Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar 29. nóvember 2024 11:23 Meðal kosningaáherslna Flokks fólksins í yfirstandandi kosningabaráttu er að stofna nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. En er hægt að taka það upp á Íslandi? Stutta svarið er nei. Hvernig virkar danska húsnæðislánakerfið? Danskir bankar og húsnæðislánastofnanir (d. realkreditinstitution) veita að meginstefnu tvennskonar lán: hefðbundin bankalán (d. kontantlån) og húsnæðislán (d. realkreditlån). Sérstaða danska lánakerfisins er í síðarnefndri lánategundinni. Í stuttu máli er hvert húsnæðislán sem er veitt af dönskum bönkum og húsnæðislánastofnunum fjármagnað með útgáfu viðkomandi banka eða húsnæðislánastofnunnar á húsnæðisskuldabréfi (d. realkreditobligation) sem selt er á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Vaxtakjör húsnæðislána byggja á því verði og þeim vaxtakjörum sem lánastofnanir geta fengið fyrir sölu þessara skuldabréfa á markaði (þ.e. vaxtakjörin sem lánastofnanirnar borga á markaðinum), að viðbættu lágu vaxtaálagi (um 0,5%) sem rennur til lánastofnunarinnar. Vextir á húsnæðislánum eru alltaf fastir og geta verið til 30 ára hið mesta. Lánshlutfallið ræðst af tegund húsnæðis, 80% fyrir íbúðarhúsnæði. Réttur lántaka í þessu kerfi er tryggður með sérstakri löggjöf. Ef vextir lækka getur lántaki alltaf endurfjármagnað sig á pari (þ.e. endurkeypt skuldabréfið fyrir eftirstöðvar þess). Ef vextir hækka (og verð skuldabréfsins lækkar á markaði) getur lántaki hins vegar líka endurkeypt skuldabréfið á markaðsvirði og þannig lækkað höfuðstól lánsins umtalsvert. Forsendur kerfisins eru þekktar og þessi sérkjör lántaka því endurspegluð í verði húsnæðisskuldabréfanna. En af hverju er ekki hægt að taka upp kerfið á Íslandi? Langa svarið gæti fjallað um að danska húsnæðislánakerfið treystir að nær öllu leyti á sérstöðu danska efnahagsins. Það eru engir töfrar faldir í danska húsnæðislánakerfinu. Það byggir í einu og öllu á fjármögnunarkjörum á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Verðbólga er sögulega mjög lág og mjög stöðug í Danmörku og gjaldmiðillinn sömuleiðis. Danskar fjármálastofnanir eru hlutfallslega mjög stórar og njóta góðra fjármögnunarkjara. Dönsk húsnæðisskuldabréf eru þekkt fjárfestingarvara og húsnæðisskuldabréfamarkaðurinn í Danmörku er næst stærsti húsnæðislánamarkaður í Evrópu. Allt þetta veitir fjárfestum á markaði öryggi í að húsnæðisskuldabréfin séu góð fjárfestingarvara og gerir þeim kleift að binda í þeim fé á föstum vöxtum til langs tíma. Spurningin er þannig ekki hvort hægt sé að taka upp danskt húsnæðislánakerfi. Það er auðvitað hægt en kjörin á lánunum munu áfram ráðast af íslenskum efnahag, íslenskum vöxtum og íslenskri verðbólgu. Við getum reynt að ímynda okkur á hvaða vaxtakjörum erlendir fjárfestar, ef þeir fengjust einu sinni til þess, myndu vilja binda fé á íslenskum markaði í 30 ára á föstum vöxtum, þar sem lántakinn getur alltaf endurfjármagnað sig á pari ef vextir lækka. Það er ekkert sem kemur í stað hæfilegrar en fyrst og fremst stöðugrar verðbólgu og hæfilegs framboð húsnæðis. Til þess þarf langtímahugsun, ábyrga efnahagsstjórn og aðgerðir til að tryggja framboð á húsnæði. Það þarf að hugsa hlutina í samhengi; það þarf plan. Ég treysti Samfylkingunni best til þeirra verka og mun gefa henni atkvæði mitt í komandi alþingiskosningum — svo ég komist nú einhvern tímann heim frá Danmörku. Höfundur er fjármögnunarlögfræðingur á dönsku lögmannsstofunni Plesner og er með danskt húsnæðislán. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal kosningaáherslna Flokks fólksins í yfirstandandi kosningabaráttu er að stofna nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. En er hægt að taka það upp á Íslandi? Stutta svarið er nei. Hvernig virkar danska húsnæðislánakerfið? Danskir bankar og húsnæðislánastofnanir (d. realkreditinstitution) veita að meginstefnu tvennskonar lán: hefðbundin bankalán (d. kontantlån) og húsnæðislán (d. realkreditlån). Sérstaða danska lánakerfisins er í síðarnefndri lánategundinni. Í stuttu máli er hvert húsnæðislán sem er veitt af dönskum bönkum og húsnæðislánastofnunum fjármagnað með útgáfu viðkomandi banka eða húsnæðislánastofnunnar á húsnæðisskuldabréfi (d. realkreditobligation) sem selt er á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Vaxtakjör húsnæðislána byggja á því verði og þeim vaxtakjörum sem lánastofnanir geta fengið fyrir sölu þessara skuldabréfa á markaði (þ.e. vaxtakjörin sem lánastofnanirnar borga á markaðinum), að viðbættu lágu vaxtaálagi (um 0,5%) sem rennur til lánastofnunarinnar. Vextir á húsnæðislánum eru alltaf fastir og geta verið til 30 ára hið mesta. Lánshlutfallið ræðst af tegund húsnæðis, 80% fyrir íbúðarhúsnæði. Réttur lántaka í þessu kerfi er tryggður með sérstakri löggjöf. Ef vextir lækka getur lántaki alltaf endurfjármagnað sig á pari (þ.e. endurkeypt skuldabréfið fyrir eftirstöðvar þess). Ef vextir hækka (og verð skuldabréfsins lækkar á markaði) getur lántaki hins vegar líka endurkeypt skuldabréfið á markaðsvirði og þannig lækkað höfuðstól lánsins umtalsvert. Forsendur kerfisins eru þekktar og þessi sérkjör lántaka því endurspegluð í verði húsnæðisskuldabréfanna. En af hverju er ekki hægt að taka upp kerfið á Íslandi? Langa svarið gæti fjallað um að danska húsnæðislánakerfið treystir að nær öllu leyti á sérstöðu danska efnahagsins. Það eru engir töfrar faldir í danska húsnæðislánakerfinu. Það byggir í einu og öllu á fjármögnunarkjörum á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Verðbólga er sögulega mjög lág og mjög stöðug í Danmörku og gjaldmiðillinn sömuleiðis. Danskar fjármálastofnanir eru hlutfallslega mjög stórar og njóta góðra fjármögnunarkjara. Dönsk húsnæðisskuldabréf eru þekkt fjárfestingarvara og húsnæðisskuldabréfamarkaðurinn í Danmörku er næst stærsti húsnæðislánamarkaður í Evrópu. Allt þetta veitir fjárfestum á markaði öryggi í að húsnæðisskuldabréfin séu góð fjárfestingarvara og gerir þeim kleift að binda í þeim fé á föstum vöxtum til langs tíma. Spurningin er þannig ekki hvort hægt sé að taka upp danskt húsnæðislánakerfi. Það er auðvitað hægt en kjörin á lánunum munu áfram ráðast af íslenskum efnahag, íslenskum vöxtum og íslenskri verðbólgu. Við getum reynt að ímynda okkur á hvaða vaxtakjörum erlendir fjárfestar, ef þeir fengjust einu sinni til þess, myndu vilja binda fé á íslenskum markaði í 30 ára á föstum vöxtum, þar sem lántakinn getur alltaf endurfjármagnað sig á pari ef vextir lækka. Það er ekkert sem kemur í stað hæfilegrar en fyrst og fremst stöðugrar verðbólgu og hæfilegs framboð húsnæðis. Til þess þarf langtímahugsun, ábyrga efnahagsstjórn og aðgerðir til að tryggja framboð á húsnæði. Það þarf að hugsa hlutina í samhengi; það þarf plan. Ég treysti Samfylkingunni best til þeirra verka og mun gefa henni atkvæði mitt í komandi alþingiskosningum — svo ég komist nú einhvern tímann heim frá Danmörku. Höfundur er fjármögnunarlögfræðingur á dönsku lögmannsstofunni Plesner og er með danskt húsnæðislán.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun