Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 07:12 Flokkur fólksins hefur frá upphafi barist fyrir hagsmunum eldra fólks. Nú í haust áður en Alþingi var rofið mælti Inga Sæland fyrir tveimur málum sem varða hagsmuni eldri borgara. Þetta voru frumvörp um annars vegar afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna og hins vegar hækkun almenns frítekjumarks vegna lífeyristekna úr 300.000 kr. upp í 1.200.000 kr. á ári, eða 100.000 kr. á mánuði. Þessi tvö mál eru meðal fyrstu mála sem við í Flokki fólksins mæltum fyrir þegar flokkurinn komst á Alþingi árið 2017, og eru þetta tvö af kjarnamálunum okkar. Þótt frítekjumark vegna atvinnutekna hafi verið hækkað á síðustu árum breytir það ekki þeirri stöðu að ef ellilífeyrisþegi fer umfram þetta mark þá skerðist ellilífeyrir hans um 45% af því sem umfram er, sem mætti jafna til hátekjuskatts. Það er ekki hægt að sjá að afnám þessarar reglu um skerðingar vegna atvinnutekna eldra fólks leiði til aukinna ríkisútgjalda og ávinningurinn er augljós. Rannsóknir hafa sýnt að virkni á efri árum stuðli að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Þess vegna höfum við ávallt talað fyrir því að eldra fólk hafi möguleika til að bæta kjör sín með því að vinna óskert. Eldri borgarar hafa sjálfir sparað fyrir lífeyrissjóðshlutdeild sinni. Í skerðingu bótagreiðslna á grundvelli lífeyristekna felst því skerðing á þeim hagsmunum sem eldra fólk hefur unnið sér inn með vinnu í gegnum lífið. Við í Flokki fólksins munum alltaf berjast gegn skerðingum. Það er verið að svipta eldra fólk eignarrétti sínum og áunnum réttindum sem okkur finnst til háborinnar skammar. Höfundur er á 2. sæti á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Eldri borgarar Jónína Björk Óskarsdóttir Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur frá upphafi barist fyrir hagsmunum eldra fólks. Nú í haust áður en Alþingi var rofið mælti Inga Sæland fyrir tveimur málum sem varða hagsmuni eldri borgara. Þetta voru frumvörp um annars vegar afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna og hins vegar hækkun almenns frítekjumarks vegna lífeyristekna úr 300.000 kr. upp í 1.200.000 kr. á ári, eða 100.000 kr. á mánuði. Þessi tvö mál eru meðal fyrstu mála sem við í Flokki fólksins mæltum fyrir þegar flokkurinn komst á Alþingi árið 2017, og eru þetta tvö af kjarnamálunum okkar. Þótt frítekjumark vegna atvinnutekna hafi verið hækkað á síðustu árum breytir það ekki þeirri stöðu að ef ellilífeyrisþegi fer umfram þetta mark þá skerðist ellilífeyrir hans um 45% af því sem umfram er, sem mætti jafna til hátekjuskatts. Það er ekki hægt að sjá að afnám þessarar reglu um skerðingar vegna atvinnutekna eldra fólks leiði til aukinna ríkisútgjalda og ávinningurinn er augljós. Rannsóknir hafa sýnt að virkni á efri árum stuðli að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Þess vegna höfum við ávallt talað fyrir því að eldra fólk hafi möguleika til að bæta kjör sín með því að vinna óskert. Eldri borgarar hafa sjálfir sparað fyrir lífeyrissjóðshlutdeild sinni. Í skerðingu bótagreiðslna á grundvelli lífeyristekna felst því skerðing á þeim hagsmunum sem eldra fólk hefur unnið sér inn með vinnu í gegnum lífið. Við í Flokki fólksins munum alltaf berjast gegn skerðingum. Það er verið að svipta eldra fólk eignarrétti sínum og áunnum réttindum sem okkur finnst til háborinnar skammar. Höfundur er á 2. sæti á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar