„Ég ætla að standa mig betur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. desember 2024 22:02 Sigmundur Ernir Rúnarsson snýr aftur á þing. Vísir/Sigurjón Úrslit kosninganna gjörbreyta áformum verðandi þingmanns Samfylkingarinnar sem ætlaði að flytja til Spánar og skrifa bækur. Nýkjörnir þingmenn Viðreisnar stefna á að vera samferða í vinnuna þegar þingstörf hefjast. Fréttastofa ræddi við verðandi þingmenn flokkanna tveggja sem unnu stórsigur í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson, nýkjörin þingmaður Samfylkingarinnar, fór í raun bakdyramegin inn á þing og kemur inn í stað Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar, sem mun ekki taka sæti á þingi þrátt fyrir kjör. Eins og frægt er tók Þórður þá ákvörðun eftir mikla umfjöllun um umdeild skrif hans frá tæplega tuttugu árum síðan. Ætlar að vinna fyrir fólkið Sigmundur færist því úr fimmta sæti upp í það fjórða í Reykjavíkurkjördæmi norður og kemur inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Sigmundur segir það blendnar tilfinningar að koma inn í stað Þórðar. „Þórður Snær er kröftugur maður og hefur lært af sínum mistökum og hefur beðist afsökunar og er maður og meiri. Ég vona að við njótum starfskrafta hans sem fimmtán manna þingflokkur. Við þurfum á öllum að halda.“ Var spennandi að fylgjast með þessu í nótt og jafnvel í morgun? „Þetta var mjög sérstakt fyrir okkur hjónin því við vorum að plana að fara til Spánar og hafa þar vetursetu eins og við höfum gert áður og búin að fá okkur hús og ég ætlaði að skrifa og ýmislegt. En auðvitað studdi ég minn flokk. Nú er ljóst að ég er ekki að fara til Spánar að skrifa bækur en ég bara tek til starfa.“ Eins og frægt er sat Sigmundur á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2009 til 2013. Spurður hvort hann ætli að gera eitthvað með öðrum hætti núna segir hann: „Ég ætla að standa mig betur. Vinna fyrir fólkið og ég held að það sé ákall um breytingar til góðs fyrir allan almenning.“ Fara samferða í vinnuna Viðreisn tryggði sér í fyrsta sinn þingmenn í öllum kjördæmum en Jón Gnarr og María Rut Kristinsdóttir, nýkjörnir þingmenn flokksins, segjast vera full þakklætis. „Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessari vegferð og byggja upp flokkinn í Norðvesturkjördæmi og um allt land,“ sagði María Rut. Jón Gnarr tók undir það. „Ég er gífurlega spenntur og þetta er mikill heiður, ég þakka öllum sem kusu mig og okkur og ég ætla reyna að standa mig vel,“ sagði hann. Þau segjast spennt að byrja í nýju vinnunni. „Við búum sko nálægt hvort öðru og mér finnst það svolítið sætt að ég sótti Jón heim til hans og við ætlum að vera alltaf samferða í vinnuna. Svo ég banka bara upp á og segi bara: Er ekki Jón heima?“ sagði María Rut. Jón bauð þá gleðilega aðventu áður en þau gengu hlið við hlið í átt að þingflokksfundi. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni „Ég er búin að keyra og keyra og tala við svo mikið af geggjuðu fólki fyrir allt fólkið í Norðvesturkjördæmi,“ segir María Rut Kristinsdóttir gæti orðið fyrsti þingmaður Viðreisnar. 1. desember 2024 02:25 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Fréttastofa ræddi við verðandi þingmenn flokkanna tveggja sem unnu stórsigur í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson, nýkjörin þingmaður Samfylkingarinnar, fór í raun bakdyramegin inn á þing og kemur inn í stað Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar, sem mun ekki taka sæti á þingi þrátt fyrir kjör. Eins og frægt er tók Þórður þá ákvörðun eftir mikla umfjöllun um umdeild skrif hans frá tæplega tuttugu árum síðan. Ætlar að vinna fyrir fólkið Sigmundur færist því úr fimmta sæti upp í það fjórða í Reykjavíkurkjördæmi norður og kemur inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Sigmundur segir það blendnar tilfinningar að koma inn í stað Þórðar. „Þórður Snær er kröftugur maður og hefur lært af sínum mistökum og hefur beðist afsökunar og er maður og meiri. Ég vona að við njótum starfskrafta hans sem fimmtán manna þingflokkur. Við þurfum á öllum að halda.“ Var spennandi að fylgjast með þessu í nótt og jafnvel í morgun? „Þetta var mjög sérstakt fyrir okkur hjónin því við vorum að plana að fara til Spánar og hafa þar vetursetu eins og við höfum gert áður og búin að fá okkur hús og ég ætlaði að skrifa og ýmislegt. En auðvitað studdi ég minn flokk. Nú er ljóst að ég er ekki að fara til Spánar að skrifa bækur en ég bara tek til starfa.“ Eins og frægt er sat Sigmundur á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2009 til 2013. Spurður hvort hann ætli að gera eitthvað með öðrum hætti núna segir hann: „Ég ætla að standa mig betur. Vinna fyrir fólkið og ég held að það sé ákall um breytingar til góðs fyrir allan almenning.“ Fara samferða í vinnuna Viðreisn tryggði sér í fyrsta sinn þingmenn í öllum kjördæmum en Jón Gnarr og María Rut Kristinsdóttir, nýkjörnir þingmenn flokksins, segjast vera full þakklætis. „Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessari vegferð og byggja upp flokkinn í Norðvesturkjördæmi og um allt land,“ sagði María Rut. Jón Gnarr tók undir það. „Ég er gífurlega spenntur og þetta er mikill heiður, ég þakka öllum sem kusu mig og okkur og ég ætla reyna að standa mig vel,“ sagði hann. Þau segjast spennt að byrja í nýju vinnunni. „Við búum sko nálægt hvort öðru og mér finnst það svolítið sætt að ég sótti Jón heim til hans og við ætlum að vera alltaf samferða í vinnuna. Svo ég banka bara upp á og segi bara: Er ekki Jón heima?“ sagði María Rut. Jón bauð þá gleðilega aðventu áður en þau gengu hlið við hlið í átt að þingflokksfundi.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni „Ég er búin að keyra og keyra og tala við svo mikið af geggjuðu fólki fyrir allt fólkið í Norðvesturkjördæmi,“ segir María Rut Kristinsdóttir gæti orðið fyrsti þingmaður Viðreisnar. 1. desember 2024 02:25 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni „Ég er búin að keyra og keyra og tala við svo mikið af geggjuðu fólki fyrir allt fólkið í Norðvesturkjördæmi,“ segir María Rut Kristinsdóttir gæti orðið fyrsti þingmaður Viðreisnar. 1. desember 2024 02:25