Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 08:22 Á Íslandi er gott að búa sama hvaða mælikvarða við horfum til. Við erum friðsæl og fullvalda þjóð. Við erum rík af auðlindum bæði til lands og sjávar sem krefjast skynsamlegrar og sjálfbærrar nýtingar til að viðhalda langtímaávinningi. Við höfum um árabil verið í fararbroddi þegar kemur að jafnrétti kynjanna á heimsvísu en jöfn tækifæri allra óháð kynferði, uppruna og trú eru forsenda framfara og velferðar. Áhersla hefur verið lögð á að bæta kjör þeirra sem lægstar tekjur hafa, ekki síst með lækkun tekjuskatts og hækkun bóta almannatrygginga og barnabóta auk þess sem fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið hækkaðar. Tekjuójöfnuður er enda minni hér á landi en í öllum öðrum OECD löndunum fyrir utan Slóveníu og Slóvakíu. Þá erum við nú í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Sá árangur er byggður á þáttum eins og efnahagslegu öryggi, lífsgæðum, félagslegum stuðningi og frelsi einstaklinga til að taka ákvarðanir og ábyrgð á eigin lífi, innan ramma laganna. Ísland hefur lengi staðið sig vel í samanburði við önnur OECD lönd í heilbrigðismálum og er gjarnan talið vera með eitt af bestu heilbrigðiskerfum heims þegar horft er til gæða og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Áskoranir á borð við öldrun þjóðarinnar og aukna tíðni langvinnra sjúkdóma krefjast úrlausna og kalla á stöðugar umbætur. Aðlögun að nýjum áskorunum er nauðsynleg til að viðhalda góðum árangri og bæta gæði heilbrigðisþjónustu. Það má gera með aukinni skilvirkni, fjölbreyttum rekstrarformum og nýtingu tækninnar. Aukið vægi forvarna og snemmtækrar íhlutunar er þjóðhagslega arðbær ráðstöfun á almannafé, hvort sem er í heilbrigðis- eða menntakerfinu, og hefur í för með sér bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning með því að bæta heilsu og vellíðan og auka lífsgæði og um leið draga úr kostnaði við langvarandi meðferð. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fjárfesta í þessum þáttum með markvissum hætti. Frá upphafi hefur Sjálfstæðisflokkurinn stutt við frjáls viðskipti og takmörkuð ríkisafskipti af atvinnulífi, með áherslu á frumkvæði og framtak einstaklinga. Atvinnuþátttaka á Íslandi er með því mesta sem þekkist og atvinnuleysi á sama tíma lítið. Ísland hefur síðasta áratuginn skipað sér í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun, hugverkaiðnaði og þekkingargreinum. Hlutur hugverka hefur aukist jafnt og þétt í útflutningi á sama tíma og fjárfesting í rannsóknum og þróun hefur margfaldast. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist samfleytt í 11 ár og það að teknu tilliti til vaxtagreiðslna. Þessum árangri er ekki náð í tómarúmi. Ábyrg efnahagsstefna síðustu ár og forgangsröðun fjármuna til lækkunar skulda skiptir þar miklu máli. Nú þegar vextir eru að lækka og verðbólga að hjaðna eru allar forsendur til staðar fyrir mikla lífskjarasókn. Gleymum því ekki að blómlegt atvinnulíf er forsenda velferðar. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram leitast við að tryggja íslenskum fyrirtækjum sem besta samkeppnisstöðu og liðka fyrir beinum samskiptum milli fólks, fyrirtækja og stofnana. Græn orka er líka einn af hornsteinum efnahagslegs árangurs. Með frekari orkuöflun tryggjum við orkuöryggi íslensku þjóðarinnar og áframhaldandi lífskjaravöxt. Á laugardag gengur þjóðin til kosninga og velur sér fulltrúa á þing. Það er mín trú að með því að setja X við D á kjördag tryggjum við best áframhaldandi lífsgæði fólksins í landinu og raunverulegan árangur fyrir samfélagið allt. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er gott að búa sama hvaða mælikvarða við horfum til. Við erum friðsæl og fullvalda þjóð. Við erum rík af auðlindum bæði til lands og sjávar sem krefjast skynsamlegrar og sjálfbærrar nýtingar til að viðhalda langtímaávinningi. Við höfum um árabil verið í fararbroddi þegar kemur að jafnrétti kynjanna á heimsvísu en jöfn tækifæri allra óháð kynferði, uppruna og trú eru forsenda framfara og velferðar. Áhersla hefur verið lögð á að bæta kjör þeirra sem lægstar tekjur hafa, ekki síst með lækkun tekjuskatts og hækkun bóta almannatrygginga og barnabóta auk þess sem fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið hækkaðar. Tekjuójöfnuður er enda minni hér á landi en í öllum öðrum OECD löndunum fyrir utan Slóveníu og Slóvakíu. Þá erum við nú í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Sá árangur er byggður á þáttum eins og efnahagslegu öryggi, lífsgæðum, félagslegum stuðningi og frelsi einstaklinga til að taka ákvarðanir og ábyrgð á eigin lífi, innan ramma laganna. Ísland hefur lengi staðið sig vel í samanburði við önnur OECD lönd í heilbrigðismálum og er gjarnan talið vera með eitt af bestu heilbrigðiskerfum heims þegar horft er til gæða og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Áskoranir á borð við öldrun þjóðarinnar og aukna tíðni langvinnra sjúkdóma krefjast úrlausna og kalla á stöðugar umbætur. Aðlögun að nýjum áskorunum er nauðsynleg til að viðhalda góðum árangri og bæta gæði heilbrigðisþjónustu. Það má gera með aukinni skilvirkni, fjölbreyttum rekstrarformum og nýtingu tækninnar. Aukið vægi forvarna og snemmtækrar íhlutunar er þjóðhagslega arðbær ráðstöfun á almannafé, hvort sem er í heilbrigðis- eða menntakerfinu, og hefur í för með sér bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning með því að bæta heilsu og vellíðan og auka lífsgæði og um leið draga úr kostnaði við langvarandi meðferð. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fjárfesta í þessum þáttum með markvissum hætti. Frá upphafi hefur Sjálfstæðisflokkurinn stutt við frjáls viðskipti og takmörkuð ríkisafskipti af atvinnulífi, með áherslu á frumkvæði og framtak einstaklinga. Atvinnuþátttaka á Íslandi er með því mesta sem þekkist og atvinnuleysi á sama tíma lítið. Ísland hefur síðasta áratuginn skipað sér í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun, hugverkaiðnaði og þekkingargreinum. Hlutur hugverka hefur aukist jafnt og þétt í útflutningi á sama tíma og fjárfesting í rannsóknum og þróun hefur margfaldast. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist samfleytt í 11 ár og það að teknu tilliti til vaxtagreiðslna. Þessum árangri er ekki náð í tómarúmi. Ábyrg efnahagsstefna síðustu ár og forgangsröðun fjármuna til lækkunar skulda skiptir þar miklu máli. Nú þegar vextir eru að lækka og verðbólga að hjaðna eru allar forsendur til staðar fyrir mikla lífskjarasókn. Gleymum því ekki að blómlegt atvinnulíf er forsenda velferðar. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram leitast við að tryggja íslenskum fyrirtækjum sem besta samkeppnisstöðu og liðka fyrir beinum samskiptum milli fólks, fyrirtækja og stofnana. Græn orka er líka einn af hornsteinum efnahagslegs árangurs. Með frekari orkuöflun tryggjum við orkuöryggi íslensku þjóðarinnar og áframhaldandi lífskjaravöxt. Á laugardag gengur þjóðin til kosninga og velur sér fulltrúa á þing. Það er mín trú að með því að setja X við D á kjördag tryggjum við best áframhaldandi lífsgæði fólksins í landinu og raunverulegan árangur fyrir samfélagið allt. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun