Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar 28. nóvember 2024 17:31 Margir flokkar tala nú fyrir því að eina leiðin til að rétta af húsnæðismarkaðinn sé að brjóta land. Það hljómar mjög vel í flestra eyru enda þarf eflaust hvort eð er að brjóta land einhvern tímann fyrir komandi kynslóðir. En myndi það raunverulega hafa áhrif eins og staðan er í dag? Staðan í dag er þannig að sífellt hærra hlutfall byggðra íbúða fer beint á leigumarkað. En ljóst er að byggingaraðilar vilji og geta forðast það að selja íbúðir á raun markaðsvirði með því að hanga með íbúðir á leigu þar til betri kjör eru á markaði. Hvað er að stoppa byggingaraðila í að gera það sama í úthverfum? Að jákvæðari nótum þá er samt sem áður markaður fyrir þau settu verð sem eru í gangi á þessum nýbyggðu íbúðum. Það þarf bara að virkja hann, og myndi það að öllum líkindum hafa mjög jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn allan. Á Höfuðborgarsvæðinu búa (samkvæmt Hagstofu) rétt yfir 160 þús einstaklinga sem eru eldri en 25 ára. Fjöldi fullbúna íbúða á svæðinu er nokkuð yfir 100þús. Hlutfallið er semsagt með því besta heimi. Það hlýtur því að vera hægt að gera meira en bara brjóta land, eitthvað að gera með allar þessar íbúðir. Vandamálið er ekki skortur á húsnæði, heldur það að húsnæði er ekki að losna. Alltof margir búa fáir í of stórum húsum og of margar fjölskyldur búa of þröngt. En af hverju minnkar fólk ekki við sig? Jú það er einfaldlega vegna þess að húsnæði er eina fjárfestingin sem fólk treystir hér á landi. Eitthvað þyrfti fólk að gera við þessar 20-30 milljónir sem það ætti eftir sölu á eign sinni og hjá því fólki sem vill minnka við sig hlýtur sá þáttur að vega þungt. Hvað ef að bankar byðu uppá hagstæða verðtryggða reikninga sem væru á sama tíma betur tryggðir og aðgengilegir án margra mánaða fyrirvara. Eflaust þyrfti góða markaðssetningu til ef vel á að ganga, en ég trúi því að ef betri og tryggari valkostir í sparnaðar málum gætu gjörbreytt aðstæðum á húsnæðismarkaði. Ríkið er þarna í dauðafæri, enda rekur það nú þegar banka og ætti því að hafa tök á því að nýta þetta tól í að fjárfesta í betri kjörum fyrir samfélagið allt. Höfundur er Tölvunarfræðingur og starfar í banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Sjá meira
Margir flokkar tala nú fyrir því að eina leiðin til að rétta af húsnæðismarkaðinn sé að brjóta land. Það hljómar mjög vel í flestra eyru enda þarf eflaust hvort eð er að brjóta land einhvern tímann fyrir komandi kynslóðir. En myndi það raunverulega hafa áhrif eins og staðan er í dag? Staðan í dag er þannig að sífellt hærra hlutfall byggðra íbúða fer beint á leigumarkað. En ljóst er að byggingaraðilar vilji og geta forðast það að selja íbúðir á raun markaðsvirði með því að hanga með íbúðir á leigu þar til betri kjör eru á markaði. Hvað er að stoppa byggingaraðila í að gera það sama í úthverfum? Að jákvæðari nótum þá er samt sem áður markaður fyrir þau settu verð sem eru í gangi á þessum nýbyggðu íbúðum. Það þarf bara að virkja hann, og myndi það að öllum líkindum hafa mjög jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn allan. Á Höfuðborgarsvæðinu búa (samkvæmt Hagstofu) rétt yfir 160 þús einstaklinga sem eru eldri en 25 ára. Fjöldi fullbúna íbúða á svæðinu er nokkuð yfir 100þús. Hlutfallið er semsagt með því besta heimi. Það hlýtur því að vera hægt að gera meira en bara brjóta land, eitthvað að gera með allar þessar íbúðir. Vandamálið er ekki skortur á húsnæði, heldur það að húsnæði er ekki að losna. Alltof margir búa fáir í of stórum húsum og of margar fjölskyldur búa of þröngt. En af hverju minnkar fólk ekki við sig? Jú það er einfaldlega vegna þess að húsnæði er eina fjárfestingin sem fólk treystir hér á landi. Eitthvað þyrfti fólk að gera við þessar 20-30 milljónir sem það ætti eftir sölu á eign sinni og hjá því fólki sem vill minnka við sig hlýtur sá þáttur að vega þungt. Hvað ef að bankar byðu uppá hagstæða verðtryggða reikninga sem væru á sama tíma betur tryggðir og aðgengilegir án margra mánaða fyrirvara. Eflaust þyrfti góða markaðssetningu til ef vel á að ganga, en ég trúi því að ef betri og tryggari valkostir í sparnaðar málum gætu gjörbreytt aðstæðum á húsnæðismarkaði. Ríkið er þarna í dauðafæri, enda rekur það nú þegar banka og ætti því að hafa tök á því að nýta þetta tól í að fjárfesta í betri kjörum fyrir samfélagið allt. Höfundur er Tölvunarfræðingur og starfar í banka.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar