Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 30. nóvember 2024 07:10 Kjörtímabilið sem lýkur nú í dag, hefur ekki alltaf verði mér einhver gleðiganga eða dans á rósum. Ég var einn af mörgum efasemdamönnum um það stjórnarsamstarf sem slitið var fyrir stuttu og boðað til þeirra kosninga sem við göngum til nú í dag. Ég gat þó ekki frekar en aðrir afneitað því sem kom uppúr kjörkössunum í þingkosningunum haustið 2021 og þeirri stöðu sem komin var upp að þeim loknum Miklar málamiðlanir eru ekki efstar á óskalista flokks, sem að ná vill árangri í því sem hann hefur trú á. En örlögin skapa þó oftar en ekki þá stöðu að málamiðlanir eru nauðsynlegar til þess að ná árangri og rík ábyrgð flokks sem vill vera tekinn alvarlega að taka slíkri áskorun, þó ekki skapi sú ákvörðun ánægju eða vinsældir. Í þessu umhverfi átaka og málamiðlana hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð árangri í flestum ef ekki öllum þeim málaflokkum sem hann hefur farið með á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Nægir þar að nefna að rofin hefur verið kyrrstaða í orkumálum þjóðarinnar, rammaáætlun sem lá óhreyfð í níu ár, loks samþykkt og framkvæmdir hafnar eða við það að hefjast á virkjunum sem í nýtingarflokki þeirrar rammaáætlunar. Hafin var loks leit, sem strax hefur skilað góðum árangri, að heitu vatni, eftir tuttugu ára hlé. Ýmis önnur frumvörp á sviði orkumála, sem auðvelda orkuöflun samþykkt og stofnanaumgjörð leyfisveitinga einfölduð og stórbætt. Eftir áralanga baráttu flokksins í hælisleitendamálum, hefur loks náðst árangur og tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd hefur snarfækkað. Enn er þó nóg eftir til þess að staðan verði ásættanleg og engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum betur til þess treyst að leiða þau mál til lykta sem ljúka þarf í málaflokknum. Náðst hefur undraverður árangur í nýsköpun undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur undir stjórn flokksins lagaumhverfi nýsköpunnar verið sniðin á þann hátt að greinin hefur náð að vaxa vel umfram það sem bjartsýnustu menn leyfðu sér að dreyma um. Stefnir nú hugverkaiðnaðurinn hraðbyri að því að verða stærsta útfluttningsstoð þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, talar fyrir stefnu í málefnum háskólanna sem styður þá í því að mennta sem flesta í tækni og heilbrigðisgreinum til þess að geta staðið undir þeirri þróun og nýsköpun sem hafin er fyrir löngu á sviði tækni og í heilbrigðismála. Þrátt fyrir að hér hafi um hafi skeið, í kjölfar heimsfaraldurs riðið yfir bylgja verðbólgu og hárra vaxta, þá hefur á vakt Sjálfstæðisflokksins tekist að kveða niður verðbólgudrauginn og vextir farnir að lækka að nýju. Heimilum og fyrirtækjum í landinu til hagsbóta. Engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum, hefði ég treyst til þess að ná þeim árangri sem getið er hér að ofan. Og engum öðrum flokki treysti ég til þess að leiða þjóðina áfram á braut aukinnar verðmætasköpunnar, hagsældar og vaxtar. Þess vegna kýs ég í dag Sjálfstæðisflokkinn. Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann einn flokka hefur sett fram raunhæfa stefnu, sem hefur sannað sig í tæplega öld að virkar, um það hvernig við getum öll í sameiningu gert lífið enn betra með meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Kjörtímabilið sem lýkur nú í dag, hefur ekki alltaf verði mér einhver gleðiganga eða dans á rósum. Ég var einn af mörgum efasemdamönnum um það stjórnarsamstarf sem slitið var fyrir stuttu og boðað til þeirra kosninga sem við göngum til nú í dag. Ég gat þó ekki frekar en aðrir afneitað því sem kom uppúr kjörkössunum í þingkosningunum haustið 2021 og þeirri stöðu sem komin var upp að þeim loknum Miklar málamiðlanir eru ekki efstar á óskalista flokks, sem að ná vill árangri í því sem hann hefur trú á. En örlögin skapa þó oftar en ekki þá stöðu að málamiðlanir eru nauðsynlegar til þess að ná árangri og rík ábyrgð flokks sem vill vera tekinn alvarlega að taka slíkri áskorun, þó ekki skapi sú ákvörðun ánægju eða vinsældir. Í þessu umhverfi átaka og málamiðlana hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð árangri í flestum ef ekki öllum þeim málaflokkum sem hann hefur farið með á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Nægir þar að nefna að rofin hefur verið kyrrstaða í orkumálum þjóðarinnar, rammaáætlun sem lá óhreyfð í níu ár, loks samþykkt og framkvæmdir hafnar eða við það að hefjast á virkjunum sem í nýtingarflokki þeirrar rammaáætlunar. Hafin var loks leit, sem strax hefur skilað góðum árangri, að heitu vatni, eftir tuttugu ára hlé. Ýmis önnur frumvörp á sviði orkumála, sem auðvelda orkuöflun samþykkt og stofnanaumgjörð leyfisveitinga einfölduð og stórbætt. Eftir áralanga baráttu flokksins í hælisleitendamálum, hefur loks náðst árangur og tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd hefur snarfækkað. Enn er þó nóg eftir til þess að staðan verði ásættanleg og engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum betur til þess treyst að leiða þau mál til lykta sem ljúka þarf í málaflokknum. Náðst hefur undraverður árangur í nýsköpun undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur undir stjórn flokksins lagaumhverfi nýsköpunnar verið sniðin á þann hátt að greinin hefur náð að vaxa vel umfram það sem bjartsýnustu menn leyfðu sér að dreyma um. Stefnir nú hugverkaiðnaðurinn hraðbyri að því að verða stærsta útfluttningsstoð þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, talar fyrir stefnu í málefnum háskólanna sem styður þá í því að mennta sem flesta í tækni og heilbrigðisgreinum til þess að geta staðið undir þeirri þróun og nýsköpun sem hafin er fyrir löngu á sviði tækni og í heilbrigðismála. Þrátt fyrir að hér hafi um hafi skeið, í kjölfar heimsfaraldurs riðið yfir bylgja verðbólgu og hárra vaxta, þá hefur á vakt Sjálfstæðisflokksins tekist að kveða niður verðbólgudrauginn og vextir farnir að lækka að nýju. Heimilum og fyrirtækjum í landinu til hagsbóta. Engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum, hefði ég treyst til þess að ná þeim árangri sem getið er hér að ofan. Og engum öðrum flokki treysti ég til þess að leiða þjóðina áfram á braut aukinnar verðmætasköpunnar, hagsældar og vaxtar. Þess vegna kýs ég í dag Sjálfstæðisflokkinn. Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann einn flokka hefur sett fram raunhæfa stefnu, sem hefur sannað sig í tæplega öld að virkar, um það hvernig við getum öll í sameiningu gert lífið enn betra með meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar