Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar 27. nóvember 2024 12:51 Í umræðu um listir og menningu í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikil áhersla verið lögð á efnahagslegt gildi. Þar hefur komið fram að beint framlag menningar og skapandi greina nemi um 3,5% af landsframleiðslu, litlu minna en framlag sjávarútvegs. Einnig hefur verið bent á að hver króna sem hið opinbera fjárfestir í menningu og skapandi greinum verði að þremur krónum í hagkerfinu. Að lokum hefur verið nefnt á að skatttekjur hins opinbera af menningu og skapandi greinum séu 17 milljörðum hærri en framlag ríkisins til þessara málaflokka. Þessi umræða hefur verið góð að mörgu leyti í samfélagi sem hefur þörf fyrir að setja allt í mælanlegar stærðir. En hvernig metum við list? Hvernig metum við þau áhrif sem list hefur á samfélagið allt? Þetta ósnertanlega, þessi líðan, tilfinning, áhrif. Er nóg að líta á hversu margar bækur rithöfundur hefur skrifað, hversu margar nótur söngvari hefur sungið og hve mörg spor dansari hefur dansað? Mat á list er afstætt, persónulegt og óendanlegt og því fráleitt að horfa einungis á magn og tölur, þó vissulega skipti þær upplýsingar líka máli. Hver og einn getur haft skoðun á listinni og tilgangi hennar. Sumir segjast jafnvel bara ekkert þurfa á list að halda, sem er skoðun út af fyrir sig. Jákvæð áhrif lista og menningar á andlega og félagslega líðan, þroska barna og ungmenna og stöðu okkar sem þjóð á meðal þjóða, eru öllum kunn. Nóg hefur verið skrifað um það, þó oft sé vöntun á hlustun. Á endanum snýst þetta um vilja þjóðfélags og stjórnmála. Viljum við list? Viljum við ríka og breiða menningu? Viljum við fegurð? Viljum við beitta þjóðfélagsrýni? Viljum við fjölbreytt atvinnulíf með sterkum skapandi greinum? Ég segi já. Afstaða sumra stjórnmálaflokka fyrir kosningarnar er óljós eða lýsir afskiptaleysi og skilningsleysi á stöðu lista og menningar. Stuðningur annarra stjórnmálaflokka við listir og menningu er skýr, þar sem ástríða við viðfangsefninu er augljós. Hver er þín afstaða? Mín afstaða er skýr: Kjósum með menningu og listum. Höfundur er óperusögnvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Menning Mest lesið Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um listir og menningu í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikil áhersla verið lögð á efnahagslegt gildi. Þar hefur komið fram að beint framlag menningar og skapandi greina nemi um 3,5% af landsframleiðslu, litlu minna en framlag sjávarútvegs. Einnig hefur verið bent á að hver króna sem hið opinbera fjárfestir í menningu og skapandi greinum verði að þremur krónum í hagkerfinu. Að lokum hefur verið nefnt á að skatttekjur hins opinbera af menningu og skapandi greinum séu 17 milljörðum hærri en framlag ríkisins til þessara málaflokka. Þessi umræða hefur verið góð að mörgu leyti í samfélagi sem hefur þörf fyrir að setja allt í mælanlegar stærðir. En hvernig metum við list? Hvernig metum við þau áhrif sem list hefur á samfélagið allt? Þetta ósnertanlega, þessi líðan, tilfinning, áhrif. Er nóg að líta á hversu margar bækur rithöfundur hefur skrifað, hversu margar nótur söngvari hefur sungið og hve mörg spor dansari hefur dansað? Mat á list er afstætt, persónulegt og óendanlegt og því fráleitt að horfa einungis á magn og tölur, þó vissulega skipti þær upplýsingar líka máli. Hver og einn getur haft skoðun á listinni og tilgangi hennar. Sumir segjast jafnvel bara ekkert þurfa á list að halda, sem er skoðun út af fyrir sig. Jákvæð áhrif lista og menningar á andlega og félagslega líðan, þroska barna og ungmenna og stöðu okkar sem þjóð á meðal þjóða, eru öllum kunn. Nóg hefur verið skrifað um það, þó oft sé vöntun á hlustun. Á endanum snýst þetta um vilja þjóðfélags og stjórnmála. Viljum við list? Viljum við ríka og breiða menningu? Viljum við fegurð? Viljum við beitta þjóðfélagsrýni? Viljum við fjölbreytt atvinnulíf með sterkum skapandi greinum? Ég segi já. Afstaða sumra stjórnmálaflokka fyrir kosningarnar er óljós eða lýsir afskiptaleysi og skilningsleysi á stöðu lista og menningar. Stuðningur annarra stjórnmálaflokka við listir og menningu er skýr, þar sem ástríða við viðfangsefninu er augljós. Hver er þín afstaða? Mín afstaða er skýr: Kjósum með menningu og listum. Höfundur er óperusögnvari.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun