Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar 28. nóvember 2024 13:42 Ég ólst upp við það að ferðamenn fóru bara í aðra áttina, frá Íslandi og út í heim. Á sandölum og ermalausum bol. Þetta var þegar bara fáeinir frumkvöðlar sá fyrir sér að ferðaþjónusta myndi vaxa og dafna sem alvöru atvinnugrein hér á landi. Ég ætla að fullyrða að enn færri, ef einhverjir, hafi séð fyrir sér að ferðaþjónustan væri nú orðin okkar stærsta og mikilvægasta atvinnugrein. Hvað geta stjórnvöld gert fyrir atvinnugrein sem á síðasta ári aflaði 600 milljarða kr. í útflutningstekjur? Fyrir atvinnugrein sem skilaði um 160 milljörðum kr. í ríkisjóð í formi skatttekna? Hvernig tryggjum við framgang atvinnugreinar þar sem starfa rúmlega 30 þúsund manns? Skilaboðin frá forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar eru í raun einföld, það þarf að leggja lykil áherslu á að skapa atvinnugreininni fyrirsjáanleika. Slíkur fyrirsjáanleiki þegar kemur að sköttum og gjöldum er alltaf æskilegur en í atvinnugrein þar sem salan á sér stað með 18-24 mánaða fyrirvara er hann beinlínis nauðsynlegur til þess að ógna ekki mikilvægum stöðugleika í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki byrja aftur frá núlli Stjórnmálamenn þurfa líka að geta gert greinarmun á gjaldtöku sem ætlað er að stýra aðgengi að ákveðnum fjölsóttum og/eða viðkvæmum áfangastöðum og gjaldtöku sem er eingöngu ætlað að skapa tekjur fyrir ríkissjóð. Af þessu tilefni er bent á að mikil vinna hefur farið fram undanfarin ár í opinberri stefnumörkun í ferðaþjónustu í samráði við helstu hagsmunaaðila. Þeirri vinnu má ekki að kasta á glæ þegar ný ríkisstjórn tekur við stjórnartaumunum nú eftir kosningar. Slík nálgun hjálpar ekki vaxandi atvinnugrein í krefjandi alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ferðamennska á Íslandi Viðreisn Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ég ólst upp við það að ferðamenn fóru bara í aðra áttina, frá Íslandi og út í heim. Á sandölum og ermalausum bol. Þetta var þegar bara fáeinir frumkvöðlar sá fyrir sér að ferðaþjónusta myndi vaxa og dafna sem alvöru atvinnugrein hér á landi. Ég ætla að fullyrða að enn færri, ef einhverjir, hafi séð fyrir sér að ferðaþjónustan væri nú orðin okkar stærsta og mikilvægasta atvinnugrein. Hvað geta stjórnvöld gert fyrir atvinnugrein sem á síðasta ári aflaði 600 milljarða kr. í útflutningstekjur? Fyrir atvinnugrein sem skilaði um 160 milljörðum kr. í ríkisjóð í formi skatttekna? Hvernig tryggjum við framgang atvinnugreinar þar sem starfa rúmlega 30 þúsund manns? Skilaboðin frá forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar eru í raun einföld, það þarf að leggja lykil áherslu á að skapa atvinnugreininni fyrirsjáanleika. Slíkur fyrirsjáanleiki þegar kemur að sköttum og gjöldum er alltaf æskilegur en í atvinnugrein þar sem salan á sér stað með 18-24 mánaða fyrirvara er hann beinlínis nauðsynlegur til þess að ógna ekki mikilvægum stöðugleika í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki byrja aftur frá núlli Stjórnmálamenn þurfa líka að geta gert greinarmun á gjaldtöku sem ætlað er að stýra aðgengi að ákveðnum fjölsóttum og/eða viðkvæmum áfangastöðum og gjaldtöku sem er eingöngu ætlað að skapa tekjur fyrir ríkissjóð. Af þessu tilefni er bent á að mikil vinna hefur farið fram undanfarin ár í opinberri stefnumörkun í ferðaþjónustu í samráði við helstu hagsmunaaðila. Þeirri vinnu má ekki að kasta á glæ þegar ný ríkisstjórn tekur við stjórnartaumunum nú eftir kosningar. Slík nálgun hjálpar ekki vaxandi atvinnugrein í krefjandi alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar