Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar 29. nóvember 2024 16:10 Nú er kosningabaráttan á sinni endastöð. Kjördagur rennur upp á morgun og mikil lýðræðisveisla fer í gang.Kjördagur hefur alltaf verið merkilegur dagur í mínu lífi. Ég klæði mig upp, fer í mitt fínasta púss og tek þátt í veislunni með því að greiða atkvæði mitt. Jafnvel þegar ég bjó erlendis lengi, þá lagði ég það alltaf á mig að fara í sendiráð eða til ræðismanns til þess að kjósa. Það er reyndar skemmtilegt fyrir mig að segja frá því að ég er fyrsti Íslendingurinn, og sá eini, sem hef nýtt kosningarétt minn hjá ræðismanninum í Dover í Englandi. Á síðustu vikum hef ég og félagar mínir í Lýðræðisflokknum heyjað heiðarlega og einlæga baráttu fyrir málefnum sem brenna á þjóðinni. Húsnæðismálin, vaxtamálin, heilbrigðismálin, samgöngumálin, atvinnumálin, efnahagsmálin, menntamálin og aðhaldi í ríkisrekstrinum. En kosningabaráttunni okkar lýkur með óbragði í munni. Í forsystusætinu hjá Ríkissjónvarpinu þar sem Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, sat fyrir svörum Bergsteins Sigurðssonar. Þar ákvað Bergsteinn Sigurðsson að bera upp á mig þær sakir að hafa farið í leyfisleysi í skóla og tekið þar myndir af börnum og starfsfólki og að ég hafi verið fjarlægður af lögreglu. Hann sakaði mig líka um það að hafa haft uppi „hatrammlega umræðu“ þegar kemur að transfólki. Hvorttveggja rangt. Vissulega er ég umdeildur hjá sumu fólki sem hefur gert mér upp hinar og þessar skoðanir á einhverjum málum, en í raun kynnt sér lítið sem ekkert minn málflutning. Vissulega verður að bregðast við þessum vinnubrögðum RÚV í aðdraganda kosninga. RÚV hefur haft greitt aðgengi að mér og hefur haft ærin tækifæri til þess að spyrja mig beint og „jarðað mig í beinni“. Sannleikurinn er sá, að lögregla hefur aldrei haft nein afskipti af mér og ég hef aldrei verið handtekinn.Þess vegna leitaði ég til Ríkislögreglustjóra í fyrradag (miðvikudag 27. Nóvember) til þess að fá afhenda málaskrá úr gagnagrunni lögreglu máli mínu til stuðnings. Þar var mér tjáð að slík beiðni tæki 30 daga að afgreiða. Þetta þótti mér óviðunandi vinnubrögð og fyrir tilstilli kosningastjóra flokksins tókst okkur sem betur fer að fá flýtimeðferð og málaskráin komin í okkar hendur. Ég þakka Ríkislögreglustjóra fyrir skjót viðbrögð. Í gær (fimmtudag 28. nóvember) var hringt í mig frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og ég boðaður í skýrslutöku (sem fór fram í hádeginu í dag) því Samtökin ´78 ákváðu þann 11. nóvember síðastliðinn að kæra mig fyrir ummæli allt tilbaka til ársins 2022. M.a. vegna greinar sem ég ritaði í Morgunblaðið 19. nóvember 2022 um öfgafull viðbrögð á Alþingi frá fyrrverandi varaþingmanni VG og fyrrverandi framkvæmdarstjóra Samtakanna ´78 við umsögn félagssamtaka sem ég er í forsvari fyrir við lagafrumvarp sem lá þar fyrir. Einnig er ég kærður fyrir að velta fyrir mér hvötum karla sem skilgreina sig sem konur að taka inn lyfið „domperidone“ til þess að örva geirvörtru og mjólkurkirtla til þess að gefa börnum brjóst. Hvítvoðungum sem þeir hafa ekki borið né alið (eðlilega, því karlar geta ekki gengið með eða fætt börn). Samtökin ´78 velta tæplega 200 milljónum á ári sem eru fengnir úr vösum skattgreiðenda.Það er því mjög varhugavert að þau beiti sér gegn samkynhneigðum frambjóðanda sem hefur verið reiðubúinn til þess að setjast niður – hvenær sem er, hvar sem er- með forsprökkum þeirra og ræða málin. Þetta hafa þau aldrei þegið, en velja að beita valdboði og peningum skattgreiðenda til þess að stunda pólitískar ofsóknir í aðdraganda kosninga. Það er ljóst að það sé alvarlega vegið að æru minni, fólki með stjórnmálaskoðanir sem ekki eru samstíga ákveðnum hagsmunaaðilum, sem frekar hjólar beint í manninn í krafti ákveðins peningavalds og múgsefjunar sem skilar sér í algjörlega brenglaðri sviðsmynd. Þetta er gróf aðför að lýðræðinu. Ég læt þetta vera mín lokaorð í pistlaskrifum mínum í þessari kosningabaráttu. Ég vil þakka öllum þeim kjósendum í Norðvesturkjördæmi og víðar sem ég var svo lánsamur að fá að hitta og kynnast betur í þessari vegferð. Gleðilega lýðræðishátíð! Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Nú er kosningabaráttan á sinni endastöð. Kjördagur rennur upp á morgun og mikil lýðræðisveisla fer í gang.Kjördagur hefur alltaf verið merkilegur dagur í mínu lífi. Ég klæði mig upp, fer í mitt fínasta púss og tek þátt í veislunni með því að greiða atkvæði mitt. Jafnvel þegar ég bjó erlendis lengi, þá lagði ég það alltaf á mig að fara í sendiráð eða til ræðismanns til þess að kjósa. Það er reyndar skemmtilegt fyrir mig að segja frá því að ég er fyrsti Íslendingurinn, og sá eini, sem hef nýtt kosningarétt minn hjá ræðismanninum í Dover í Englandi. Á síðustu vikum hef ég og félagar mínir í Lýðræðisflokknum heyjað heiðarlega og einlæga baráttu fyrir málefnum sem brenna á þjóðinni. Húsnæðismálin, vaxtamálin, heilbrigðismálin, samgöngumálin, atvinnumálin, efnahagsmálin, menntamálin og aðhaldi í ríkisrekstrinum. En kosningabaráttunni okkar lýkur með óbragði í munni. Í forsystusætinu hjá Ríkissjónvarpinu þar sem Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, sat fyrir svörum Bergsteins Sigurðssonar. Þar ákvað Bergsteinn Sigurðsson að bera upp á mig þær sakir að hafa farið í leyfisleysi í skóla og tekið þar myndir af börnum og starfsfólki og að ég hafi verið fjarlægður af lögreglu. Hann sakaði mig líka um það að hafa haft uppi „hatrammlega umræðu“ þegar kemur að transfólki. Hvorttveggja rangt. Vissulega er ég umdeildur hjá sumu fólki sem hefur gert mér upp hinar og þessar skoðanir á einhverjum málum, en í raun kynnt sér lítið sem ekkert minn málflutning. Vissulega verður að bregðast við þessum vinnubrögðum RÚV í aðdraganda kosninga. RÚV hefur haft greitt aðgengi að mér og hefur haft ærin tækifæri til þess að spyrja mig beint og „jarðað mig í beinni“. Sannleikurinn er sá, að lögregla hefur aldrei haft nein afskipti af mér og ég hef aldrei verið handtekinn.Þess vegna leitaði ég til Ríkislögreglustjóra í fyrradag (miðvikudag 27. Nóvember) til þess að fá afhenda málaskrá úr gagnagrunni lögreglu máli mínu til stuðnings. Þar var mér tjáð að slík beiðni tæki 30 daga að afgreiða. Þetta þótti mér óviðunandi vinnubrögð og fyrir tilstilli kosningastjóra flokksins tókst okkur sem betur fer að fá flýtimeðferð og málaskráin komin í okkar hendur. Ég þakka Ríkislögreglustjóra fyrir skjót viðbrögð. Í gær (fimmtudag 28. nóvember) var hringt í mig frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og ég boðaður í skýrslutöku (sem fór fram í hádeginu í dag) því Samtökin ´78 ákváðu þann 11. nóvember síðastliðinn að kæra mig fyrir ummæli allt tilbaka til ársins 2022. M.a. vegna greinar sem ég ritaði í Morgunblaðið 19. nóvember 2022 um öfgafull viðbrögð á Alþingi frá fyrrverandi varaþingmanni VG og fyrrverandi framkvæmdarstjóra Samtakanna ´78 við umsögn félagssamtaka sem ég er í forsvari fyrir við lagafrumvarp sem lá þar fyrir. Einnig er ég kærður fyrir að velta fyrir mér hvötum karla sem skilgreina sig sem konur að taka inn lyfið „domperidone“ til þess að örva geirvörtru og mjólkurkirtla til þess að gefa börnum brjóst. Hvítvoðungum sem þeir hafa ekki borið né alið (eðlilega, því karlar geta ekki gengið með eða fætt börn). Samtökin ´78 velta tæplega 200 milljónum á ári sem eru fengnir úr vösum skattgreiðenda.Það er því mjög varhugavert að þau beiti sér gegn samkynhneigðum frambjóðanda sem hefur verið reiðubúinn til þess að setjast niður – hvenær sem er, hvar sem er- með forsprökkum þeirra og ræða málin. Þetta hafa þau aldrei þegið, en velja að beita valdboði og peningum skattgreiðenda til þess að stunda pólitískar ofsóknir í aðdraganda kosninga. Það er ljóst að það sé alvarlega vegið að æru minni, fólki með stjórnmálaskoðanir sem ekki eru samstíga ákveðnum hagsmunaaðilum, sem frekar hjólar beint í manninn í krafti ákveðins peningavalds og múgsefjunar sem skilar sér í algjörlega brenglaðri sviðsmynd. Þetta er gróf aðför að lýðræðinu. Ég læt þetta vera mín lokaorð í pistlaskrifum mínum í þessari kosningabaráttu. Ég vil þakka öllum þeim kjósendum í Norðvesturkjördæmi og víðar sem ég var svo lánsamur að fá að hitta og kynnast betur í þessari vegferð. Gleðilega lýðræðishátíð! Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar