„Það verður allt gert innan skynsamlegra marka,“ segir Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar í samtali við fréttastofu. „Við förum ekki að stofna öryggi fólks í hættu. “
Mögulega seinki talningu vegna veðurs. „Við sjáum það bara betur í kvöld, hvernig færðin verður. Það er ekkert hægt að segja til um það fyrr en þá,“ segir Kristín.
Veðurviðvaranir hafa verið gefnar út víðast hvar um landið og gætu haft áhrif á talningu í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi.
Hún segir að staðan verði metin síðar í dag. Yfirkjörstjórnir hafi skipulagt þannig að allt gangi upp samkvæmt áætlun.