Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 28. nóvember 2024 09:06 Steinunn Þórðardóttir segir það mikinn áfanga að ná að stytta vinnuviku lækna eins og annarra heilbrigðisstétta í 36 tíma. Vísir/Arnar Læknafélag Íslands skrifaði undir nýjan kjarasamning í nótt. Formaður læknafélagsins segir að samningurinn verði kynntur fyrir félagsfólki eftir helgi. Þau hafi náð að stytta vinnuviku lækna og bæta kjör þeirra. „Þetta skilaði árangri í nótt. Við vorum búin að hafa mikla trú á verkefninu allt frá því að við aflýstum þessari fyrstu lotu verkfalla. Við bara unum okkur ekki hvíldar fyrr en þetta kláraðist og það var mjög góð tilfinning,“ segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Hún segir að nýr kjarasamningur verði fyrst kynntur fyrir félagsmönnum og það sé planið að vera með fund á mánudagskvöldið í næstu viku. Eftir það muni þau fara um landið til að kynna samninginn fyrir læknum sem starfa víðs vegar um landið. „Við vonum innilega að læknum lítist eins vel á samninginn og okkur.“ Steinunn segir að horft hafi verið á aðferðafræði betri vinnutíma sem gangi út á það að draga úr álagi og bæta jafnvægi á milli vinnu og einkalífs hjá læknum. „Við náðum þarna loks að stytta vinnuviku lækna í 36 tíma eins og hefur verið gert fyrir allar aðrar heilbrigðisstéttir, nema lyfjafræðinga, þannig það er stór áfangi. Við erum að horfa á nýjar og betri útfærslur á vaktafyrirkomulagi og það eru ýmsar breytingar þarna sem við sjáum fyrir okkur að muni bæta vinnuumhverfi.“ Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32 Læknar undirrita nýjan kjarasamning Læknar undirrituðu nýjan kjarasamning við ríkið rétt fyrir klukkan tvö í nótt, sem miðar meðal annars að því að bæta vinnutíma og draga úr álagi. 28. nóvember 2024 06:14 Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Fyrstu lotu verkfalls lækna sem átti að hefjast nú á miðnætti hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tölvupósti til félagsmanna í Læknafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segir að verið sé að útfæra tæknileg smáatriði og það muni vonandi takast á morgun. 24. nóvember 2024 22:56 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
„Þetta skilaði árangri í nótt. Við vorum búin að hafa mikla trú á verkefninu allt frá því að við aflýstum þessari fyrstu lotu verkfalla. Við bara unum okkur ekki hvíldar fyrr en þetta kláraðist og það var mjög góð tilfinning,“ segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Hún segir að nýr kjarasamningur verði fyrst kynntur fyrir félagsmönnum og það sé planið að vera með fund á mánudagskvöldið í næstu viku. Eftir það muni þau fara um landið til að kynna samninginn fyrir læknum sem starfa víðs vegar um landið. „Við vonum innilega að læknum lítist eins vel á samninginn og okkur.“ Steinunn segir að horft hafi verið á aðferðafræði betri vinnutíma sem gangi út á það að draga úr álagi og bæta jafnvægi á milli vinnu og einkalífs hjá læknum. „Við náðum þarna loks að stytta vinnuviku lækna í 36 tíma eins og hefur verið gert fyrir allar aðrar heilbrigðisstéttir, nema lyfjafræðinga, þannig það er stór áfangi. Við erum að horfa á nýjar og betri útfærslur á vaktafyrirkomulagi og það eru ýmsar breytingar þarna sem við sjáum fyrir okkur að muni bæta vinnuumhverfi.“
Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32 Læknar undirrita nýjan kjarasamning Læknar undirrituðu nýjan kjarasamning við ríkið rétt fyrir klukkan tvö í nótt, sem miðar meðal annars að því að bæta vinnutíma og draga úr álagi. 28. nóvember 2024 06:14 Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Fyrstu lotu verkfalls lækna sem átti að hefjast nú á miðnætti hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tölvupósti til félagsmanna í Læknafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segir að verið sé að útfæra tæknileg smáatriði og það muni vonandi takast á morgun. 24. nóvember 2024 22:56 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32
Læknar undirrita nýjan kjarasamning Læknar undirrituðu nýjan kjarasamning við ríkið rétt fyrir klukkan tvö í nótt, sem miðar meðal annars að því að bæta vinnutíma og draga úr álagi. 28. nóvember 2024 06:14
Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Fyrstu lotu verkfalls lækna sem átti að hefjast nú á miðnætti hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tölvupósti til félagsmanna í Læknafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segir að verið sé að útfæra tæknileg smáatriði og það muni vonandi takast á morgun. 24. nóvember 2024 22:56