Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar 27. nóvember 2024 15:42 Í viðtali í Reykjavík síðdegis 26.11. s.l. lýsti Alma Möller landlæknir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, forsendum meðferðar opinbers fjármagns á vegum embættisins. Þar ríktu alræðistilburðir opinberrar forsjárhyggju eins og glögglega kom fram í framsetningu hennar. Þegar meðferð embættisins á skattpeningum undangenginna ára er skoðuð er ljóst að tilgangurinn helgar meðalið. Hér afhjúpast hið sanna andlit Ölmu og Samfylkingarinnar. Algjört skilningsleysi á forsendum nýsköpunar Grundvallarforsenda nýsköpunar er tilvist frjálsra markaða þar sem unnt er að bjóða fram vörur og þjónustu í samkeppni við aðra með sem fæstum aðgangshindrunum. Á þessum forsendum hafa vestræn hagkerfi byggt í 200 ár sem og velferð einstaklinganna sem í þeim búa. Það er ekki tilviljun að engin okkar eru með farsíma, tölvur, eða nýtum vefmiðla eða streymisþjónustur frá Norður Kóreu, Venesúela eða Kúbu. Þess í stað hefur nýsköpun þrifist í löndum á borð við Bandaríkin, Finnlandi og Suður-Kóreu. Þannig stefnir meira að segja í það að bandarísk fyrirtæki nái yfirráðum á evrópskum markaði fyrir sjúkraskrárkerfi. Forsendur nýsköpunar er að réttur jarðvegur séu til staðar. Bestu lausnir sem finnast í dag hafa orðið til í opnum hagkerfum frjálsra markaða þar sem samkeppni þrífst og aðilar fá að spreyta sig á því að koma nýjum hugmundum á framfæri og láta reyna á ágæti þeirra. Það sem Alma kallar „að hafa gert það besta úr hlutunum“ snýr ekki bara að fjármununum, heldur hefur teymi landlæknis stundað ríkisrekna hugbúnaðarþróun og miðstýringu á innleiðingum lausna fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi árum saman, ekki bara hið opinbera, heldur einnig á einkamarkaði. Þannig er Ölmu fyrirmunað að skilja að aðilar sem ekki hafa tekið þátt í nýtilkomnum útboðum embættisins kunni að starfa og hafa hagsmuni á öðrum mörkuðum en hinum opinbera. Enda telur hún ekkert óeðlilegt við það að hið fjármagnaða sjúkraskrárkerfi hins opinbera sé boðið til sölu á einkamarkaði í samkeppni við lausnir nýsköpunar. Það er því ekki að undra að það veki óhug undirritaðs ef Alma taki við heilbrigðisráðuneytinu þar sem miðstýringarstefnan og alræðishyggja í heilbrigðismálum á uppruna sinn hjá sjálfréttlættum embættismönnum og afvegaleiddum ráðherrum. Stráin við bragga Ölmu Líkt og flokksfélagi Ölmu þá hefur hún staðið fyrir kaupum á hugbúnaðarlausnum í ígildi stafrænna stráa. Í viðtalinu nefndi Alma ekki einu orði vildarvin sinn Origo/Helix sem hún heldur áfram að greiða hundruð milljóna án fyrirliggjandi samninga. Þær greiðslur eru á hennar ábyrgð, hvað sem líður gömlum samningum. Þá þakkar Alma sér að útboð séu hafin á vegum embættisins, þegar hið rétta er að það var fyrir kærur hagsmunaaðila, þ.m.t. til ESA og fyrir úrskurði Kærunefndar útboðsmála að embættið var neytt til að endurskoða afstöðu sína. Þannig eru það blóðugur, margra ára slagur og málaferli hagsmunaaðila sem hafa leitt til ákveðinna breytinga í stjórnsýslunni þó svo að ekki sé hægt að merkja raunverulegar hugafarsbreytingar skv. orðræðu Ölmu. Þannig gleymdi Alma alveg að geta þess að útboð fjarfundalausnar var kærð til Kærunefndar útboðsmála þar sem útboðið var sniðið að lausn sem embættið var búið að greiða fyrir og taka í notkun nokkrum árum áður í íslensku heilbrigðiskerfi. Að lokum, hvað sem Alma segir, þá segja gildlandi samningar að Heklu kerfið sé í eigu Origo/Helix. Samfylkingin stefnir á ball í bragganum. Ljóst er að Degi og Þórði Snæ er ekki boðið og í huga undirritaðs er boðskort Ölmu þegar útrunnið. Höfundur er forstjóri Skræðu ehf heilbrigðislausna, hugbúnaðarfyrirtækis á sviði heilbrigðistækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í viðtali í Reykjavík síðdegis 26.11. s.l. lýsti Alma Möller landlæknir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, forsendum meðferðar opinbers fjármagns á vegum embættisins. Þar ríktu alræðistilburðir opinberrar forsjárhyggju eins og glögglega kom fram í framsetningu hennar. Þegar meðferð embættisins á skattpeningum undangenginna ára er skoðuð er ljóst að tilgangurinn helgar meðalið. Hér afhjúpast hið sanna andlit Ölmu og Samfylkingarinnar. Algjört skilningsleysi á forsendum nýsköpunar Grundvallarforsenda nýsköpunar er tilvist frjálsra markaða þar sem unnt er að bjóða fram vörur og þjónustu í samkeppni við aðra með sem fæstum aðgangshindrunum. Á þessum forsendum hafa vestræn hagkerfi byggt í 200 ár sem og velferð einstaklinganna sem í þeim búa. Það er ekki tilviljun að engin okkar eru með farsíma, tölvur, eða nýtum vefmiðla eða streymisþjónustur frá Norður Kóreu, Venesúela eða Kúbu. Þess í stað hefur nýsköpun þrifist í löndum á borð við Bandaríkin, Finnlandi og Suður-Kóreu. Þannig stefnir meira að segja í það að bandarísk fyrirtæki nái yfirráðum á evrópskum markaði fyrir sjúkraskrárkerfi. Forsendur nýsköpunar er að réttur jarðvegur séu til staðar. Bestu lausnir sem finnast í dag hafa orðið til í opnum hagkerfum frjálsra markaða þar sem samkeppni þrífst og aðilar fá að spreyta sig á því að koma nýjum hugmundum á framfæri og láta reyna á ágæti þeirra. Það sem Alma kallar „að hafa gert það besta úr hlutunum“ snýr ekki bara að fjármununum, heldur hefur teymi landlæknis stundað ríkisrekna hugbúnaðarþróun og miðstýringu á innleiðingum lausna fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi árum saman, ekki bara hið opinbera, heldur einnig á einkamarkaði. Þannig er Ölmu fyrirmunað að skilja að aðilar sem ekki hafa tekið þátt í nýtilkomnum útboðum embættisins kunni að starfa og hafa hagsmuni á öðrum mörkuðum en hinum opinbera. Enda telur hún ekkert óeðlilegt við það að hið fjármagnaða sjúkraskrárkerfi hins opinbera sé boðið til sölu á einkamarkaði í samkeppni við lausnir nýsköpunar. Það er því ekki að undra að það veki óhug undirritaðs ef Alma taki við heilbrigðisráðuneytinu þar sem miðstýringarstefnan og alræðishyggja í heilbrigðismálum á uppruna sinn hjá sjálfréttlættum embættismönnum og afvegaleiddum ráðherrum. Stráin við bragga Ölmu Líkt og flokksfélagi Ölmu þá hefur hún staðið fyrir kaupum á hugbúnaðarlausnum í ígildi stafrænna stráa. Í viðtalinu nefndi Alma ekki einu orði vildarvin sinn Origo/Helix sem hún heldur áfram að greiða hundruð milljóna án fyrirliggjandi samninga. Þær greiðslur eru á hennar ábyrgð, hvað sem líður gömlum samningum. Þá þakkar Alma sér að útboð séu hafin á vegum embættisins, þegar hið rétta er að það var fyrir kærur hagsmunaaðila, þ.m.t. til ESA og fyrir úrskurði Kærunefndar útboðsmála að embættið var neytt til að endurskoða afstöðu sína. Þannig eru það blóðugur, margra ára slagur og málaferli hagsmunaaðila sem hafa leitt til ákveðinna breytinga í stjórnsýslunni þó svo að ekki sé hægt að merkja raunverulegar hugafarsbreytingar skv. orðræðu Ölmu. Þannig gleymdi Alma alveg að geta þess að útboð fjarfundalausnar var kærð til Kærunefndar útboðsmála þar sem útboðið var sniðið að lausn sem embættið var búið að greiða fyrir og taka í notkun nokkrum árum áður í íslensku heilbrigðiskerfi. Að lokum, hvað sem Alma segir, þá segja gildlandi samningar að Heklu kerfið sé í eigu Origo/Helix. Samfylkingin stefnir á ball í bragganum. Ljóst er að Degi og Þórði Snæ er ekki boðið og í huga undirritaðs er boðskort Ölmu þegar útrunnið. Höfundur er forstjóri Skræðu ehf heilbrigðislausna, hugbúnaðarfyrirtækis á sviði heilbrigðistækni.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar