Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2024 09:30 Tveir þingflokkar skera sig úr þegar kemur að fjarveru þingmanna í atkvæðagreiðslum á yfirstandandi þingi. Þegar teknar eru mikilvægustu ákvarðanirnar á vettvangi þess. Þingflokkar Miðflokksins og Viðreisnar. Þannig var fjarvera þingmanna Miðflokksins í atkvæðagreiðslum að meðaltali í 68,7% tilfella og Viðreisnar í rúmlega 51%. Þingmenn annarra flokka hafa að meðaltali mætt í meirihluta atkvæðagreiðslna. Miðflokksmenn hafa vísað til smæðar þingflokks þeirra sem skýringar á dræmri mætingu þingmanna þeirra en lengst af taldi hann einungis tvo þingmenn þar til Jakob Frímann Magnússon yfirgaf Flokk fólksins á dögunum og gekk til liðs við þá. Vafalaust skýrir það eitthvað en vitanlega alls ekki alla þá fjarveru sem um er að ræða. Hins vegar er þingflokkur Viðreisnar talsvert fjölmennari og telur þannig fimm þingmenn. Forysta Viðreisnar hefur einnig borið við fámenni sem stenzt hins vegar enga skoðun. Þingflokkur Pírata með sex þingmenn hefur þannig til dæmis mætt miklu betur. Hvers vegna hefur þingflokkur Viðreisnar, sem allur sækist notabene eftir endurkjöri, ekki getað gert betur? Hvað hefur hann verið að gera mikilvægara í öllum þessum tilfellum en að taka þátt í atkvæðagreiðslum um það hvaða lög eigi að gilda í landinu? Mættu í eitt skipti og alls ekki Formenn Miðflokksins og Viðreisnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skera sig einnig úr þegar kemur að persónulegri mætingu þeirra í atkvæðagreiðslur. Þannig var Sigmundur fjarverandi í öllum þeim 162 atkvæðagreiðslum sem fram hafa farið á yfirstandandi þingi og Þorgerður Katrín í öllum nema einni. Hlutfallslega var Sigmundur þannig fjarverandi í 100% tilfella og Þorgerður í 99,4%. Hægt er að vera annað hvort skráður fjarverandi á Alþingi eða með tilkynnta fjarvist þar sem viðkomandi þingmaður hefur látið skrifstofu þingsins vita af fjarveru sinni. Fjarverandi þýðir hins vegar í raun það sem iðulega er kallað skróp í skólum. Fólk lætur einfaldlega ekki sjá sig. Hvað Sigmund og Þorgerði varðar voru þau fjarverandi í öllum þeim tilfellum sem þau mættu ekki til atkvæðagreiðslu í þingsalnum. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kom næst af þeim sem sækjast eftir endurkjöri og mætti ekki í 81,5% atkvæðagreiðslna og þá Logi Einarsson, þingmaður flokksins, með 80,3%. Í flestum tilfellum voru þau með tilkynnta fjarvist en mættu engu að síður ekki. Þá komu Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, með 79,6% fjarveru og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, með 79%. Þingmenn mæti í vinnuna sína Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn þingmaður Flokks fólksins hafa mætt í allar atkvæðagreiðslur á þinginu af þeim sem sækjast eftir endurkjöri, þau Diljá Mist Einarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson. Tólf aðrir í þeim hópi eru með yfir 90% mætingu. Þar af fjórir frá Sjálfstæðisflokknum, fjórir frá Framsóknarflokknum, tveir frá Vinstri-grænum og einn frá Pírötum og Samfylkingunni. Vitanlega geta ýmsar ástæður verið fyrir því að þingmenn taki ekki þátt í atkvæðagreiðslum. Til að mynda hafa þeir sitthvað annað að gera í störfum sínum þó færa megi gild rök fyrir því sem áður segir að atkvæðagreiðslur í þingsal feli allajafna í sér mikilvægustu ákvarðanir þess. Þá getur verið um persónulegar ástæður að ræða. Hins vegar hefur fjarvera ýmissra þingmanna verið slík að það verður illa skýrt með þeim hætti. Væntanlega getum við verið sammála um það, óháð því hvernig við munum nýta atkvæðisrétt okkar í þingkosningunum í dag, að við séum að kjósa fólk á þing til þess að sinna störfum sínum af kostgæfni fyrir okkar hönd. Það hlýtur að teljast sem einhvers konar lágmarkskrafa að þingmenn mæti í vinnuna í stað þess að hreinlega skrópa margítrekað. Hvort slíkt kalli á endurráðningu er í höndum kjósenda. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Tveir þingflokkar skera sig úr þegar kemur að fjarveru þingmanna í atkvæðagreiðslum á yfirstandandi þingi. Þegar teknar eru mikilvægustu ákvarðanirnar á vettvangi þess. Þingflokkar Miðflokksins og Viðreisnar. Þannig var fjarvera þingmanna Miðflokksins í atkvæðagreiðslum að meðaltali í 68,7% tilfella og Viðreisnar í rúmlega 51%. Þingmenn annarra flokka hafa að meðaltali mætt í meirihluta atkvæðagreiðslna. Miðflokksmenn hafa vísað til smæðar þingflokks þeirra sem skýringar á dræmri mætingu þingmanna þeirra en lengst af taldi hann einungis tvo þingmenn þar til Jakob Frímann Magnússon yfirgaf Flokk fólksins á dögunum og gekk til liðs við þá. Vafalaust skýrir það eitthvað en vitanlega alls ekki alla þá fjarveru sem um er að ræða. Hins vegar er þingflokkur Viðreisnar talsvert fjölmennari og telur þannig fimm þingmenn. Forysta Viðreisnar hefur einnig borið við fámenni sem stenzt hins vegar enga skoðun. Þingflokkur Pírata með sex þingmenn hefur þannig til dæmis mætt miklu betur. Hvers vegna hefur þingflokkur Viðreisnar, sem allur sækist notabene eftir endurkjöri, ekki getað gert betur? Hvað hefur hann verið að gera mikilvægara í öllum þessum tilfellum en að taka þátt í atkvæðagreiðslum um það hvaða lög eigi að gilda í landinu? Mættu í eitt skipti og alls ekki Formenn Miðflokksins og Viðreisnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skera sig einnig úr þegar kemur að persónulegri mætingu þeirra í atkvæðagreiðslur. Þannig var Sigmundur fjarverandi í öllum þeim 162 atkvæðagreiðslum sem fram hafa farið á yfirstandandi þingi og Þorgerður Katrín í öllum nema einni. Hlutfallslega var Sigmundur þannig fjarverandi í 100% tilfella og Þorgerður í 99,4%. Hægt er að vera annað hvort skráður fjarverandi á Alþingi eða með tilkynnta fjarvist þar sem viðkomandi þingmaður hefur látið skrifstofu þingsins vita af fjarveru sinni. Fjarverandi þýðir hins vegar í raun það sem iðulega er kallað skróp í skólum. Fólk lætur einfaldlega ekki sjá sig. Hvað Sigmund og Þorgerði varðar voru þau fjarverandi í öllum þeim tilfellum sem þau mættu ekki til atkvæðagreiðslu í þingsalnum. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kom næst af þeim sem sækjast eftir endurkjöri og mætti ekki í 81,5% atkvæðagreiðslna og þá Logi Einarsson, þingmaður flokksins, með 80,3%. Í flestum tilfellum voru þau með tilkynnta fjarvist en mættu engu að síður ekki. Þá komu Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, með 79,6% fjarveru og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, með 79%. Þingmenn mæti í vinnuna sína Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn þingmaður Flokks fólksins hafa mætt í allar atkvæðagreiðslur á þinginu af þeim sem sækjast eftir endurkjöri, þau Diljá Mist Einarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson. Tólf aðrir í þeim hópi eru með yfir 90% mætingu. Þar af fjórir frá Sjálfstæðisflokknum, fjórir frá Framsóknarflokknum, tveir frá Vinstri-grænum og einn frá Pírötum og Samfylkingunni. Vitanlega geta ýmsar ástæður verið fyrir því að þingmenn taki ekki þátt í atkvæðagreiðslum. Til að mynda hafa þeir sitthvað annað að gera í störfum sínum þó færa megi gild rök fyrir því sem áður segir að atkvæðagreiðslur í þingsal feli allajafna í sér mikilvægustu ákvarðanir þess. Þá getur verið um persónulegar ástæður að ræða. Hins vegar hefur fjarvera ýmissra þingmanna verið slík að það verður illa skýrt með þeim hætti. Væntanlega getum við verið sammála um það, óháð því hvernig við munum nýta atkvæðisrétt okkar í þingkosningunum í dag, að við séum að kjósa fólk á þing til þess að sinna störfum sínum af kostgæfni fyrir okkar hönd. Það hlýtur að teljast sem einhvers konar lágmarkskrafa að þingmenn mæti í vinnuna í stað þess að hreinlega skrópa margítrekað. Hvort slíkt kalli á endurráðningu er í höndum kjósenda. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun