Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar 29. nóvember 2024 16:33 Nú hefur því ítrekað verið spáð að Vinstihreyfingin – grænt framboð muni falla út af þingi. Ef marka má kosningaspár er ekki víst að nein vinstrihreyfing verði á Alþingi Íslendinga næsta kjörtímabil. Ég hitti þessa dagana fólk sem segir að það sé ekki til neins að kjósa VG, atkvæðið fari þá til spillis. Landsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Ítölum fyrir fáum dögum síðan – í útileik, eftir að hafa tapað fyrir þeim í heimaleik og Ítalir unnið alla sína leiki í riðlinum. Allir spáðu sigri Ítala – en það fór á annan veg. Landsliðsmenn hefðu getað látið þær spár slá sig út af laginu og gefist upp – en það gerðu þeir ekki. Öðru nær! Nú ætla ég að spá því að VG fái fimm þingmenn! Sú spá gæti vel gengið eftir, því útkoma kosninga er oft í litlu samræmi við kosningaspár.Það má velta fyrir sér af hverju það þykir ekki fréttnæmt að hátt í 50% kjósenda er enn óákveðinn. Óskir rætast, og tími kraftaverkanna er ekki liðinn! Vinstri græn eiga brýnt erindi á þing, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við höfum til þessa staðið okkur afburða vel í báðum þeim hlutverkum. Steingrímur J. Sigfússon var árum saman ræðukóngur Alþingis meðan hreyfingin var í stjórnarandstöðu. Katrín Jakobsdóttir á Íslandsmet í því að leiða sundrað lið, sem reynt hafði árangurslaust að berja saman stjórn. Okkar kona myndaði ríkisstjórn og stýrði henni gegnum þykkt og þunnt vel á sjöunda ár. Þrír flokkar og tveir þeirra yst á hvorum kanti! Þrír öflugir ráðherrar komu áfram ótrúlega mörgum stefnumálum vinstrimanna, náttúruverndara og jafnréttissina – þrátt fyrir Íhaldið! Þrátt fyrir að vera á jaðri stjórnmálanna hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð verið sameinandi afl. Hefur haldið saman afar ólíkum stjórnmálaöflum og í stefnu sinni í aldarfjórðung tengt saman kjarnamálefni eins og jöfnuð, jafnrétti, umhverfis- og loftslagsvernd og friðarmál. Í sundrung og ófriðarblikum um heim allan nú er brýn þörf fyrir slíkt stjórnmálaafl – einmitt nú. Kæru vinir vors og blóma! Gefumst ekki upp – látum ekki glepjast – kjósum rétt! Höfundur er eftirlaunamaður, búsettur í Vogum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú hefur því ítrekað verið spáð að Vinstihreyfingin – grænt framboð muni falla út af þingi. Ef marka má kosningaspár er ekki víst að nein vinstrihreyfing verði á Alþingi Íslendinga næsta kjörtímabil. Ég hitti þessa dagana fólk sem segir að það sé ekki til neins að kjósa VG, atkvæðið fari þá til spillis. Landsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Ítölum fyrir fáum dögum síðan – í útileik, eftir að hafa tapað fyrir þeim í heimaleik og Ítalir unnið alla sína leiki í riðlinum. Allir spáðu sigri Ítala – en það fór á annan veg. Landsliðsmenn hefðu getað látið þær spár slá sig út af laginu og gefist upp – en það gerðu þeir ekki. Öðru nær! Nú ætla ég að spá því að VG fái fimm þingmenn! Sú spá gæti vel gengið eftir, því útkoma kosninga er oft í litlu samræmi við kosningaspár.Það má velta fyrir sér af hverju það þykir ekki fréttnæmt að hátt í 50% kjósenda er enn óákveðinn. Óskir rætast, og tími kraftaverkanna er ekki liðinn! Vinstri græn eiga brýnt erindi á þing, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við höfum til þessa staðið okkur afburða vel í báðum þeim hlutverkum. Steingrímur J. Sigfússon var árum saman ræðukóngur Alþingis meðan hreyfingin var í stjórnarandstöðu. Katrín Jakobsdóttir á Íslandsmet í því að leiða sundrað lið, sem reynt hafði árangurslaust að berja saman stjórn. Okkar kona myndaði ríkisstjórn og stýrði henni gegnum þykkt og þunnt vel á sjöunda ár. Þrír flokkar og tveir þeirra yst á hvorum kanti! Þrír öflugir ráðherrar komu áfram ótrúlega mörgum stefnumálum vinstrimanna, náttúruverndara og jafnréttissina – þrátt fyrir Íhaldið! Þrátt fyrir að vera á jaðri stjórnmálanna hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð verið sameinandi afl. Hefur haldið saman afar ólíkum stjórnmálaöflum og í stefnu sinni í aldarfjórðung tengt saman kjarnamálefni eins og jöfnuð, jafnrétti, umhverfis- og loftslagsvernd og friðarmál. Í sundrung og ófriðarblikum um heim allan nú er brýn þörf fyrir slíkt stjórnmálaafl – einmitt nú. Kæru vinir vors og blóma! Gefumst ekki upp – látum ekki glepjast – kjósum rétt! Höfundur er eftirlaunamaður, búsettur í Vogum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun