Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 28. nóvember 2024 07:02 Það fer eflaust ekki fram hjá neinum að kosningar eru á næsta leiti. Auglýsingar dynja nú á fólki í ljósvakamiðlum og kosningaáróður er allsráðandi á samfélagsmiðlum. Allt kostar þetta fjármuni, en það kann að koma sumum á óvart að bróðurpartur þessara auglýsingaherferða er fjármagnaður af skattgreiðendum. Með lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokka árið 2006 var þeim framboðum sem fá a.m.k. einn þingmann kjörinn eða hljóta yfir 2,5% atkvæða tryggt árlegt framlag úr ríkissjóði. Árið 2018 voru framlögin ríflega tvöfölduð og hækkuðu þá úr tæpum 290 milljónum upp í tæpar 650 milljónir króna á ári. Stofnanavæðing stjórnmálanna Þessi stofnanavæðing stjórnmálanna hefur veikt tengingu þeirra við samfélagið. Með því að fjármagna stjórnmálaflokka með almannafé draga stjórnvöld úr þörf þeirra til að viðhalda virku starfi og rækta tengsl við kjósendur. Flokkar þurfa því ekki lengur að halda úti grasrótarstarfi þar sem fólk sem ekki starfar við stjórnmál leggur tíma sinn og fjármuni í að berjast fyrir ákveðnum hugsjónum. Styrkjakerfið dregur einnig úr getu nýrra stjórnmálaframboða til að hasla sér völl. Þeir flokkar sem öfluðu sér kjörfylgis í síðustu kosningum fá sjálfkrafa opinbera styrki í fjögur ár þar á eftir. Þessum styrkjum geta flokkarnir safnað upp og notað í auglýsingaherferðir fyrir næstu kosningabaráttu. Ný framboð sem ekki njóta þessarar meðgjafar standa þar höllum fæti. Vandamálið verður ennþá verra þegar reglur um styrki til stjórnmálasamtaka eru skoðaðar. Samhliða opinberum framlögum voru tækifæri til fjáröflunar hjá einstaklingum og fyrirtækjum verulega takmörkuð. Í dag mega lögaðilar styrkja stjórnmálaflokka um að hámarki því sem nemur 550 þúsund krónum á ári og einstaka frambjóðendum er að hámarki heimilt að þiggja 400 þúsund krónur á ári frá hverjum aðila. Þetta þýðir að í kosningum standa ný framboð andspænis sitjandi stjórnmálaflokkum sem hafa hlotið 2.600 milljónir króna í opinber framlög á kjörtímabilinu. Nýjum framboðum er því einungis heimilt að safna upphæð frá hverjum lögaðila sem nemur 0,02% af þeirri opinberu meðgjöf sem sitjandi stjórnmálaflokkar njóta. Stjórnmál snúast um hugsjónir Ákjósanlegri leiðir eru færar í fjármögnun stjórnmálasamtaka. Með því að rýmka reglur um hámarksstyrki lögaðila til framboða verulega mætti leggja opinbera styrkjakerfið af. Samhliða þeirri breytingu yrði áfram tryggt fullt gagnsæi um fjármögnun stjórnmálasamtaka, þannig að öllum sé ljóst hvaðan fjármunir þeirra koma. Í kosningaáttavita Viðskiptaráðs fyrir þessar kosningar má sjá að fjórir flokkar eru fylgjandi því að afnema opinbera styrki til stjórnmálasamtaka og tveir eru hlutlausir. Við hjá ráðinu bindum vonir við að ný ríkisstjórn ráðist í þessar umbætur. Skattgreiðendur þyrftu þá ekki lengur að standa undir starfsemi stjórnmálasamtaka sem berjast fyrir hugmyndafræði sem þegar hefur verið hafnað í kosningum og gengur jafnvel gegn gildum þeirra sem skattinn greiða. Hugsjónastarf, líkt og starfsemi stjórnmálasamtaka er, verður þá aftur fjármagnað og unnið af þeim sem á þær hugsjónir trúa. Höfundur starfar sem sérfræðingur á hagfræðisviði hjá Viðskiptaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það fer eflaust ekki fram hjá neinum að kosningar eru á næsta leiti. Auglýsingar dynja nú á fólki í ljósvakamiðlum og kosningaáróður er allsráðandi á samfélagsmiðlum. Allt kostar þetta fjármuni, en það kann að koma sumum á óvart að bróðurpartur þessara auglýsingaherferða er fjármagnaður af skattgreiðendum. Með lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokka árið 2006 var þeim framboðum sem fá a.m.k. einn þingmann kjörinn eða hljóta yfir 2,5% atkvæða tryggt árlegt framlag úr ríkissjóði. Árið 2018 voru framlögin ríflega tvöfölduð og hækkuðu þá úr tæpum 290 milljónum upp í tæpar 650 milljónir króna á ári. Stofnanavæðing stjórnmálanna Þessi stofnanavæðing stjórnmálanna hefur veikt tengingu þeirra við samfélagið. Með því að fjármagna stjórnmálaflokka með almannafé draga stjórnvöld úr þörf þeirra til að viðhalda virku starfi og rækta tengsl við kjósendur. Flokkar þurfa því ekki lengur að halda úti grasrótarstarfi þar sem fólk sem ekki starfar við stjórnmál leggur tíma sinn og fjármuni í að berjast fyrir ákveðnum hugsjónum. Styrkjakerfið dregur einnig úr getu nýrra stjórnmálaframboða til að hasla sér völl. Þeir flokkar sem öfluðu sér kjörfylgis í síðustu kosningum fá sjálfkrafa opinbera styrki í fjögur ár þar á eftir. Þessum styrkjum geta flokkarnir safnað upp og notað í auglýsingaherferðir fyrir næstu kosningabaráttu. Ný framboð sem ekki njóta þessarar meðgjafar standa þar höllum fæti. Vandamálið verður ennþá verra þegar reglur um styrki til stjórnmálasamtaka eru skoðaðar. Samhliða opinberum framlögum voru tækifæri til fjáröflunar hjá einstaklingum og fyrirtækjum verulega takmörkuð. Í dag mega lögaðilar styrkja stjórnmálaflokka um að hámarki því sem nemur 550 þúsund krónum á ári og einstaka frambjóðendum er að hámarki heimilt að þiggja 400 þúsund krónur á ári frá hverjum aðila. Þetta þýðir að í kosningum standa ný framboð andspænis sitjandi stjórnmálaflokkum sem hafa hlotið 2.600 milljónir króna í opinber framlög á kjörtímabilinu. Nýjum framboðum er því einungis heimilt að safna upphæð frá hverjum lögaðila sem nemur 0,02% af þeirri opinberu meðgjöf sem sitjandi stjórnmálaflokkar njóta. Stjórnmál snúast um hugsjónir Ákjósanlegri leiðir eru færar í fjármögnun stjórnmálasamtaka. Með því að rýmka reglur um hámarksstyrki lögaðila til framboða verulega mætti leggja opinbera styrkjakerfið af. Samhliða þeirri breytingu yrði áfram tryggt fullt gagnsæi um fjármögnun stjórnmálasamtaka, þannig að öllum sé ljóst hvaðan fjármunir þeirra koma. Í kosningaáttavita Viðskiptaráðs fyrir þessar kosningar má sjá að fjórir flokkar eru fylgjandi því að afnema opinbera styrki til stjórnmálasamtaka og tveir eru hlutlausir. Við hjá ráðinu bindum vonir við að ný ríkisstjórn ráðist í þessar umbætur. Skattgreiðendur þyrftu þá ekki lengur að standa undir starfsemi stjórnmálasamtaka sem berjast fyrir hugmyndafræði sem þegar hefur verið hafnað í kosningum og gengur jafnvel gegn gildum þeirra sem skattinn greiða. Hugsjónastarf, líkt og starfsemi stjórnmálasamtaka er, verður þá aftur fjármagnað og unnið af þeim sem á þær hugsjónir trúa. Höfundur starfar sem sérfræðingur á hagfræðisviði hjá Viðskiptaráði.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun