Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2024 09:01 Þjófar stálu verðmætum úr tveimur verslunum Elko, í Lindum og Skeifunni. Vísir/Vilhelm Sakborningur í Elko-málinu svokallaða er grunaður um fjölda annarra afbrota, þar eru átta þjófnaðarbrot og sex umferðarlagabrot. Hann er einnig grunaður um heimilisofbeldi og hlaut dóm fyrir ýmis brot í haust. Elko-málið varðar þjófnað í tveimur verslunum raftækjarisans Elko, í Lindum og Skeifunni, sem voru framin að kvöldi 22. september og aðfaranótt 23. sama mánaðar. Maðurinn er grunaður um að fremja verknaðinn ásamt fleirum. Greint var frá því að virði þýfisins hlaupi á tugmilljónum króna, en þeir höfðu síma, dýr tæki og reiðufé með sér á brott. Í fyrstu voru sjö Rúmenar, bæði karlar og konur, handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. Aðrir tveir voru handteknir með þýfi á leið í Norrænu. Í kjölfar þess að málið kom upp lýsti lögreglan eftir tveimur mönnum. Skömmu eftir að tilkynning lögreglu þess efnis birtist sagðist hún hafa fengið upplýsingar um hverjir þeir væru. Tók eftir því daginn eftir að einhver hefði brotist inn Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. október síðastliðnum er haft eftir vitni sem var að vinna við framkvæmdir í húsnæði Elko í Lindum að þegar hann hafi farið úr vinnu klukkan fjögur síðdegis 22. september hafi allt verið í lagi. Þegar hann kom daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins. Hann sagði að búið væri að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Þá væri lögreglan með nafnlausa ábendingu um að einn maður, sá sem er grunaður um fjöldann allan af afbrotum, tengdist málinu. Hann hafi verið handtekinn samdægurs, 23. september og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Grunaður um heimilisofbeldi Auk Elko-málsins væri hann undir rökstuddum grun í sextán öðrum málum. Þá liggur fyrir ákvörðun Útlendingastofnunnar um brottvísun og þriggja ára endurkomubann mannsins til Íslands. Honum var birt sú ákvörðun nokkrum dögum eftir handtökuna. Maðurinn er grunaður um heimilisofbeldi. Hann er talinn hafa ráðist með ofbeldi gegn dóttur sinni og barnsmóður. Meint brot hans telst varða 218. grein b. almennra hegningarlaga. Það er að segja að hann er grunaður um að hafa á endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð barnsins og barnsmóðurinnar. Margra milljóna þýfi í öðrum málum Maðurinn er grunaður um fjölda þjófnaðarbrota. Að Elko-málinu undanskildu er umfangsmesta málið þjófnaður á ýmsum munum í Nova á Selfossi. Þar er maðurinn grunaður um að stela níu farsímum og hátalara, hvers virði var samanlagt 1,739 milljónir króna. Hann er einnig grunaður um sjö önnur þjófnaðarbrot í verslunum Elko, Krónunnar, Lyfju, Bónus og ÁTVR sem voru framin frá maí og til ágústmánuðar á þessu ári. Samanlagt verðmæti þýfis þeirra mála mun vera um það bil 340 þúsund krónur. Einnig er maðurinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota sem varða til að mynda of hraðan akstur, akstur undir áhrifum og akstur án ökuréttinda. Þar að auki má minnast á að í september hlaut maðurinn fimm mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára fyrir ýmis brot, þar á meðal fjölda þjófnaðarbrota sem samanlagt vörðuðu þýfi sem hleypur á tæpri einni og hálfri milljón króna. Þjófnaður í Elko Dómsmál Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Elko-málið varðar þjófnað í tveimur verslunum raftækjarisans Elko, í Lindum og Skeifunni, sem voru framin að kvöldi 22. september og aðfaranótt 23. sama mánaðar. Maðurinn er grunaður um að fremja verknaðinn ásamt fleirum. Greint var frá því að virði þýfisins hlaupi á tugmilljónum króna, en þeir höfðu síma, dýr tæki og reiðufé með sér á brott. Í fyrstu voru sjö Rúmenar, bæði karlar og konur, handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. Aðrir tveir voru handteknir með þýfi á leið í Norrænu. Í kjölfar þess að málið kom upp lýsti lögreglan eftir tveimur mönnum. Skömmu eftir að tilkynning lögreglu þess efnis birtist sagðist hún hafa fengið upplýsingar um hverjir þeir væru. Tók eftir því daginn eftir að einhver hefði brotist inn Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. október síðastliðnum er haft eftir vitni sem var að vinna við framkvæmdir í húsnæði Elko í Lindum að þegar hann hafi farið úr vinnu klukkan fjögur síðdegis 22. september hafi allt verið í lagi. Þegar hann kom daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins. Hann sagði að búið væri að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Þá væri lögreglan með nafnlausa ábendingu um að einn maður, sá sem er grunaður um fjöldann allan af afbrotum, tengdist málinu. Hann hafi verið handtekinn samdægurs, 23. september og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Grunaður um heimilisofbeldi Auk Elko-málsins væri hann undir rökstuddum grun í sextán öðrum málum. Þá liggur fyrir ákvörðun Útlendingastofnunnar um brottvísun og þriggja ára endurkomubann mannsins til Íslands. Honum var birt sú ákvörðun nokkrum dögum eftir handtökuna. Maðurinn er grunaður um heimilisofbeldi. Hann er talinn hafa ráðist með ofbeldi gegn dóttur sinni og barnsmóður. Meint brot hans telst varða 218. grein b. almennra hegningarlaga. Það er að segja að hann er grunaður um að hafa á endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð barnsins og barnsmóðurinnar. Margra milljóna þýfi í öðrum málum Maðurinn er grunaður um fjölda þjófnaðarbrota. Að Elko-málinu undanskildu er umfangsmesta málið þjófnaður á ýmsum munum í Nova á Selfossi. Þar er maðurinn grunaður um að stela níu farsímum og hátalara, hvers virði var samanlagt 1,739 milljónir króna. Hann er einnig grunaður um sjö önnur þjófnaðarbrot í verslunum Elko, Krónunnar, Lyfju, Bónus og ÁTVR sem voru framin frá maí og til ágústmánuðar á þessu ári. Samanlagt verðmæti þýfis þeirra mála mun vera um það bil 340 þúsund krónur. Einnig er maðurinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota sem varða til að mynda of hraðan akstur, akstur undir áhrifum og akstur án ökuréttinda. Þar að auki má minnast á að í september hlaut maðurinn fimm mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára fyrir ýmis brot, þar á meðal fjölda þjófnaðarbrota sem samanlagt vörðuðu þýfi sem hleypur á tæpri einni og hálfri milljón króna.
Þjófnaður í Elko Dómsmál Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent