Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar 29. nóvember 2024 16:10 Nú er kosningabaráttan á sinni endastöð. Kjördagur rennur upp á morgun og mikil lýðræðisveisla fer í gang.Kjördagur hefur alltaf verið merkilegur dagur í mínu lífi. Ég klæði mig upp, fer í mitt fínasta púss og tek þátt í veislunni með því að greiða atkvæði mitt. Jafnvel þegar ég bjó erlendis lengi, þá lagði ég það alltaf á mig að fara í sendiráð eða til ræðismanns til þess að kjósa. Það er reyndar skemmtilegt fyrir mig að segja frá því að ég er fyrsti Íslendingurinn, og sá eini, sem hef nýtt kosningarétt minn hjá ræðismanninum í Dover í Englandi. Á síðustu vikum hef ég og félagar mínir í Lýðræðisflokknum heyjað heiðarlega og einlæga baráttu fyrir málefnum sem brenna á þjóðinni. Húsnæðismálin, vaxtamálin, heilbrigðismálin, samgöngumálin, atvinnumálin, efnahagsmálin, menntamálin og aðhaldi í ríkisrekstrinum. En kosningabaráttunni okkar lýkur með óbragði í munni. Í forsystusætinu hjá Ríkissjónvarpinu þar sem Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, sat fyrir svörum Bergsteins Sigurðssonar. Þar ákvað Bergsteinn Sigurðsson að bera upp á mig þær sakir að hafa farið í leyfisleysi í skóla og tekið þar myndir af börnum og starfsfólki og að ég hafi verið fjarlægður af lögreglu. Hann sakaði mig líka um það að hafa haft uppi „hatrammlega umræðu“ þegar kemur að transfólki. Hvorttveggja rangt. Vissulega er ég umdeildur hjá sumu fólki sem hefur gert mér upp hinar og þessar skoðanir á einhverjum málum, en í raun kynnt sér lítið sem ekkert minn málflutning. Vissulega verður að bregðast við þessum vinnubrögðum RÚV í aðdraganda kosninga. RÚV hefur haft greitt aðgengi að mér og hefur haft ærin tækifæri til þess að spyrja mig beint og „jarðað mig í beinni“. Sannleikurinn er sá, að lögregla hefur aldrei haft nein afskipti af mér og ég hef aldrei verið handtekinn.Þess vegna leitaði ég til Ríkislögreglustjóra í fyrradag (miðvikudag 27. Nóvember) til þess að fá afhenda málaskrá úr gagnagrunni lögreglu máli mínu til stuðnings. Þar var mér tjáð að slík beiðni tæki 30 daga að afgreiða. Þetta þótti mér óviðunandi vinnubrögð og fyrir tilstilli kosningastjóra flokksins tókst okkur sem betur fer að fá flýtimeðferð og málaskráin komin í okkar hendur. Ég þakka Ríkislögreglustjóra fyrir skjót viðbrögð. Í gær (fimmtudag 28. nóvember) var hringt í mig frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og ég boðaður í skýrslutöku (sem fór fram í hádeginu í dag) því Samtökin ´78 ákváðu þann 11. nóvember síðastliðinn að kæra mig fyrir ummæli allt tilbaka til ársins 2022. M.a. vegna greinar sem ég ritaði í Morgunblaðið 19. nóvember 2022 um öfgafull viðbrögð á Alþingi frá fyrrverandi varaþingmanni VG og fyrrverandi framkvæmdarstjóra Samtakanna ´78 við umsögn félagssamtaka sem ég er í forsvari fyrir við lagafrumvarp sem lá þar fyrir. Einnig er ég kærður fyrir að velta fyrir mér hvötum karla sem skilgreina sig sem konur að taka inn lyfið „domperidone“ til þess að örva geirvörtru og mjólkurkirtla til þess að gefa börnum brjóst. Hvítvoðungum sem þeir hafa ekki borið né alið (eðlilega, því karlar geta ekki gengið með eða fætt börn). Samtökin ´78 velta tæplega 200 milljónum á ári sem eru fengnir úr vösum skattgreiðenda.Það er því mjög varhugavert að þau beiti sér gegn samkynhneigðum frambjóðanda sem hefur verið reiðubúinn til þess að setjast niður – hvenær sem er, hvar sem er- með forsprökkum þeirra og ræða málin. Þetta hafa þau aldrei þegið, en velja að beita valdboði og peningum skattgreiðenda til þess að stunda pólitískar ofsóknir í aðdraganda kosninga. Það er ljóst að það sé alvarlega vegið að æru minni, fólki með stjórnmálaskoðanir sem ekki eru samstíga ákveðnum hagsmunaaðilum, sem frekar hjólar beint í manninn í krafti ákveðins peningavalds og múgsefjunar sem skilar sér í algjörlega brenglaðri sviðsmynd. Þetta er gróf aðför að lýðræðinu. Ég læt þetta vera mín lokaorð í pistlaskrifum mínum í þessari kosningabaráttu. Ég vil þakka öllum þeim kjósendum í Norðvesturkjördæmi og víðar sem ég var svo lánsamur að fá að hitta og kynnast betur í þessari vegferð. Gleðilega lýðræðishátíð! Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Nú er kosningabaráttan á sinni endastöð. Kjördagur rennur upp á morgun og mikil lýðræðisveisla fer í gang.Kjördagur hefur alltaf verið merkilegur dagur í mínu lífi. Ég klæði mig upp, fer í mitt fínasta púss og tek þátt í veislunni með því að greiða atkvæði mitt. Jafnvel þegar ég bjó erlendis lengi, þá lagði ég það alltaf á mig að fara í sendiráð eða til ræðismanns til þess að kjósa. Það er reyndar skemmtilegt fyrir mig að segja frá því að ég er fyrsti Íslendingurinn, og sá eini, sem hef nýtt kosningarétt minn hjá ræðismanninum í Dover í Englandi. Á síðustu vikum hef ég og félagar mínir í Lýðræðisflokknum heyjað heiðarlega og einlæga baráttu fyrir málefnum sem brenna á þjóðinni. Húsnæðismálin, vaxtamálin, heilbrigðismálin, samgöngumálin, atvinnumálin, efnahagsmálin, menntamálin og aðhaldi í ríkisrekstrinum. En kosningabaráttunni okkar lýkur með óbragði í munni. Í forsystusætinu hjá Ríkissjónvarpinu þar sem Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, sat fyrir svörum Bergsteins Sigurðssonar. Þar ákvað Bergsteinn Sigurðsson að bera upp á mig þær sakir að hafa farið í leyfisleysi í skóla og tekið þar myndir af börnum og starfsfólki og að ég hafi verið fjarlægður af lögreglu. Hann sakaði mig líka um það að hafa haft uppi „hatrammlega umræðu“ þegar kemur að transfólki. Hvorttveggja rangt. Vissulega er ég umdeildur hjá sumu fólki sem hefur gert mér upp hinar og þessar skoðanir á einhverjum málum, en í raun kynnt sér lítið sem ekkert minn málflutning. Vissulega verður að bregðast við þessum vinnubrögðum RÚV í aðdraganda kosninga. RÚV hefur haft greitt aðgengi að mér og hefur haft ærin tækifæri til þess að spyrja mig beint og „jarðað mig í beinni“. Sannleikurinn er sá, að lögregla hefur aldrei haft nein afskipti af mér og ég hef aldrei verið handtekinn.Þess vegna leitaði ég til Ríkislögreglustjóra í fyrradag (miðvikudag 27. Nóvember) til þess að fá afhenda málaskrá úr gagnagrunni lögreglu máli mínu til stuðnings. Þar var mér tjáð að slík beiðni tæki 30 daga að afgreiða. Þetta þótti mér óviðunandi vinnubrögð og fyrir tilstilli kosningastjóra flokksins tókst okkur sem betur fer að fá flýtimeðferð og málaskráin komin í okkar hendur. Ég þakka Ríkislögreglustjóra fyrir skjót viðbrögð. Í gær (fimmtudag 28. nóvember) var hringt í mig frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og ég boðaður í skýrslutöku (sem fór fram í hádeginu í dag) því Samtökin ´78 ákváðu þann 11. nóvember síðastliðinn að kæra mig fyrir ummæli allt tilbaka til ársins 2022. M.a. vegna greinar sem ég ritaði í Morgunblaðið 19. nóvember 2022 um öfgafull viðbrögð á Alþingi frá fyrrverandi varaþingmanni VG og fyrrverandi framkvæmdarstjóra Samtakanna ´78 við umsögn félagssamtaka sem ég er í forsvari fyrir við lagafrumvarp sem lá þar fyrir. Einnig er ég kærður fyrir að velta fyrir mér hvötum karla sem skilgreina sig sem konur að taka inn lyfið „domperidone“ til þess að örva geirvörtru og mjólkurkirtla til þess að gefa börnum brjóst. Hvítvoðungum sem þeir hafa ekki borið né alið (eðlilega, því karlar geta ekki gengið með eða fætt börn). Samtökin ´78 velta tæplega 200 milljónum á ári sem eru fengnir úr vösum skattgreiðenda.Það er því mjög varhugavert að þau beiti sér gegn samkynhneigðum frambjóðanda sem hefur verið reiðubúinn til þess að setjast niður – hvenær sem er, hvar sem er- með forsprökkum þeirra og ræða málin. Þetta hafa þau aldrei þegið, en velja að beita valdboði og peningum skattgreiðenda til þess að stunda pólitískar ofsóknir í aðdraganda kosninga. Það er ljóst að það sé alvarlega vegið að æru minni, fólki með stjórnmálaskoðanir sem ekki eru samstíga ákveðnum hagsmunaaðilum, sem frekar hjólar beint í manninn í krafti ákveðins peningavalds og múgsefjunar sem skilar sér í algjörlega brenglaðri sviðsmynd. Þetta er gróf aðför að lýðræðinu. Ég læt þetta vera mín lokaorð í pistlaskrifum mínum í þessari kosningabaráttu. Ég vil þakka öllum þeim kjósendum í Norðvesturkjördæmi og víðar sem ég var svo lánsamur að fá að hitta og kynnast betur í þessari vegferð. Gleðilega lýðræðishátíð! Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun