Steyptu fyrsta gullmolann Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 09:55 Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, heldur stoltur á fyrsta gullinu sem félagið steypti í Nalunaq. Amaroq Íslenska námafyrirtækið Amaroq hefur tilkynnt að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hafi átt sér stað í Nalunaq gullnámu félagsins í Suður-Grænlandi. Í tilkynningunni segir að þann 26. nóvember 2024 hafi Amaroq fengið endanlegt leyfi frá stjórnvöldum í Grænlandi fyrir gangsetningu á fyrsta áfanga vinnslustöðvar félagsins, sem hafi síðan starfað á fullum afköstum. Fyrsta steypun á gulli hafi átt sér stað í gær, þegar framleidd hafi verið 1,2 kílógrömm af gulli, 39 troy-únsur, eftir að vinnsla hefði staðið yfir í tíu klukkustundir. Hér má sjá afrakstur tíu klukkustunda vinnu.Amaroq Félagið muni halda áfram að stilla af og besta framleiðsluferla í vinnslustöðinni í kjölfar gangsetningar og stefni á vikulega steypun á gulli. Ætla að vinna allt að 300 tonn á dag Áætlað sé að ljúka öðrum áfanga vinnslustöðvarinnar, uppsetningu á flotrás á öðrum ársfjórðungi 2025. Félagið stefni á að auka framleiðslu upp í stöðug, full afköst á lokaársfjórðungi 2025, þar sem unnin verði 260 til 300 tonn á dag af efni með áætluðum 12 til 16 g/t af gullstyrkleika. Birting á uppfærðu auðlindamati fyrir Nalunaq sé áætluð á fyrsta ársfjórðungi 2025. Stór áfangi „Ég vil þakka samstarfsfólki mínu og teyminu á staðnum, sem unnið hefur sleitulaust við uppbyggingu og nú gangsetningu til að skila fyrsta gulli á réttum tíma, samhliða því að viðhalda góðum árangri í öryggismálum. Þetta er mikið afrek fyrir Amaroq og samstarfsaðila okkar,“ er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amaroq. Eldur er ánægður.Amaroq Fyrsta framleiðsla á gulli í Nalunaq sé stór áfangi í vegferð Amaroq, sér í lagi þar sem náman muni nú hefja tekjumyndun. Eftir því sem náman færist úr fjárfestingarfasa yfir í rekstur muni áherslur félagsins snúa að því að auka við gullmagn og þar með líftíma námunnar, sem og áframhaldandi rannsóknir til að raungera enn frekar virði eignasafns þess í Grænlandi. „Í gegnum þetta ferli höfum við lagt áherslu á að framkvæma verkefnið á sjálfbæran máta í nánu samstarfi við innlent samfélag, og viljum sérstaklega þakka grænlenskum stjórnvöldum, nærsamfélaginu og hluthöfum okkar fyrir áframhaldandi stuðning.“ Amaroq Minerals Grænland Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Í tilkynningunni segir að þann 26. nóvember 2024 hafi Amaroq fengið endanlegt leyfi frá stjórnvöldum í Grænlandi fyrir gangsetningu á fyrsta áfanga vinnslustöðvar félagsins, sem hafi síðan starfað á fullum afköstum. Fyrsta steypun á gulli hafi átt sér stað í gær, þegar framleidd hafi verið 1,2 kílógrömm af gulli, 39 troy-únsur, eftir að vinnsla hefði staðið yfir í tíu klukkustundir. Hér má sjá afrakstur tíu klukkustunda vinnu.Amaroq Félagið muni halda áfram að stilla af og besta framleiðsluferla í vinnslustöðinni í kjölfar gangsetningar og stefni á vikulega steypun á gulli. Ætla að vinna allt að 300 tonn á dag Áætlað sé að ljúka öðrum áfanga vinnslustöðvarinnar, uppsetningu á flotrás á öðrum ársfjórðungi 2025. Félagið stefni á að auka framleiðslu upp í stöðug, full afköst á lokaársfjórðungi 2025, þar sem unnin verði 260 til 300 tonn á dag af efni með áætluðum 12 til 16 g/t af gullstyrkleika. Birting á uppfærðu auðlindamati fyrir Nalunaq sé áætluð á fyrsta ársfjórðungi 2025. Stór áfangi „Ég vil þakka samstarfsfólki mínu og teyminu á staðnum, sem unnið hefur sleitulaust við uppbyggingu og nú gangsetningu til að skila fyrsta gulli á réttum tíma, samhliða því að viðhalda góðum árangri í öryggismálum. Þetta er mikið afrek fyrir Amaroq og samstarfsaðila okkar,“ er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amaroq. Eldur er ánægður.Amaroq Fyrsta framleiðsla á gulli í Nalunaq sé stór áfangi í vegferð Amaroq, sér í lagi þar sem náman muni nú hefja tekjumyndun. Eftir því sem náman færist úr fjárfestingarfasa yfir í rekstur muni áherslur félagsins snúa að því að auka við gullmagn og þar með líftíma námunnar, sem og áframhaldandi rannsóknir til að raungera enn frekar virði eignasafns þess í Grænlandi. „Í gegnum þetta ferli höfum við lagt áherslu á að framkvæma verkefnið á sjálfbæran máta í nánu samstarfi við innlent samfélag, og viljum sérstaklega þakka grænlenskum stjórnvöldum, nærsamfélaginu og hluthöfum okkar fyrir áframhaldandi stuðning.“
Amaroq Minerals Grænland Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira