Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2024 22:42 Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri Amaroq-málmvinnslufélagsins, í viðtali við Stöð 2 í vinnubúðum gullvinnslunnar á Grænlandi. Baldur Kristjánsson Fyrsta gullið úr grænlenskri gullnámu, sem Íslendingar standa fyrir, er komið úr gullkvörninni. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, segir þetta ólýsanlega tilfinningu eftir tíu ára undirbúningsstarf. Í fréttum Stöðvar 2 var gullnáman Nalunaq á Suður-Grænlandi heimsótt. Tíu ár eru frá því félag undir forystu ungs íslensks jarðfræðings, Elds Ólafssonar frá Torfastöðum í Biskupstungum, keypti gullnámu í fjallendi inn af bænum Nanortalik. Þar hefur Amaroq gert höfn, vegi, brýr og vinnubúðir þar sem nærri eitthundrað manns starfa núna við gullgröft og gullvinnslu. Gullmolarnir myndaðir á pönnunni.KMU „Núna höfum við sýnt fram á að við getum byggt námu, fundið og byggt námu frá A til Ö, eytt tvöhundruð milljónum dollara í að gera það. Sýnt fram á að við höfum þekkingu og getu til að vinna með samfélaginu og stjórnvöldum,“ segir Eldur, sem er stofnandi og forstjóri Amaroq Minerals. Eldur áætlar að íslenskt eignarhald í félaginu sé núna á milli þrjátíu og fjörutíu prósent. Auk Íslendinga hafi alþjóðlegir fjárfestar fylgt félaginu frá byrjun. Gullkvörnin reis á aðeins tíu mánuðum.KMU Inni í fjallinu er búið að grafa tuttugu kílómetra af göngum og þar sýnir Eldur okkur um hvað þetta snýst. „Óó, váá. Shit,“ segir einhver og bendir á svera ljósa jarðmyndun í lofti ganganna. „Sjáðu þetta!“ segir Eldur. Eldur bendir á svera gullæð í gullnámunni.KMU -Þannig að þetta er gullæðin hérna? „Þetta er gullæðin, já,“ svarar hann og slær á verðmætið bara úr þessu eina stykki: „Það eru svona 450 únsur. Sem eru svona 150 milljónir.“ -Íslenskra króna? „Já. Bara tíu sinnum tíu metrar hérna.“ Klappað fyrir fyrstu gullstöngunum.Baldur Kristjánsson Eftir að búið er að bora og sprengja er mulningnum ekið út úr námunni áleiðis í sjálfa gullvinnsluna. Stærsta húsið sem risið er á námasvæðinu er í raun gullkvörn og það í bókstaflegri merkingu. Gullkvörnin reis á aðeins tíu mánuðum og var gangsett í fyrradag. Þar malast efnið í tromlu og fer síðan á vatnspönnu sem skolar sandinn frá gullinu, rétt eins og menn gerðu í Klondyke í gamla daga. Eldur sýnir dæmi um hvað gullmolarnir úr námunni geta verið stórir.Baldur Kristjánsson „Þetta hérna eru fyrstu gullhnullungarnir sem koma úr vinnslufasanum. Þetta fyrirfinnst hvergi lengur í heiminum svona stórt nema hérna í Grænlandi,“ segir Eldur. Eldur Ólafsson í viðtali undir fögrum fjallatindum Grænlands.Baldur Kristjánsson Hann segir það taka allt næsta ár að koma vinnslunni á fullt og ná þeim tekjum sem að er stefnt, sem eru um 130 milljónir dollara á ári. Þetta þýðir 50 milljóna íslenskra króna virði gulls að jafnaði á degi hverjum og skýrir peningaskápinn á staðnum. Gullið brætt í gullstangir.Baldur Kristjánsson En stærsta stundin var að sjá gullið steypt í mót. Eldur vonast til að fá þrjár til fjórar gullstangir annan til þriðja hvern dag. „Það er bara ólýsanleg tilfinning í gær þegar ég sá gullstrauminn vera að koma á borðinu. Þá hélt ég að mér myndi nú ekki líða svona vel eins og mér leið.“ Starfsmenn fagna gangsetningu gullvinnslunnar.KMU „En svo tekur við að reka félagið og halda áfram að halda þessu alltaf við. En það var ólýsanleg tilfinning, - eftir tíu ár,“ segir Eldur. Og starfsmenn fögnuðu, eins og sjá má hér í frétt Stöðvar 2: Grænland Amaroq Minerals Tengdar fréttir Steyptu fyrsta gullmolann Íslenska námafyrirtækið Amaroq hefur tilkynnt að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hafi átt sér stað í Nalunaq gullnámu félagsins í Suður-Grænlandi. 28. nóvember 2024 09:55 Hlutabréfaverð Amaroq nálgast hæsta gildi eftir að gullvinnsla hófst í Nalunaq Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem er að meirihluta í eigu íslenskra fjárfesta, hefur tilkynnt um að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hefur átt sér stað í Nalunaq-námu félagsins í Suður-Grænlandi. Fjárfestar brugðust vel við tíðindunum, sem eru í samræmi við útgefnar áætlanir félagsins, og hlutabréfaverðið hækkaði nokkuð í fyrstu viðskiptum í morgun. 28. nóvember 2024 09:47 Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var gullnáman Nalunaq á Suður-Grænlandi heimsótt. Tíu ár eru frá því félag undir forystu ungs íslensks jarðfræðings, Elds Ólafssonar frá Torfastöðum í Biskupstungum, keypti gullnámu í fjallendi inn af bænum Nanortalik. Þar hefur Amaroq gert höfn, vegi, brýr og vinnubúðir þar sem nærri eitthundrað manns starfa núna við gullgröft og gullvinnslu. Gullmolarnir myndaðir á pönnunni.KMU „Núna höfum við sýnt fram á að við getum byggt námu, fundið og byggt námu frá A til Ö, eytt tvöhundruð milljónum dollara í að gera það. Sýnt fram á að við höfum þekkingu og getu til að vinna með samfélaginu og stjórnvöldum,“ segir Eldur, sem er stofnandi og forstjóri Amaroq Minerals. Eldur áætlar að íslenskt eignarhald í félaginu sé núna á milli þrjátíu og fjörutíu prósent. Auk Íslendinga hafi alþjóðlegir fjárfestar fylgt félaginu frá byrjun. Gullkvörnin reis á aðeins tíu mánuðum.KMU Inni í fjallinu er búið að grafa tuttugu kílómetra af göngum og þar sýnir Eldur okkur um hvað þetta snýst. „Óó, váá. Shit,“ segir einhver og bendir á svera ljósa jarðmyndun í lofti ganganna. „Sjáðu þetta!“ segir Eldur. Eldur bendir á svera gullæð í gullnámunni.KMU -Þannig að þetta er gullæðin hérna? „Þetta er gullæðin, já,“ svarar hann og slær á verðmætið bara úr þessu eina stykki: „Það eru svona 450 únsur. Sem eru svona 150 milljónir.“ -Íslenskra króna? „Já. Bara tíu sinnum tíu metrar hérna.“ Klappað fyrir fyrstu gullstöngunum.Baldur Kristjánsson Eftir að búið er að bora og sprengja er mulningnum ekið út úr námunni áleiðis í sjálfa gullvinnsluna. Stærsta húsið sem risið er á námasvæðinu er í raun gullkvörn og það í bókstaflegri merkingu. Gullkvörnin reis á aðeins tíu mánuðum og var gangsett í fyrradag. Þar malast efnið í tromlu og fer síðan á vatnspönnu sem skolar sandinn frá gullinu, rétt eins og menn gerðu í Klondyke í gamla daga. Eldur sýnir dæmi um hvað gullmolarnir úr námunni geta verið stórir.Baldur Kristjánsson „Þetta hérna eru fyrstu gullhnullungarnir sem koma úr vinnslufasanum. Þetta fyrirfinnst hvergi lengur í heiminum svona stórt nema hérna í Grænlandi,“ segir Eldur. Eldur Ólafsson í viðtali undir fögrum fjallatindum Grænlands.Baldur Kristjánsson Hann segir það taka allt næsta ár að koma vinnslunni á fullt og ná þeim tekjum sem að er stefnt, sem eru um 130 milljónir dollara á ári. Þetta þýðir 50 milljóna íslenskra króna virði gulls að jafnaði á degi hverjum og skýrir peningaskápinn á staðnum. Gullið brætt í gullstangir.Baldur Kristjánsson En stærsta stundin var að sjá gullið steypt í mót. Eldur vonast til að fá þrjár til fjórar gullstangir annan til þriðja hvern dag. „Það er bara ólýsanleg tilfinning í gær þegar ég sá gullstrauminn vera að koma á borðinu. Þá hélt ég að mér myndi nú ekki líða svona vel eins og mér leið.“ Starfsmenn fagna gangsetningu gullvinnslunnar.KMU „En svo tekur við að reka félagið og halda áfram að halda þessu alltaf við. En það var ólýsanleg tilfinning, - eftir tíu ár,“ segir Eldur. Og starfsmenn fögnuðu, eins og sjá má hér í frétt Stöðvar 2:
Grænland Amaroq Minerals Tengdar fréttir Steyptu fyrsta gullmolann Íslenska námafyrirtækið Amaroq hefur tilkynnt að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hafi átt sér stað í Nalunaq gullnámu félagsins í Suður-Grænlandi. 28. nóvember 2024 09:55 Hlutabréfaverð Amaroq nálgast hæsta gildi eftir að gullvinnsla hófst í Nalunaq Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem er að meirihluta í eigu íslenskra fjárfesta, hefur tilkynnt um að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hefur átt sér stað í Nalunaq-námu félagsins í Suður-Grænlandi. Fjárfestar brugðust vel við tíðindunum, sem eru í samræmi við útgefnar áætlanir félagsins, og hlutabréfaverðið hækkaði nokkuð í fyrstu viðskiptum í morgun. 28. nóvember 2024 09:47 Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Steyptu fyrsta gullmolann Íslenska námafyrirtækið Amaroq hefur tilkynnt að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hafi átt sér stað í Nalunaq gullnámu félagsins í Suður-Grænlandi. 28. nóvember 2024 09:55
Hlutabréfaverð Amaroq nálgast hæsta gildi eftir að gullvinnsla hófst í Nalunaq Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem er að meirihluta í eigu íslenskra fjárfesta, hefur tilkynnt um að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hefur átt sér stað í Nalunaq-námu félagsins í Suður-Grænlandi. Fjárfestar brugðust vel við tíðindunum, sem eru í samræmi við útgefnar áætlanir félagsins, og hlutabréfaverðið hækkaði nokkuð í fyrstu viðskiptum í morgun. 28. nóvember 2024 09:47
Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00
Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08