Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. nóvember 2024 17:44 Soffía Sveinsdóttir er skólameistari FSu. Vísir Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla suðurlands, segir miklar gleðifréttir að verkfalli kennara hafi verið frestað. Verkfall hefur staðið yfir í skólanum síðan 29. október. Kennsla hefst á ný á þriðjudaginn og mun standa yfir til 20. desember. „Þetta bar mjög brátt að og hlutirnir gerðust mjög hratt í dag. Þetta var algjör rússíbani,“ segir Soffía. Verkfallið stóð yfir í um fjóra og hálfa viku, og í FSu féllu 24 kennsludagar niður. Hún segir að búið sé að gera drög að skóladagatali út önnina, en kennarar muni hittast á mánudaginn og skipuleggja framhaldið betur. Kennsla mun standa yfir til 20. desember, en áður en til verkfallsins kom átti kennslu að vera lokið 11. desember. Soffía segir að kennarar þurfi nú að endurskoða námsmat og annað slíkt. Kennslunni og önninni ljúki fyrir jól. „Það verða ekki jólapróf en við erum með tvo námsmatsdaga sem færast fram í janúar. Það eru mjög margir með símat, það er kannski ágætt að það skuli vera svona fáir prófdagar,“ segir hún. Ekkert ljóst hvað brottfall nemenda varðar „Ég hef enga hugmynd um brottfall nemenda. Það hefur ekki komið mikið á okkar borð á skrifstofunni að nemendur séu að hætta,“ segir Soffía. Skólinn muni í næstu viku kalla eftir því að fólk láti vita, séu þau hætt í skólanum. Þá muni það liggja fyrir hversu margir hafi hætt. „Ég veit alveg að það eru einhverjir nemendur sem fóru að vinna, en hvort það var bara tímabundið eða ekki veit ég ekki. Ég veit til dæmis að rafvirkjanemendur fengu vinnur, en ég veit ekki hvað gerist núna,“ segir hún. „Vonandi skila sér sem allra flestir til baka.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. 17. nóvember 2024 12:23 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
„Þetta bar mjög brátt að og hlutirnir gerðust mjög hratt í dag. Þetta var algjör rússíbani,“ segir Soffía. Verkfallið stóð yfir í um fjóra og hálfa viku, og í FSu féllu 24 kennsludagar niður. Hún segir að búið sé að gera drög að skóladagatali út önnina, en kennarar muni hittast á mánudaginn og skipuleggja framhaldið betur. Kennsla mun standa yfir til 20. desember, en áður en til verkfallsins kom átti kennslu að vera lokið 11. desember. Soffía segir að kennarar þurfi nú að endurskoða námsmat og annað slíkt. Kennslunni og önninni ljúki fyrir jól. „Það verða ekki jólapróf en við erum með tvo námsmatsdaga sem færast fram í janúar. Það eru mjög margir með símat, það er kannski ágætt að það skuli vera svona fáir prófdagar,“ segir hún. Ekkert ljóst hvað brottfall nemenda varðar „Ég hef enga hugmynd um brottfall nemenda. Það hefur ekki komið mikið á okkar borð á skrifstofunni að nemendur séu að hætta,“ segir Soffía. Skólinn muni í næstu viku kalla eftir því að fólk láti vita, séu þau hætt í skólanum. Þá muni það liggja fyrir hversu margir hafi hætt. „Ég veit alveg að það eru einhverjir nemendur sem fóru að vinna, en hvort það var bara tímabundið eða ekki veit ég ekki. Ég veit til dæmis að rafvirkjanemendur fengu vinnur, en ég veit ekki hvað gerist núna,“ segir hún. „Vonandi skila sér sem allra flestir til baka.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. 17. nóvember 2024 12:23 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
„Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. 17. nóvember 2024 12:23