Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Lovísa Arnardóttir skrifar 27. nóvember 2024 14:44 Af hálfu Landspítala kom fram að núverandi álag á bráðamóttökunni væri einkum tilkomið vegna sjúklinga sem bíða þar eftir að geta lagst inn á deildir spítalans. Opnun skyndimóttöku myndi ekki leysa þann vanda Vísir/Vilhelm Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að kanna möguleika þess að setja á fót skyndimóttöku á höfuðborgarsvæðinu segir bæði kosti og galla við slíka móttöku. Starfshópurinn segir að verði ákvörðun tekin um að opna slíka móttöku yrði best ef það yrði tilraunaverkefni til eins eða tveggja ára. Á þeim tíma verði hægt að afla gagna og upplýsinga um reynslu af þjónustu skyndimóttöku og vinna að frekari þróun verkefnisins í samvinnu við þjónustuveitendur bráða- og samdægursþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Skýrslan er hér. Samkvæmt mati starfshópsins þurfa allt að 20.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu samdægursþjónustu árlega sem „oftast krefst myndgreininga, blóðrannsókna eða meðferðar með lyfja- eða vökvagjöf í æð en eru ekki taldir þurfa sérhæfða þjónustu Landspítala, innlagnar eða eftirlits yfir nótt”. Áverkar eða bráð veikindi Í skýrslu starfshópsins er lögð áhersla á að sjúklingahópurinn sem til greina kæmi að þjónusta á slíkri skyndimóttöku séu einstaklingar sem þurfa samdægursþjónustu að halda sem gæti krafist myndgreininga, blóðrannsókna, lyfja- eða vökvagjöf í æð en eru ekki taldir þurfa sérhæfða þjónustu sem kallar á innlögn eða eftirlit yfir nótt. Komuástæður hópsins væri hægt að flokka í tvo flokka, áverka og bráð veikindi. Starfshópurinn bendir á að forðast þurfi skörun við þjónustu sem þegar er veitt annars staðar, svo sem á heilsugæslustöðvum eða Læknavakt. Starfshópurinn leitaði til Landspítala og heilsugæslu um mat á slíku verkefni. Af hálfu Landspítala kom fram að núverandi álag á bráðamóttökunni væri einkum tilkomið vegna sjúklinga sem bíða þar eftir að geta lagst inn á deildir spítalans. Opnun skyndimóttöku myndi ekki leysa þann vanda. Fulltrúar Læknavaktar og heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu töldu hættu á því að opnun sjálfstæðrar skyndimóttöku myndi auka flækjustig þjónustunnar og ef til kæmi þyrfti áður að tryggja heildstæða vegvísun fyrir sjúklinga. Gæti leitt til frekari mönnunarvanda á bráðamóttöku Í skýrslunni er jafnframt bent á að mikið álag á starfsfólk bráðamóttöku Landspítalans hafi leitt til alvarlegs mönnunarvanda á deildinni sem í dag er mestur meðal sérfræðilækna í bráðalækningum. Mikilvægt sé að leita allra leiða til að forðast frekara brottfall heilbrigðisstarfsmanna í bráðaþjónustu. Liður í því geti verið að tryggja starfsfólki tækifæri til að vinna að minnsta kosti hluta vinnu sinnar á starfsstöðvum þar sem minna álag er en við núverandi aðstæður á bráðadeild G2. Aukið hlutfall vakta á bráða- og göngudeild G3, við fjarskiptalækningar eða á hugsanlegri skyndimóttöku gætu verið mögulegar leiðir til þess. Raunverulegar úrbætur séu hins vega háðar því að fækka verulega einstaklingum sem dvelja á bráðamóttökunni í bið eftir innlögn á legudeildum Landspítalans. Stjórnendur Landspítala telja umtalsverða hættu á því að opnun skyndimóttöku myndi auka enn á mönnunarvanda bráðamóttöku spítalans. Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Á þeim tíma verði hægt að afla gagna og upplýsinga um reynslu af þjónustu skyndimóttöku og vinna að frekari þróun verkefnisins í samvinnu við þjónustuveitendur bráða- og samdægursþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Skýrslan er hér. Samkvæmt mati starfshópsins þurfa allt að 20.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu samdægursþjónustu árlega sem „oftast krefst myndgreininga, blóðrannsókna eða meðferðar með lyfja- eða vökvagjöf í æð en eru ekki taldir þurfa sérhæfða þjónustu Landspítala, innlagnar eða eftirlits yfir nótt”. Áverkar eða bráð veikindi Í skýrslu starfshópsins er lögð áhersla á að sjúklingahópurinn sem til greina kæmi að þjónusta á slíkri skyndimóttöku séu einstaklingar sem þurfa samdægursþjónustu að halda sem gæti krafist myndgreininga, blóðrannsókna, lyfja- eða vökvagjöf í æð en eru ekki taldir þurfa sérhæfða þjónustu sem kallar á innlögn eða eftirlit yfir nótt. Komuástæður hópsins væri hægt að flokka í tvo flokka, áverka og bráð veikindi. Starfshópurinn bendir á að forðast þurfi skörun við þjónustu sem þegar er veitt annars staðar, svo sem á heilsugæslustöðvum eða Læknavakt. Starfshópurinn leitaði til Landspítala og heilsugæslu um mat á slíku verkefni. Af hálfu Landspítala kom fram að núverandi álag á bráðamóttökunni væri einkum tilkomið vegna sjúklinga sem bíða þar eftir að geta lagst inn á deildir spítalans. Opnun skyndimóttöku myndi ekki leysa þann vanda. Fulltrúar Læknavaktar og heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu töldu hættu á því að opnun sjálfstæðrar skyndimóttöku myndi auka flækjustig þjónustunnar og ef til kæmi þyrfti áður að tryggja heildstæða vegvísun fyrir sjúklinga. Gæti leitt til frekari mönnunarvanda á bráðamóttöku Í skýrslunni er jafnframt bent á að mikið álag á starfsfólk bráðamóttöku Landspítalans hafi leitt til alvarlegs mönnunarvanda á deildinni sem í dag er mestur meðal sérfræðilækna í bráðalækningum. Mikilvægt sé að leita allra leiða til að forðast frekara brottfall heilbrigðisstarfsmanna í bráðaþjónustu. Liður í því geti verið að tryggja starfsfólki tækifæri til að vinna að minnsta kosti hluta vinnu sinnar á starfsstöðvum þar sem minna álag er en við núverandi aðstæður á bráðadeild G2. Aukið hlutfall vakta á bráða- og göngudeild G3, við fjarskiptalækningar eða á hugsanlegri skyndimóttöku gætu verið mögulegar leiðir til þess. Raunverulegar úrbætur séu hins vega háðar því að fækka verulega einstaklingum sem dvelja á bráðamóttökunni í bið eftir innlögn á legudeildum Landspítalans. Stjórnendur Landspítala telja umtalsverða hættu á því að opnun skyndimóttöku myndi auka enn á mönnunarvanda bráðamóttöku spítalans.
Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira