Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Hólmfríður Gísladóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. desember 2024 11:10 Sigurður Ingi sagðist hvorki hafa áhyggjur af sér né Framsókn. „Ákallið um breytingar er mikið og boltinn er þá kominn til þeirra sem unnu kosningarnar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrir stundu. Ef úrslit fara eins og þau standa núna tapar Framsóknarflokkurinn átta þingsætum af þrettán. Sigurður segir þetta vissulega vonbrigði en Framsóknarmenn hafi fundið fyrir meðbyr sem virðist ekki hafa skilað sér í kjörkassana. Sjálfur hefur hann verið um borð í „þessari frægu hringekju“ og verið bæði inni og úti í nótt. Hann sagðist þó alveg rólegur. „Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af mér og reyndar ekki af Framsóknarflokknum heldur,“ sagði hann. Sigurður Ingi óskaði flokkunum sem verða að kallast sigurvegarar kosninganna til hamingju með úrslitin en sagðist um leið öfunda þá nokkuð; þeir væru að taka við góðu búi. Áskoranir væru uppi en ekkert stórkostlegt sem þyrfti að taka á. „Það er gott að búa á Íslandi,“ sagði bóndinn. Sigurður Ingi var spurður að því hvort hann væri gramur út í Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn fyrir að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú í haust og boða til kosninga. Hann sagðist fremur hefðu viljað klára þau verkefni sem lágu fyrir og leggja þau verk síðan í dóm kjósenda. Aðrir hefðu séð sér hag í því að gera þetta strax. Hann ítrekaði að niðurstöðurnar væru þær að þjóðin væri að kalla eftir breytingum. „Ég held að það sé eðlilegt að það sem þjóðin er að kalla eftir, að hún fái það,“ sagði hann um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ef úrslit fara eins og þau standa núna tapar Framsóknarflokkurinn átta þingsætum af þrettán. Sigurður segir þetta vissulega vonbrigði en Framsóknarmenn hafi fundið fyrir meðbyr sem virðist ekki hafa skilað sér í kjörkassana. Sjálfur hefur hann verið um borð í „þessari frægu hringekju“ og verið bæði inni og úti í nótt. Hann sagðist þó alveg rólegur. „Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af mér og reyndar ekki af Framsóknarflokknum heldur,“ sagði hann. Sigurður Ingi óskaði flokkunum sem verða að kallast sigurvegarar kosninganna til hamingju með úrslitin en sagðist um leið öfunda þá nokkuð; þeir væru að taka við góðu búi. Áskoranir væru uppi en ekkert stórkostlegt sem þyrfti að taka á. „Það er gott að búa á Íslandi,“ sagði bóndinn. Sigurður Ingi var spurður að því hvort hann væri gramur út í Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn fyrir að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú í haust og boða til kosninga. Hann sagðist fremur hefðu viljað klára þau verkefni sem lágu fyrir og leggja þau verk síðan í dóm kjósenda. Aðrir hefðu séð sér hag í því að gera þetta strax. Hann ítrekaði að niðurstöðurnar væru þær að þjóðin væri að kalla eftir breytingum. „Ég held að það sé eðlilegt að það sem þjóðin er að kalla eftir, að hún fái það,“ sagði hann um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira