Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 30. nóvember 2024 07:20 Það hefur vakið athygli mína og áhyggjur hversu marga ég hef hitt á þeim stutta tíma síðan ég bauð mig fyrst fram til Alþingis, sem nenna ekki að kjósa lengur því það „breytist hvort eð er aldrei neitt“. Þetta var sérstaklega áberandi fyrir síðustu kosningar en minna nú, enda liggja breytingar í loftinu, hvort sem þær verða raunverulegar þegar á reynir eða ekki. Á sama tíma og ég skil hversu langþreytt fólk er orðið eftir breytingum, enda er ég það sjálf, og tek undir að stjórnmálamenn til áratuga hafi farið illa með völd sín sem veldur þessu vonleysi allt of margra, get ég ekki samþykkt þetta viðhorf. Kosningarétturinn er einn mikilvægasti réttur sem við eigum og það var hart barist fyrir honum. Þó okkur þyki hann sjálfsagður í dag, er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að svipta okkur honum eins og hefur verið gert í allt of mörgum löndum í heiminum. Þetta er réttur þar sem við höfum öll sama vægi. Atkvæði forseta Íslands hefur nákvæmlega sömu vigt og atkvæði verkakonunnar, kennarans eða forstjóra stórfyrirtækis. Fjórflokkurinn og alls kyns afleggjarar hans hafa ráðið lögum og lofum á Íslandi frá stofnun lýðveldisins. Þeim hafa aldrei fylgt raunverulegar breytingar fyrir fólkið í landinu og oft hafa þeir unnið fólkinu og hagsmunum þess raunverulegan og mælanlegan skaða. Skemmst er að minnast ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eftir hrun þar sem skjaldborgin var reist um fjármálakerfið sem stóð svo á virkisveggjunum og „skaut“ niður heimilin, eitt af öðru, þangað til a.m.k. 15.000 þeirra lágu í valnum og mörg þúsund önnur voru alvarlega særð. Fleiri dæmi eru til, en núna þurfum við raunverulegar breytingar og Flokk sem þorir að standa með Fólkinu gegn fjármálaöflunum í landinu. Staðreyndin er sú að þau sem ekki mæta á kjörstað eru í raun með afstöðuleysi sínu að styðja við öflin sem þau eru reiðust út í og að mínu mati er uppgjöf það eina sem ekki kemur til greina. Ég vil því hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á kjörstað og láta vilja sinn í ljós. „Við“ erum fleiri en þau sem maka krókinn á „kerfunum okkar“ og á kjörstað er það einmitt fjöldinn sem skiptir máli en ekki fjármagnið. Mætum og sýnum samstöðu í verki. Aðeins þannig getum við breytt þjóðfélaginu. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur vakið athygli mína og áhyggjur hversu marga ég hef hitt á þeim stutta tíma síðan ég bauð mig fyrst fram til Alþingis, sem nenna ekki að kjósa lengur því það „breytist hvort eð er aldrei neitt“. Þetta var sérstaklega áberandi fyrir síðustu kosningar en minna nú, enda liggja breytingar í loftinu, hvort sem þær verða raunverulegar þegar á reynir eða ekki. Á sama tíma og ég skil hversu langþreytt fólk er orðið eftir breytingum, enda er ég það sjálf, og tek undir að stjórnmálamenn til áratuga hafi farið illa með völd sín sem veldur þessu vonleysi allt of margra, get ég ekki samþykkt þetta viðhorf. Kosningarétturinn er einn mikilvægasti réttur sem við eigum og það var hart barist fyrir honum. Þó okkur þyki hann sjálfsagður í dag, er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að svipta okkur honum eins og hefur verið gert í allt of mörgum löndum í heiminum. Þetta er réttur þar sem við höfum öll sama vægi. Atkvæði forseta Íslands hefur nákvæmlega sömu vigt og atkvæði verkakonunnar, kennarans eða forstjóra stórfyrirtækis. Fjórflokkurinn og alls kyns afleggjarar hans hafa ráðið lögum og lofum á Íslandi frá stofnun lýðveldisins. Þeim hafa aldrei fylgt raunverulegar breytingar fyrir fólkið í landinu og oft hafa þeir unnið fólkinu og hagsmunum þess raunverulegan og mælanlegan skaða. Skemmst er að minnast ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eftir hrun þar sem skjaldborgin var reist um fjármálakerfið sem stóð svo á virkisveggjunum og „skaut“ niður heimilin, eitt af öðru, þangað til a.m.k. 15.000 þeirra lágu í valnum og mörg þúsund önnur voru alvarlega særð. Fleiri dæmi eru til, en núna þurfum við raunverulegar breytingar og Flokk sem þorir að standa með Fólkinu gegn fjármálaöflunum í landinu. Staðreyndin er sú að þau sem ekki mæta á kjörstað eru í raun með afstöðuleysi sínu að styðja við öflin sem þau eru reiðust út í og að mínu mati er uppgjöf það eina sem ekki kemur til greina. Ég vil því hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á kjörstað og láta vilja sinn í ljós. „Við“ erum fleiri en þau sem maka krókinn á „kerfunum okkar“ og á kjörstað er það einmitt fjöldinn sem skiptir máli en ekki fjármagnið. Mætum og sýnum samstöðu í verki. Aðeins þannig getum við breytt þjóðfélaginu. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun