Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. desember 2024 19:43 Klakastíflan hefur gert það að verkum að vatnyfirborð Ölfusár hækkar og hækkar. Hér hægra megin má sjá myndrænt muninn á þessum hólmi úti í ánni. Vísir/ENSU/Sólveig Vatnsyfirborð Ölfusár hækkar og hækkar vegna klakastíflu sem hefur myndast í henni. Hækkunina má sjá myndrænt á myndum þar sem klakinn nálgast grenitré sem stendur á toppi Jórukletts í miðri ánni. Klakastíflan er við og fyrir neðan Ölfusárbrú, farvegur árinnar er orðinn bakkafullur af ís og vatn komið yfir gróður nærri Hótel Selfossi. Klaki hleðst upp frá brúnni og þegar hann brotnar skolast hann niður að stíflunni og þykknar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Hér má sjá Jóruklett í venjulegu árferði.Vísir/Sólveig Þessi mynd var tekin af Jórukletti klukkan 13:30 í morgun. Ísinn nálgast tréð.Vísir/Sólveig Vatnsstaðan í Ölfusá hefur ekki verið hærri frá árinu 2020. Enn vantar um áttatíu sentímetra í að staðan nái þeirri sem var þegar áin flæddi yfir bakka sína 21. desember árið 2006 og vatn flæddi ofan í kjallara Selfosskirkju. Flóðið náði þá yfir stór svæði meðfram Ölfusá og Hvítá. Aðstæður núna eru hins vegar allt aðrar en í flóðinu 2006 sem kom í kjölfar hlýinda og rigninga. Ástæða klakastíflunnar er samfelldur kuldakafli án leysinga undanfarna daga. Árborg Veður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Klakastíflan er við og fyrir neðan Ölfusárbrú, farvegur árinnar er orðinn bakkafullur af ís og vatn komið yfir gróður nærri Hótel Selfossi. Klaki hleðst upp frá brúnni og þegar hann brotnar skolast hann niður að stíflunni og þykknar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Hér má sjá Jóruklett í venjulegu árferði.Vísir/Sólveig Þessi mynd var tekin af Jórukletti klukkan 13:30 í morgun. Ísinn nálgast tréð.Vísir/Sólveig Vatnsstaðan í Ölfusá hefur ekki verið hærri frá árinu 2020. Enn vantar um áttatíu sentímetra í að staðan nái þeirri sem var þegar áin flæddi yfir bakka sína 21. desember árið 2006 og vatn flæddi ofan í kjallara Selfosskirkju. Flóðið náði þá yfir stór svæði meðfram Ölfusá og Hvítá. Aðstæður núna eru hins vegar allt aðrar en í flóðinu 2006 sem kom í kjölfar hlýinda og rigninga. Ástæða klakastíflunnar er samfelldur kuldakafli án leysinga undanfarna daga.
Árborg Veður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira