Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. nóvember 2024 18:10 Gisele Pelicot ásamt lögmönnum sínum. EPA/YOAN VALAT Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. Dagblaðið New York Times greinir frá þessu. Eins og greint hefur verið frá hefur Domnique Pelicot játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni en hann bauð öðrum að gera slíkt hið sama ítrekað yfir margra ára skeið. Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi fer fram á að hann verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Talið er að um 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominque og 50 öðrum „meðal-Jónum“. Réttarhöldin hafa nú staðið yfir í tólf vikur. Bað Gisele afsökunar Síðastur mannanna 50 til að vera dreginn fyrir dómstólinn var klæddur í hvíta peysu og gallabuxur þegar hann neitaði sök. Hann heitir Philippe Leleu og er 62 ára garðyrkjumaður. Hann var rétt ókominn á ellilífeyrisaldur þegar að lögreglan bankaði á dyr heima hjá honum. Móðir hans kom til dyra en síðan hún fékk heilablóðfall fyrir tíu árum síðan eyðir hann flestum kvöldum heima hjá henni. Enda er stutt fyrir hann að fara en móðir Leleu, býr við hliðina á honum. Hann er einn af mönnunum sem fjölmiðlar í Frakklandi hafa lýst sem venjulegum. Leleu sagði sér til varnar að hann hafði haldið að Gisele væri samþykk athæfinu. Hann tók fram að Dominque hafi tjáð honum að hún hafi sjálf tekið lyfin. Hann bað Gisele afsökunar á öllu saman er hann tjáði sig fyrir dómnum. 40 prósent á sakaskrá „Þeir eru stuttir, hávaxnir, feitlagnir, mjóir, rakaðir, með skegg, sköllóttir og með tagl, aðeins fjórtán voru atvinnulausir. Þeir virðast allir vera millistéttar frakkar úr dreifbýli. Trukkabílstjórar, smiðir, fangaverðir, hjúkrunarfræðingur, bankastarfsmaður og blaðamaður,“ segir í grein New York Times. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 74 ára. Um 66 prósent þeirra eru feður, um 40 prósent þeirra voru nú þegar á sakaskrá, tveir eftir að hafa verið dæmdir sekir um nauðgun. „Hin hefðbundni nauðgari er ekki til,“ sagði Antoine Camus, einn af lögfræðingum Gisele fyrir dómstólum í síðustu viku. Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Dagblaðið New York Times greinir frá þessu. Eins og greint hefur verið frá hefur Domnique Pelicot játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni en hann bauð öðrum að gera slíkt hið sama ítrekað yfir margra ára skeið. Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi fer fram á að hann verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Talið er að um 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominque og 50 öðrum „meðal-Jónum“. Réttarhöldin hafa nú staðið yfir í tólf vikur. Bað Gisele afsökunar Síðastur mannanna 50 til að vera dreginn fyrir dómstólinn var klæddur í hvíta peysu og gallabuxur þegar hann neitaði sök. Hann heitir Philippe Leleu og er 62 ára garðyrkjumaður. Hann var rétt ókominn á ellilífeyrisaldur þegar að lögreglan bankaði á dyr heima hjá honum. Móðir hans kom til dyra en síðan hún fékk heilablóðfall fyrir tíu árum síðan eyðir hann flestum kvöldum heima hjá henni. Enda er stutt fyrir hann að fara en móðir Leleu, býr við hliðina á honum. Hann er einn af mönnunum sem fjölmiðlar í Frakklandi hafa lýst sem venjulegum. Leleu sagði sér til varnar að hann hafði haldið að Gisele væri samþykk athæfinu. Hann tók fram að Dominque hafi tjáð honum að hún hafi sjálf tekið lyfin. Hann bað Gisele afsökunar á öllu saman er hann tjáði sig fyrir dómnum. 40 prósent á sakaskrá „Þeir eru stuttir, hávaxnir, feitlagnir, mjóir, rakaðir, með skegg, sköllóttir og með tagl, aðeins fjórtán voru atvinnulausir. Þeir virðast allir vera millistéttar frakkar úr dreifbýli. Trukkabílstjórar, smiðir, fangaverðir, hjúkrunarfræðingur, bankastarfsmaður og blaðamaður,“ segir í grein New York Times. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 74 ára. Um 66 prósent þeirra eru feður, um 40 prósent þeirra voru nú þegar á sakaskrá, tveir eftir að hafa verið dæmdir sekir um nauðgun. „Hin hefðbundni nauðgari er ekki til,“ sagði Antoine Camus, einn af lögfræðingum Gisele fyrir dómstólum í síðustu viku.
Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira