Steypan smám saman að harðna í fylginu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 14:03 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst rýnir í þau tíðindi sem felast í nýjustu Maskínukönnuninni. „Steypan er smám saman að harðna í fylginu.“ Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst sem var beðinn um að leggja mat á nýjustu könnun Maskínu en þegar Eiríkur hafði virt fyrir sér síðustu kannanir aftur í tímann og þá blasir við að myndin er að teiknast ansi skýrt upp. „Þetta eru ekki miklar sveiflur hjá einstaka flokkum heldur eru um eitt, tvö prósent að færast til á milli kannanna og maður getur gert ráð fyrir að það sé um það bil svigrúmið fram að kosningum og að breytingarnar verði ekki mikið meiri en örfá prósentustig, til eða frá.“ Það eru engar dramatískar breytingar að finna á fylgi flokkanna í nýjustu Maskínukönnuninni en þó fréttnæmt að tveir flokkar bæta við sig um það bil tveimur prósentustigum frá síðustu könnun. „Já, stóru tíðindin eru kannski þau að Flokkur fólksins fer vel upp og Framsókn réttir úr kútnum og er allavega komin upp fyrir þetta helsta hættusvæði. Fylgi Samfylkingar og Viðreisnar er að festast undir tuttugu prósentum á meðan Sjálfstæðisflokkur er ansi stöðugur allnokkuð fyrir neðan. Vinstri grænir eru ennþá úti en Píratar lyftast ögn og eygja von um að komast kannski yfir þröskuldinn.“ Eiríkur segist hafa búist við því að fylgi Samfylkingar og Viðreisnar myndi dragast ögn saman í aðdraganda kosninga. „Flokkar af þessu tagi eru gjarnan ofmetnir í könnunum en eftir því sem nær dregur þá gerir maður ráð fyrir að þeir lækki aðeins. Maður átti auðvitað von á því að Framsóknarflokkurinn myndi rétta úr kútnum en það gerist ansi seint en það er að gerast núna. Maður hefði síðan ekki almennilega getað reiknað út eða séð fyrir að Flokkur fólksins myndi bæta við sig og það er kannski Flokkur fólksins sem er sigurvegari í þessari einstöku könnun, ef svo má segja.“ Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Flokkur fólksins og Framsóknarflokkur bæta við fylgi sitt um tvö prósent. Þetta sýnir glæný könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samfylking og Viðreisn dala um sirka tvö prósentustig á milli Maskínukannanna og Píratar mælast inni á þingi. 28. nóvember 2024 11:56 Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Í hádegisfréttum segjum við frá glænýrri könnun frá Maskínu þar sem fylgið fyrir komandi kosningar er kannað. 28. nóvember 2024 11:37 Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Um 43 prósent landsmanna vilja auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu en um 30 prósent halda rekstrarforminu óbreyttu. Alls vilja 27 prósent draga úr einkarekstri. Þá vilja 38 prósent auka einkarekstur í samgöngumálum og 28 prósent aukinn einkarekstur í menntakerfinu. 26. nóvember 2024 12:02 Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Um 43 prósent landsmanna vilja auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu en um 30 prósent halda rekstrarforminu óbreyttu. Alls vilja 27 prósent draga úr einkarekstri. Þá vilja 38 prósent auka einkarekstur í samgöngumálum og 28 prósent aukinn einkarekstur í menntakerfinu. 26. nóvember 2024 12:02 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
„Þetta eru ekki miklar sveiflur hjá einstaka flokkum heldur eru um eitt, tvö prósent að færast til á milli kannanna og maður getur gert ráð fyrir að það sé um það bil svigrúmið fram að kosningum og að breytingarnar verði ekki mikið meiri en örfá prósentustig, til eða frá.“ Það eru engar dramatískar breytingar að finna á fylgi flokkanna í nýjustu Maskínukönnuninni en þó fréttnæmt að tveir flokkar bæta við sig um það bil tveimur prósentustigum frá síðustu könnun. „Já, stóru tíðindin eru kannski þau að Flokkur fólksins fer vel upp og Framsókn réttir úr kútnum og er allavega komin upp fyrir þetta helsta hættusvæði. Fylgi Samfylkingar og Viðreisnar er að festast undir tuttugu prósentum á meðan Sjálfstæðisflokkur er ansi stöðugur allnokkuð fyrir neðan. Vinstri grænir eru ennþá úti en Píratar lyftast ögn og eygja von um að komast kannski yfir þröskuldinn.“ Eiríkur segist hafa búist við því að fylgi Samfylkingar og Viðreisnar myndi dragast ögn saman í aðdraganda kosninga. „Flokkar af þessu tagi eru gjarnan ofmetnir í könnunum en eftir því sem nær dregur þá gerir maður ráð fyrir að þeir lækki aðeins. Maður átti auðvitað von á því að Framsóknarflokkurinn myndi rétta úr kútnum en það gerist ansi seint en það er að gerast núna. Maður hefði síðan ekki almennilega getað reiknað út eða séð fyrir að Flokkur fólksins myndi bæta við sig og það er kannski Flokkur fólksins sem er sigurvegari í þessari einstöku könnun, ef svo má segja.“
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Flokkur fólksins og Framsóknarflokkur bæta við fylgi sitt um tvö prósent. Þetta sýnir glæný könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samfylking og Viðreisn dala um sirka tvö prósentustig á milli Maskínukannanna og Píratar mælast inni á þingi. 28. nóvember 2024 11:56 Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Í hádegisfréttum segjum við frá glænýrri könnun frá Maskínu þar sem fylgið fyrir komandi kosningar er kannað. 28. nóvember 2024 11:37 Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Um 43 prósent landsmanna vilja auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu en um 30 prósent halda rekstrarforminu óbreyttu. Alls vilja 27 prósent draga úr einkarekstri. Þá vilja 38 prósent auka einkarekstur í samgöngumálum og 28 prósent aukinn einkarekstur í menntakerfinu. 26. nóvember 2024 12:02 Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Um 43 prósent landsmanna vilja auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu en um 30 prósent halda rekstrarforminu óbreyttu. Alls vilja 27 prósent draga úr einkarekstri. Þá vilja 38 prósent auka einkarekstur í samgöngumálum og 28 prósent aukinn einkarekstur í menntakerfinu. 26. nóvember 2024 12:02 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Flokkur fólksins og Framsóknarflokkur bæta við fylgi sitt um tvö prósent. Þetta sýnir glæný könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samfylking og Viðreisn dala um sirka tvö prósentustig á milli Maskínukannanna og Píratar mælast inni á þingi. 28. nóvember 2024 11:56
Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Í hádegisfréttum segjum við frá glænýrri könnun frá Maskínu þar sem fylgið fyrir komandi kosningar er kannað. 28. nóvember 2024 11:37
Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Um 43 prósent landsmanna vilja auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu en um 30 prósent halda rekstrarforminu óbreyttu. Alls vilja 27 prósent draga úr einkarekstri. Þá vilja 38 prósent auka einkarekstur í samgöngumálum og 28 prósent aukinn einkarekstur í menntakerfinu. 26. nóvember 2024 12:02
Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Um 43 prósent landsmanna vilja auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu en um 30 prósent halda rekstrarforminu óbreyttu. Alls vilja 27 prósent draga úr einkarekstri. Þá vilja 38 prósent auka einkarekstur í samgöngumálum og 28 prósent aukinn einkarekstur í menntakerfinu. 26. nóvember 2024 12:02
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum