Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar 29. nóvember 2024 14:31 „Það er ekkert heilbrigðara í þessu samfélagi en vel stæður tannlæknir á jeppa“, sagði Páll svo eftirminnilega í meistaraverkinu Englum Alheimsins. Líkt og tannlæknirinn lít ég út fyrir að vera ósköp venjulegur samfélagsþegn, sem mætir í vinnuna og á sér fínasta félagslíf. Það sem ég ber hins vegar ekki utan á mér er að ég hef glímt við krónískt þunglyndi nánast frá því ég man eftir því. Líkt og aðrir geðsjúkdómar er þunglyndi margslungið og mjög einstaklingsbundið hvað veldur því, hvernig það leggst á fólk og hvernig er best að meðhöndla það. Á góðum dögum hugsa ég jafnvel ekkert um það, en í verstu köstunum kemst ég ekki einu sinni fram úr rúminu, jafnvel dögum saman. Það getur verið erfitt að skilja fyrir fólk sem hefur aldrei upplifað það, en þunglyndið leggst á mann eins og mara, oft án fyrirvara, og fyllir heilann þoku með ranghugmyndum um algert tilgangsleysi alls. Þetta er hræðileg tilvera. Ég greindist rétt komin á unglingsár og hef verið á lyfjum nánast óslitið síðan. Heilinn í mér framleiðir einfaldlega ekki næg gleðihormón til að koma mér í gegnum daginn án þeirra. Þunglyndislyf eru fyrir mig eins og insúlín fyrir sykursjúka. Lyf duga þó ekki ein og sér, heldur er í flestum tilfellum nauðsynlegt að leita leiðsagnar fagaðila, hvort sem það er sálfræðingur, þerapisti eða annar sérfróður aðili. Þar sem ég greindist snemma á lífsleiðinni var ég svo heppin að geta nýtt mér þjónustu geðlækna og sálfræðinga hjá hinu opinbera. Eftir að komið var á fullorðinsár blasti þó við önnur staða. Margra mánaða biðlistar í opinbera kerfinu eða einkageirinn þar sem hver tími hjá sálfræðingi kostar rúmlega 20.000 kr. Það gefur auga leið að það er ekki á færi allra. Opinbera kerfið forgangsraðar þeim sem eru hvað veikust fyrir, sem skilur eftir stóran hóp fólks sem þjáist í hljóði en er ekki „nægilega“ veikt til að eiga inni hjá geðlækni. Fólk er misjafnt eins og það er margt og það er nauðsynlegt að bjóða upp á fjölbreytt úrræði, tryggja aðgengi allra að vandaðri opinberri þjónustu, sem og að frjálsum félagasamtökum sem hafa unnið ötult og mikilvægt starf í þágu geðheilbrigðismála. Rannsóknir Landlæknis benda til þess að landsmönnum líður æ verr, sérstaklega ungu fólki. Það geta öll lent í því að veikjast á geði einhvern tímann á lífsleiðinni, líka vel stæðir tannlæknar á jeppa. Þegar það kemur fyrir þig, eða einhvern nákominn, viltu hafa flokka í brúnni sem grípa utan um þig og þína áður en sjúkdómurinn versnar eða verður jafnvel lífshættulegur. Kerfi sem tekur utan um þig og hjálpar þér í leit að bata og jafnvægi. Píratar setja geðheilbrigðismál í forgang á næsta kjörtímabili. Þess vegna mun ég kjósa Pírata, fyrir heilbrigðara samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Sjá meira
„Það er ekkert heilbrigðara í þessu samfélagi en vel stæður tannlæknir á jeppa“, sagði Páll svo eftirminnilega í meistaraverkinu Englum Alheimsins. Líkt og tannlæknirinn lít ég út fyrir að vera ósköp venjulegur samfélagsþegn, sem mætir í vinnuna og á sér fínasta félagslíf. Það sem ég ber hins vegar ekki utan á mér er að ég hef glímt við krónískt þunglyndi nánast frá því ég man eftir því. Líkt og aðrir geðsjúkdómar er þunglyndi margslungið og mjög einstaklingsbundið hvað veldur því, hvernig það leggst á fólk og hvernig er best að meðhöndla það. Á góðum dögum hugsa ég jafnvel ekkert um það, en í verstu köstunum kemst ég ekki einu sinni fram úr rúminu, jafnvel dögum saman. Það getur verið erfitt að skilja fyrir fólk sem hefur aldrei upplifað það, en þunglyndið leggst á mann eins og mara, oft án fyrirvara, og fyllir heilann þoku með ranghugmyndum um algert tilgangsleysi alls. Þetta er hræðileg tilvera. Ég greindist rétt komin á unglingsár og hef verið á lyfjum nánast óslitið síðan. Heilinn í mér framleiðir einfaldlega ekki næg gleðihormón til að koma mér í gegnum daginn án þeirra. Þunglyndislyf eru fyrir mig eins og insúlín fyrir sykursjúka. Lyf duga þó ekki ein og sér, heldur er í flestum tilfellum nauðsynlegt að leita leiðsagnar fagaðila, hvort sem það er sálfræðingur, þerapisti eða annar sérfróður aðili. Þar sem ég greindist snemma á lífsleiðinni var ég svo heppin að geta nýtt mér þjónustu geðlækna og sálfræðinga hjá hinu opinbera. Eftir að komið var á fullorðinsár blasti þó við önnur staða. Margra mánaða biðlistar í opinbera kerfinu eða einkageirinn þar sem hver tími hjá sálfræðingi kostar rúmlega 20.000 kr. Það gefur auga leið að það er ekki á færi allra. Opinbera kerfið forgangsraðar þeim sem eru hvað veikust fyrir, sem skilur eftir stóran hóp fólks sem þjáist í hljóði en er ekki „nægilega“ veikt til að eiga inni hjá geðlækni. Fólk er misjafnt eins og það er margt og það er nauðsynlegt að bjóða upp á fjölbreytt úrræði, tryggja aðgengi allra að vandaðri opinberri þjónustu, sem og að frjálsum félagasamtökum sem hafa unnið ötult og mikilvægt starf í þágu geðheilbrigðismála. Rannsóknir Landlæknis benda til þess að landsmönnum líður æ verr, sérstaklega ungu fólki. Það geta öll lent í því að veikjast á geði einhvern tímann á lífsleiðinni, líka vel stæðir tannlæknar á jeppa. Þegar það kemur fyrir þig, eða einhvern nákominn, viltu hafa flokka í brúnni sem grípa utan um þig og þína áður en sjúkdómurinn versnar eða verður jafnvel lífshættulegur. Kerfi sem tekur utan um þig og hjálpar þér í leit að bata og jafnvægi. Píratar setja geðheilbrigðismál í forgang á næsta kjörtímabili. Þess vegna mun ég kjósa Pírata, fyrir heilbrigðara samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun