber ábyrgð á því að viðhalda stöðugri umgjörð og hvötum til nýsköpunar sem styður við aukna verðmætasköpun á Íslandi. Við hvetjum sannarlega til þess og að hún vinni markvisst með iðnaðinum að því að sækja tækifærin. Með aukinni alþjóðlegri samkeppni um mannauð og fjárfestingar er nauðsynlegt að Íslendingar haldi áfram að laða til sín hæfileikafólk og fjárfesta í rannsóknum, þróun og mannauði. Samstarf Samtaka iðnaðarins og og stjórnvalda getur tryggt sérstöðu Íslands sem nýsköpunarlands í fremstu röð. Höldum áfram! Hugverkaiðnaður er grein sem byggir á mannauði, fjárfestingu í nýsköpun og drifkrafti frumkvöðla. Með skýrri stefnu næstu ríkisstjórnar um áframhaldandi öfluga umgjörð fyrir nýsköpun getur hugverkaiðnaður orðið burðarás íslensks efnahagslífs. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að tryggja stöðuga og fyrirsjáanlega umgjörð fyrir nýsköpun og áframhaldandi vöxt hugverkaiðnaðar, sem mun leiða til bættra lífskjara og aukinnar verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Samtakamáttur stjórnvalda, atvinnulífs og frumkvöðla er lykillinn að því að Ísland verði enn frekar þekkt sem hugmyndalandið – land þar sem hugvit og nýsköpun skapa verðmæti og velsæld fyrir alla. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundar- og hugverkaréttur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður hefur tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum og gegnir sífellt stærra hlutverki í íslensku efnahagslífi. Í dag er greinin ein af fjórum meginstoðum útflutnings á Íslandi, og vöxtur hennar endurspeglar hvernig nýsköpun, frumkvöðlastarf og öflug og hvetjandi starfsskilyrði geta knúið fram verðmætasköpun og aukinn efnahagslegan stöðugleika. Árið 2023 námu útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 264 milljörðum króna, og spáð er að þær fari yfir 300 milljarða króna á þessu ári. Á síðustu fimm árum hafa útflutningstekjur greinarinnar um það bil tvöfaldast. Við lok þessa áratugar gæti hugverkaiðnaður orðið verðmætasta útflutningsstoð Íslands. Hugverkaiðnaður byggir á fjárfestingu í þróun á breiðum grunni sem nær allt frá tölvuleikjagerð og upplýsingatækni til líf- og heilbrigðistækni, lyfjaframleiðslu og hátækni á fjölbreyttum sviðum. Drifkraftur hugverkaiðnaðar Þennan árangur má þakka elju og framlagi þeirra 18.350 einstaklinga sem starfa í greininni. Starfsfólk fyrirtækja í hugverkaiðnaði býr yfir framúrskarandi hæfni en störf í hugverkaiðnaði eru heilt yfir háframleiðnistörf. Þá hefur áhersla stjórnvalda á stuðning við rannsóknir og þróun verið lykilþáttur í hröðum vexti greinarinnar. Með skattahvötum hefur Ísland byggt upp umhverfi þar sem frumkvöðlar fá ríkt tækifæri til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Mikilvægt fyrir framtíð Íslands Áframhaldandi vöxtur hugverkaiðnaðar hefur mikil og jákvæð áhrif á hagkerfið. Aukning í útflutningstekjum og fjölgun starfa í greininni dregur úr sveiflum í hagkerfinu og eykur stöðugleika. Stefnumörkun stjórnvalda á síðustu árum hefur einnig leitt til þess að Ísland er nú í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun. Það var því mjög ánægjulegt að Alþingi skyldi festa í sessi áframhaldandi stuðning við hugverkaiðnað. Slíkur stuðningur skapar nauðsynlegan fyrirsjáanleika fyrir fyrirtæki til að fjárfesta og stækka. Næsta ríkisstjórn ber ábyrgð á því að viðhalda stöðugri umgjörð og hvötum til nýsköpunar sem styður við aukna verðmætasköpun á Íslandi. Við hvetjum sannarlega til þess og að hún vinni markvisst með iðnaðinum að því að sækja tækifærin. Með aukinni alþjóðlegri samkeppni um mannauð og fjárfestingar er nauðsynlegt að Íslendingar haldi áfram að laða til sín hæfileikafólk og fjárfesta í rannsóknum, þróun og mannauði. Samstarf Samtaka iðnaðarins og og stjórnvalda getur tryggt sérstöðu Íslands sem nýsköpunarlands í fremstu röð. Höldum áfram! Hugverkaiðnaður er grein sem byggir á mannauði, fjárfestingu í nýsköpun og drifkrafti frumkvöðla. Með skýrri stefnu næstu ríkisstjórnar um áframhaldandi öfluga umgjörð fyrir nýsköpun getur hugverkaiðnaður orðið burðarás íslensks efnahagslífs. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að tryggja stöðuga og fyrirsjáanlega umgjörð fyrir nýsköpun og áframhaldandi vöxt hugverkaiðnaðar, sem mun leiða til bættra lífskjara og aukinnar verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Samtakamáttur stjórnvalda, atvinnulífs og frumkvöðla er lykillinn að því að Ísland verði enn frekar þekkt sem hugmyndalandið – land þar sem hugvit og nýsköpun skapa verðmæti og velsæld fyrir alla. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar